Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 13.01.2011, Blaðsíða 3
Pólýfónía, nýjasta plata Apparat Organ Quartet, hefur af mörgum verið sögð besta plata síðasta árs og er það ekki af ástæðulausu. Og það er ekki bara innihaldið sem er gott því plötuumslagið er einnig afbragðsflott. Stofan er nýtt kaffihús við Ingólfstorg þar sem saumastofa var áður til húsa. Þar er mikið af fallegum, gömlum sófum og stólum sem hægt er að hlamma sér í og jafnvel er hægt að grípa í spil við borðstofuborð. Alveg eins og að vera kominn heim til ömmu. Peep Show eru frábærir, beittir, breskir grínþættir sem segja frá sagnfræðinördinu Mark og ónytjungnum Jez sem býr inni á honum. Þeir eiga fátt sam- eiginlegt nema að vera báðir á þrítugs- aldri og lifa einstaklega ótilkomumiklu lífi. Sjöundu seríu er nýlokið og því er af nógu að taka fyrir þá sem hafa ekki enn séð þættina. Monitor mælir með Í SPILARANN 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Monitor Feitast í blaðinu Hvernig var daglegt líf árið 2000? Komdu með í ferðalag aftur í tímann. 4 Ragnhildur Steinunn fær kjánahroll þegar hún horfir á Ungfrú Ísland. Stíllinn gefur góð ráð fyrir skvísur og kemur upp um Nicole Kidman. 8 Íris Mist fimleika- stjarna mælir með afþreyingu fyrir venjulegt fólk og alla hina. 14 Sindri Már í Seabear ljóstrar upp leyndarmálum rótarans Johnny. 13 6 Monitor hefur verið að hita upp fyrir HM í vikunni og á mbl.is má sjá fjölda myndskeiða með landsliðinu og öðru tengdu HM. Áfram Ísland! FYRIR KAFFIÐ TIL AÐ HORFA Á „Ég spurði stelpur á Facebook-síðunni minni hvar þær hefðu farið í silíkon. Ég fékk alveg 248 pósta til baka! Það voru allar að benda á einhvern eða segja „ekki fara til hans, hann eyðilagði brjóstin á mér,“ þannig maður þarf að velja vel. Ég vissi ekki að það væru svona margir læknar hérna sem gera þetta,“ segir glamúrpían Vala Grand en eins og alþjóð veit gekk hún undir kynleiðrétt- ingaraðgerð síðastliðið sumar. Aðgerðin tók mikið á líkamlega en nú segist Vala bráðum verða tilbúin til að klára verkið og fá sér silíkon- brjóst. „Ég er búin að vera rosalega dugleg að byggja mig upp og líkaminn er virkilega að koma til. Þannig að núna er ég tilbúin að fara að skoða þetta en ég fer ekkert í þessa aðgerð einn, tveir og þrír!“ segir hún. Engin draumabrjóst Vala er ákveðin kona og veit yfirleitt nákvæmlega hvað hún vill. Í þessu tilviki ætlar hún þó að gæta sín og ana ekki út í neitt. Hún hefur þó nokkuð góða hugmynd um hvernig hún vill að nýju brjóstin muni líta út. „Ekki of stór og ekki of lítil. Ég vil bara venjuleg brjóst. Ég er ekkert eitthvað að skoða myndir á netinu af brjóstum enda get ég bara fengið að skoða brjóstin á vinkonum mínum ef ég vil,“ segir Vala. Þá segist hún ekki eiga nein draumabrjóst, hún eigi sér enga sérstaka fyrirmynd í þeim efnum. Fólk ekki hrætt við myndavélina Þættirnir Veröld Völu Grand hafa verið í gangi í nokkra mánuði í MBL sjónvarpinu og hafa vakið þar mikla athygli. Vala er ánægð með viðtökurnar. „Það gengur bara ógeðslega vel. Ég er mjög ánægð með viðtökurnar. Ég er samt ekkert að pæla of mikið í þessu, hversu margir horfa á og svoleiðis,“ segir Vala en tugþúsundir fylgjast með þættinum í hverri viku.. Margir af vinum Völu hafa komið fram í þáttunum enda er Vala iðulega með upptökutækið á sér og myndar hún allskonar uppákomur sem verða í kringum hana og vinahópinn. En er fólkið í kringum hana ekkert farið að verða hrætt við hana út af mynda- vélinni? „Nei, alls ekki. Ég passa alveg hvað ég tek upp. Ég er ekki einhver mongó- líti sem bara tekur myndir af öllu,“ segir Vala. „Ég er sko pro!“ Glamúrpían Vala Grand leitar að lýtalækni og ætlar að fá sér sílíkonbrjóst sem allra fyrst. Kominn tími á sílíkon Mynd/Sveinbi Vikan á... Emmsjé Gauti klovn er fyndn- asta mynd sem ég hef séð 10. jan. kl. 22:21 Þorvaldur Davíð Kristj- ánsson Vonandi boð um betri tíma í Súdan. Kosningarnar gætu haft margföldunaráhrif í för með sér og leitt til betri stjórnarhátta víðar í Afríku. 9. janúar kl. 03:40 Egill Einarsson Hvað þýðir þetta “poke” shit á facebook? Er með 180 poke. Hvað er fólk að nota þetta í? 7. janúar kl. 15:13 Logi Geirsson Það er komin nýt síða í loftið takk fyrir ;) Ég er endalaust glaður, njótið vel... www. logigeirsson.is 12. janúar kl. 01:26 ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Vinir Völu á Facebook hafa skiptar skoðanir á því hvert hún á að snúa sér: „Hann hefur rústað brjóstunum á þremur vinkonum mínum,“ segir ein vinkonan um lýtalækni í Reykjavík á meðan önnur mælir með honum. Einn vinur bendir Völu á að fara til Tælands að sækja aðgerðina á meðan aðrir benda henni á að passa að setja púðann undir vöðva. Þá er talað um að einn læknirinn taki 300 þúsund á meðan annar taki um 600 þúsund. „Shitt, maður fer bara á hausinn ef þetta kostar allt 500 til 600 þúsund kall,“ segir Vala. Það er því augljóslega að mörgu að huga. Ljóst er að mikill tími munfara í að fylgjast með íslenska landsliðinu í handknattleik á næstu vikum og ef þú hefur splæst í áskrift máttu búast við miklum gestagangi. Ef þú vilt að HM-stofan þín slái í gegn eru nokkur mikilvæg atriði sem ekki má vanta. Kælir er mikilvægur afaugljósum ástæðum. Stundum virkar ekkert annað en svalandi drykkur til að ná mönnum niður á jörðina. Einnig geta menn skipst á að kæla bolina sína inni í honum. Kleenex-þurrkur verða að veratil staðar, hvort sem vel eða illa gengur. Það er allt í lagi að gráta, sérstaklega á HM. En það sem gerist í HM- stofunni fer ekki lengra. Píluspjald með mynd afStaffan Olsson. Það er fátt skemmtilegra í hálfleik en að níðast á Faxa, sem hefur farið svo illa með Íslendinga. Íslenski fáninn erlykilatriði enda viltu falla inn í hóp- inn þegar þjóðin flykkist út á götu í trylltum fögnuði. Hann er líka góður til heimabrúks. Matur verður að vera tilstaðar til að bæta upp fyrir orkuna sem tapast í hamaganginum og stress- inu. Gott er að eiga lager af frosnum pizzum til að grípa í ef neyðarástand myndast. Borðaðu samt ekki of mikið svo þú fáir ekki samviskubit þegar Alexander Petersson fer úr að ofan. Efst í huga Monitor Ómissandi í HM-stofuna Hemmi Gunn„Á lífsleiðinnimá vera að böl- sýnismaðurinn reynist hafa rétt fyrir sér, en bjartsýnismaður- inn nýtur ferðalagsins betur”. Gerum þetta að góðum og skemmtilegum degi. 10. janúar kl. 07:45

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.