SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 16.01.2011, Blaðsíða 25
16. janúar 2011 25 Karen María segir þetta jákvæða þróun og endurspegli þróunina erlendis. „Það þarf að sjálfsögðu að vera fastur kjarni í flokknum en flæði dansara inn í hann er orðið meira.“ Sjálf lærði hún úti í Hollandi með fleiri íslenskum stelpum og stofnaði dansleik- húshóp ásamt þeim en á meðal stofn- félaga voru ennfremur Erna Ómarsdóttir, Aino Freyja Järvelä og Kolbrún Anna Björnsdóttir. „Þegar við settum upp Dansleikhús með ekka vorum við fyrsti sjalfstætt starfandi danshópurinn sem starfaði algjörlega sjálfstætt, það er var ekki að nýta fólk sem var á launum hjá Dansflokknum eða leikhúsunum. Að sama skapi sóttum við um fjármagn til að búa til sýningar og gerðum það tvisvar sinnum á ári í ákveðinn tíma,“ segir hún og útskýrir að bara það að sýna fram á að þetta væri hægt hafi verið mikilvægt. „Við þóttum stórskrýtnar að ætla ekki inn í Dansflokkinn, að það væri ekki okkar lokamarkmið,“ rifjar hún upp og hlær. „Þetta var hvatning fyrir marga til að prufa sig sjálfir áfram á eigin for- sendum,“ segir hún og útskýrir nánar breytingar síðustu ára. Danslistamenn í danssamfélagi „Fljótlega þegar Reykjavík Dance Festival verður til upp úr aldamótunum fer mað- ur að sjá öra viðhorfsbreytingu í þessa átt. Í dag spyr fólk þessarar spurningar ekki lengur. Við erum hætt að tala um flokkinn og sjálfstæða geirann. Við tölum um þetta sem danssamfélag. Dansflokk- urinn er einn af þessum stöðum í dans- samfélaginu sem þú vilt eiga viðkomu á eins og fleiri staðir. Við erum farin að kalla okkur danslistamenn til að útmá þessi mörk. Hreyfanleikinn er miklu meiri. Þú getur farið í skóla og haldið námskeið, sett upp sjálfstæð verk, unnið á erlendri grundu og dansað með Dans- flokknum. Hreyfanleiki þinn sem lista- manns fer eftir því hvaða inntaki þú ert að leita eftir sem listamaður hverju sinni. Þetta er svakalega mikil breyting frá því fyrir tíu árum. Þá þótti til dæmis alls ekki fínt að fara að kenna.“ Fjölgun dansara og öskrandi þörf Dansverkstæðið var opnað á hæð við Skúlagötu 28 í byrjun október. „Þegar við horfðum fram á að danshús yrði ekki að veruleika í bráð ákváðum við dansararnir sjálfir að kýla á það að opna dansverk- stæði. Okkur fannst ekki forsvaranlegt að bíða lengur. Danssamfélagið er í hröðum vexti og það er ekki aðeins þörf heldur öskrandi þörf fyrir svona húsnæði. Við sjáum fram á að næstu árin útskrifist fleiri í danslistinni en síðastliðin 15-20 ár samanlagt. Þetta eru allt saman krakkar sem geta ekki beðið eftir því að eitthvað gerist.“ Hún segir þetta spennandi tíma og gaman verði að sjá hvað gerist á næstu árum. „Þó svo að danslistin hafi verið hér í hundrað ár er eitthvað að gerast núna, það eru allir spenntir hver fyrir öðrum,“ segir hún og ljóst er að samhugurinn er mjög mikill. „Samhugurinn er svo mikill að við ákváðum að skrifa okkar eigin dansstefnu og kynna stjórnvöldum. Við fórum í það síðasta vor og sumar,“ segir hún og var stefnan kynnt stjórnvöldum fyrr í vetur. „Þetta er dansstefna næstu tíu ára. Við fórum í það að skilgreina danssamfélagið, greina það sem búið er að gera, það sem vel hefur verið gert og hverju má gera meira af. Við settum niður aðgerðar- áætlun fyrir stjórnvöld og aðra um í hvaða verkefni þarf að ráðast. Það tóku allir í danssamfélaginu þátt í að gera þetta. Þetta var gert á vegum FÍLD og við buðum öllum til þátttöku og það var ríf- andi lukka með þetta og það sameinuðust allir í sameiginlegri framtíðarsýn og stefnu, hvert skal halda.“ Ennfremur ríkir mikill frumkvöðlaandi í danssamfélaginu. „Við fengum styrk frá borginni til að dekka stofnkostnað við Dansverkstæðið. Við lögðum dúka, þrif- um og allt þetta. Andinn er mjög góður. Það er líka skemmtilegt að þetta eru allt konur, þetta er kvennageiri. Við vorum ekki með í uppganginum, náðum ekki inn þá. Núna er niðursveifla og við ætlum ekki að verða eftir þar líka. Við tökum af skarið og sýnum hvers við erum megn- ugar.“ Upplýsingamiðstöð og vinnustofur Annað verkefni sem er að komast í gagn- ið og fylgir Dansverkstæðinu er upplýs- ingamiðstöð, með öllum upplýsingum um íslenskt danssamfélag. Ennfremur eru í Dansverkstæðinu haldnar vinnusmiðjur og boðið er upp á þjálfunartíma fyrir dansara. „Vinnusmiðjurnar eru rými fyrir dans- listamenn til að búa til verkefni sín. Það hefur verið erfitt að finna rými til að búa til dansverk. Ef maður finnur rými sem er nógu stórt eru oftar en ekki tvær súlur í miðjunni eða steingólf, sem gerir það al- veg ómögulegt. Að finna rými sem er nógu stórt, ekki með súlum og viðráð- anlegu gólfi hefur verið mjög erfitt,“ seg- ir hún og bætir við að kostnaðurinn við slíkt hafi líka verið hindrun. „Það er líka svo mikilvægt að komast einhvers staðar inn á viðráðanlegu verði.“ Vinnusmiðjurnar eru margþættar. „Þær eru fyrir eldri danshöfunda til að búa þeim rými til að skapa verk. Þær eru líka fyrir yngri höfunda en að sama skapi viljum við veita þeim faglega ráðgjöf til að efla verk þeirra þannig að þeir geti átt í samtali um innihald og inntak verkanna sinna til að gera þau ennþá betri. Við lít- um svo á að þegar einstaklingurinn er búinn að fara í gegnum þetta ferli hjá okkur verði hann betur í stakk búinn til að byggja upp sjálfstæðan feril sem dans- höfundur. Við reynum ennfremur að hjálpa honum að tengjast erlendis.“ Dansverkstæðið ætlar líka að setja upp gestavinnustofur. „Við danslistamenn höfum verið að fara í svo margar gesta- vinnustofur erlendis að vinna að okkar verkum og nú er komið að því að endur- gjalda greiðann,“ útskýrir hún. Viðhald á vinnutækinu Þjálfunartímar Dansverkstæðisins eru líka mikilvægir, útskýrir Karen María, og segir skort á þeim hafa háð dansgeir- anum. „Við danslistamenn erum háðir líkamanum okkar sem vinnutæki. Hérna á Íslandi höfum við verið að berjast við að hvergi hefur verið hægt að sinna þessari sértæku þjálfun sem dansinn er eftir út- skrift. Það gerir það að verkum að vinnu- tækið lamast mjög fljótt og verður hálf- úrelt. Þú þarft að viðhalda þér faglega og til þess þarftu dansþjálfun. Við ætlum líka að nýta alla erlenda gesti sem koma hing- að og fá þá til að koma í Dansverkstæðið til að kenna.“ Samtök um Danshús voru stofnuð í ágúst. „Þeirra fyrsta verk var að setja á stofn dansverkstæði. Dansverkstæðið með vinnustofunum, þjalfunartímum og upplýsingamiðstöðinni er verkefni sem hefði átt heima í Danshúsinu. Við lítum á þetta sem fyrsta skrefið í átt að Danshúsi. Við erum að byggja upp innviði sem verða seinna meir settir inn í Danshús þegar það kemur einhvern tímann í framtíðinni. Við ákváðum að við þyrftum ekki að bíða eftir húsinu til að geta byrj- að. Þótt við þurfum náttúrlega þak yfir höfuðið fundum við það til bráðabirgða þarna á Skúlagötunni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Við vorum ekki með í uppgang- inum, náðum ekki inn þá. Núna er nið- ursveifla og við ætlum ekki að verða eftir þar líka. Við tökum af skarið og sýnum hvers við erum megnugar. n hver í Nú það er ta er a og fá trax far- slagi. ið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.