SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 21
16. janúar 2011 21 manneskju með geðröskun á heimilinu og eins vegna vankunnáttunnar um hvernig ætti að meðhöndla þessi veikindi. Fjölskyldurnar sendu ættingja sína út á guð og gaddinn og samfélagið taldi umsjá þeirra oft ekki til sinna skylduverka svo oft varð fólk með geðraskanir og aðra fötlun að betla sér til lífsviðurværis þar til hælin og geðsjúkrahúsin komu til sögunnar á 18. og 19.öld. Hér á landi var geðsjúkrahúsið Kleppur opnað árið 1907. Englar alheimsins er íslensk kvikmynd, gerð eftir samnefndri bók Einars Más Guðmundssonar. Söguhetjan Páll er ungur og viðkvæmur listamaður. Kærastan hans, Dagný, hættir með honum og við það hverfur hann inn í einhvers konar geðveilu. Í myndinni eru honum fylgt inn í hin óhjákvæmilegu endalok, fyrst heima þar sem foreldrar hans þola ekki lengur við og inn á geðspítalann, Klepp. Þar berst hann ásamt félögum sínum við hramma fordómanna og reynir að komast út aftur, lifa með geð- röskuninni, í sátt við foreldra sína, fjölskyldu og um- heiminn, sem hann náði ekki. Hann henti sér ofan af blokk sem var sérstaklega ætluð fyrir öryrkja. Bókin, sem kom út árið 1993 og svo kvikmyndin (2000) vakti mikla umræðu hérlendis. Fram hefur komið að sagan er byggð á lífi bróður höfunda. Fórnarlambið og byrðin er Páll og veikindi hans sem hann komst aldrei út úr. Veikindi hans lögðu mikla vinnu á móður hans sem reyndi allt til þess að bjarga honum en tókst ekki. Hann var aldrei til mikilmennsku í lífinu þrátt fyrir að hafa listhæfileika sem málari. Þá náði hann ekki að virkja. Veikindi hans voru því gagnslaus með öllu, hann fann engan tilgang og skákuðu þau lífi hans í lokin. Páll var byrði frá því að hann veiktist og er sýndur í þessum tveimur verkum sem fórnarlamb veikinda sinna. Fordómar og hin félagslega skömm Hugtakið ,,félagsleg skömm“ er þýðing á enska hugtak- inu ,,stigma“ og leitast við að ná utan um þá upplifun sem fylgir þeirri stimplun sem einstaklingum sem veikj- ast af geðröskunum eða eru með geðraskanir er tíðrætt um og lýtur að breytingu á félagslegu hlutverki þeirra í samfélaginu, hlutverki sem samfélagið skammast sín fyrir. Margt fólk með geðraskanir upplifir fordóma og fé- lagslega skömm og jafnvel mismunun í samfélaginu. Það á erfiðara með að ná markmiðum sínum en aðrir þar sem það fær oft ekki tækifæri til þess að spreyta sig. Þetta á líka við um fólk sem hefur náð bata. Fjölmargar erlendar rannsóknir styðja þessa upplifun. Hin félagslega skömm tengist staðalímyndunum og fordómum gagnvart geð- röskunum og fólki með geðraskanir. Því miður eru fáar íslenskar rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi en árið 2009 tók Ísland þátt í al- þjóðlegri rannsókninni Fordómar í alþjóðlegu sam- hengi: Könnun á viðhorfum Íslendinga til geðrænna vandamála. Þar kemur fram að ekki virðist hafa dregið úr fordómum á síðustu árum, þrátt fyrir opnari umræðu um geðraskanir. Sjúkdómsvæðing geðrænna vandamála virðist heldur ekki hafa dregið úr fordómum heldur sýna kannanir að sá hluti almennings sem telur að geðræn vandamál eigi sér líffræðilegar skýringar, t.d. vegna heilatruflana eða erfðafræðilegra, hafa meiri fordóma en aðrir gagnvart fólki með geðraskanir. Viðhorfakannanir hafa ennfremur leitt í ljós að fólk vill síður hafa samneyti við einstaklinga sem það skilgreinir með geðröskun. Almenningur vill félagslega fjarlægð frá geðröskunum Fordómar og neikvæðar staðalímyndir gagnvart ákveðnum félagshópum eru hluti af því sem lærist í fé- lagsmótun samfélagsins en þeir eru samt mismiklir í samfélögum. Viðhorf samfélagsins skiptir máli því þau geta haft áhrif á batahorfur fólks með geðraskanir. Í rannsókninni fengu þátttakendur þrjár persónulýsingar, ein persónan var með þunglyndi, önnur með geðklofa og sú þriðja með astma. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að um 20% voru ófúsir að vera að vera ná- grannar þess sem var með geðklofa, 10% þess sem var þunglyndur en aðeins 3,7% þess sem var með astma. Niðurstöðurnar benda til þess að almenningur hérlendis vilji mun meiri félagslegri fjarlægð gagnvart ein- staklingnum með geðræn vandamál. Alls tóku fjórtán þjóðir þátt í könnuninni og Íslendingar koma ágætlega út úr alþjóðlegum samanburði varðandi fordóma hér á landi en þeir eru engu að síður verulegir. Þriðjungur landsmanna telur að fólk með þunglyndiseinkenni eigi ekki að gegna opinberum stöðum og tæplega helmingur taldi það sama um fólk með geðklofa. Samtökin Hugarafl héldu ráðstefnu um rannsóknina í nóvember 2009 og í umræðum þar kom fram að for- dómar hérlendis gætu verið meiri en rannsóknin gæfi til kynna. Ástæðan væri sú að Íslendingar vissu, að það væri ekki við hæfi að sýna fordóma á þessu sviði og svöruðu spurningunum í samræmi við það. Fordómar og fé- lagsleg skömm er því fólki með geðraskanir hér á landi enn fjötur um fót. Það þarf vitundarvakningu og enn öfl- ugra fræðslustarf til þess að vinna á þeim fordómum sem eru til staðar svo að almenningur skilji eðli þessara sjúk- dóma. Snillingurinn og hetjan.Hin hættulegu og illu. Fórnarlambið og byrðin. Geðraskanir eru flókið púsluspil líffræðilegra og/eða félaglegra þátta. Fjölmiðlar ýkja um- ræðuna Rannsóknir hafa sýnt fram á að bæði prentmiðlar, kvik- myndir og sjónvarp sýna eða gefa í skyn að fólk með geð- raskanir sé ofbeldisfyllra en almennt gengur og gerist. Fréttamiðlar taka yfirleitt fram ef fólk með geðraskanir beitir ofbeldi eða veldur morði þrátt fyrir að rannsóknir hafa sýnt að geðraskanir og ofbeldi tengist að eins að litlu leyti. Aðrir sjúklingahópar verða ekki fyrir barðinu á þessu. Í fjölmiðlum og afþreyingarefni er svo miklu oftar tengt á milli geðraskana en raunverulegar tölur segja til um. Fjölmargir hópar, bæði fólks með geð- raskanir og eins fagfólk, kall- ar á réttlátari umfjöllun fjöl- miðla, umfjöllun sem er meira í takt við veruleikann. Ástæð- an er sú að það eru mjög sterkt tengsl á milli hinnar fé- lagslegu skammar og hug- myndarinnar um að fólk með geðraskanir séu hættulegir og ofbeldisfullir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.