SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 35
16. janúar 2011 35 Sruli Recht og félagar eru á leiðinni til Parísar á mánudaginn að sýna herralín- una When Gravity Fails, sem saman- stendur af 75 hlutum. Þetta er fyrsta stóra herralína hönnuðarins en hingað til hefur hann gert skólínu og síðan ein- stakar vörur. Eftirvæntingin er því mikil, bæði innanhúss og utan. Athygli vekur að 98% línunnar eru gerð úr íslensku efni. „Við eyddum síð- asta ári í að temja efnið og gera það not- hæft fyrir alþjóðamarkað. Við þurftum að finna leið til að meðhöndla efnin,“ segir hönnuðurinn. „Eins og íslenski lopinn, fólk vill ekki snerta hann. Hrossaskinn, hreindýr, ég elska þessi efni, Íslendingar elska þau, en útlend- ingar ekki eins,“ segir hann. Hönnun Sruli er einhvern veginn eins langt frá einhvers konar yfir- borðsmennsku og plastlífsstíl og hægt er að komast, þarna eru engin gervi- glansefni. Á hinn bóginn er hönnuður- inn jafn langt frá „hefðbundinni“ ís- lenskri hönnun úr náttúrulegum efnum. Sruli umgengst náttúruefnin á annan hátt en hefur lengst af tíðkast hér, að minnsta kosti er hægt að segja að hann sé framarlega í þeim hópi og hann notar stóra leysigeislaskerann á vinnustofunni mikið til að skera nátt- úruefnin. Einn skemmtilegur hlutur sem sjá mátti á vinnustofunni var hrúga af töl- um, sem gerðar voru úr þykkri hross- húð og komu vel út, virkuðu nútíma- legar og fornar allt í senn. Ein af flíkunum sem Sruli sýnir í París er yfirhöfn úr íslenskri lambsgæru. Hún er af 27 andvana fæddum lömbum og þremur fullvöxnum. „Það er ekki auðvelt að selja þessa hugmynd, flík úr andvana fæddum lömbum. Þú verður að vera kominn á vissan stað til að fólk samþykki þetta og það þarf að setja þetta í rétt samhengi,“ segir Sruli en ljóst er að fáir eru betur til þess fallnir að selja flíkur úr andvana lömbum en maðurinn sem er með skó úr hvalaforhúð til sölu. Svo má líka benda á að þótt það sé ekki huggulegt að hugsa til andvana fæddra lamba, kemur það á móti að önnur lömb eru ekki drepin sérstaklega í þeirra stað í þeim tilgangi að gera flík- ina. Svona lítil lömb eru líka eins og gefur að skilja með sérstaklega mjúka og þunna gæru. Önnur flík sem á áreiðanlega eftir að vekja mikla athygli í París er jakki sem gerður er úr 23 svartfuglum og hrein- dýraleðri. Jakkinn er stórglæsilegur og fiðrið mjúkt, sem og leðrið. „Svo höfum við verið að nota íslensku ullina í yf- irhafnir og buxur úr flókaefni. Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Sruli. Línan er stílfærð af Svía nokkrum, Arash Arafazadeh, og hefur Sruli unnið með honum að línunni í vetur. Hönn- uðurinn lofar hann mjög, segir hann vera eins og „regnmanninn“ þegar kemur að tískustaðreyndum. „Hann veit allt um tísku og sér um að ekkert líti út eins og eitthvað annað og kemur þessu öllu saman.“ Yfirhöfnin er úr nýju herrafatalínunni og er meðal annars gerð úr gærum af andvana fæddum lömbum. Ljósmynd/Marino Thorlacius Glæný herralína úr íslenskum efnum Þessi jakki er úr hreindýraleðri og yfir tuttugu svartfuglum. Ljósmynd/Marino Thorlacius Hönnuðurinn Sruli Recht í vinnustofu sinni sem er inn- af versluninni Vopnabúrinu úti á Granda, nánar tiltekið Hólmaslóð 4. Morgunblaðið/Ernir Skemmtileg stígvél og slaufa. Til vinstri er nýtt veski. Lógóið er skemmtilegt.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.