Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 „Ég hanna ekki föt, ég hanna drauma.“ Ralph Lauren. stíllinn Ford-keppnin fer fram 4. febrúar næstkomandi. Hjördís Björg, Helga Kristín, Bryndís Arna, Hrefna Rós og Hildur eru fyrstu fimm stúlkurnar sem Monitor kynnir til leiks. Gisele er fyrirmyndin Hver er reynsla þín af fyrir- sætustörfum? Ég hef verið hjá Eskimo í eitt ár. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Annað hvort hálsinn minn eða mittið. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Gisele Bündchen. Hvað áttu marga vini á Facebook? Úff, kannski 200- 300 eða eitthvað. Hvað er það sjúkasta sem þú hefur séð á netinu? Ógeðslega feit kona sem vill verða feitari. Síðan tekur hún upp á myndavél það sem fólk vill láta hana gera, til dæmis setja á sig hundaól! Hver er heitasti karlmaður í heimi? Erfið spurning. Þeir eru svo margir. Hjördís Björg Hermannsdóttir 16 ára úr Kópavogi Skóli: MK Hjúskaparstaða: Á lausu Jessica Alba er fallegust Hver er reynsla þín af fyrir- sætustörfum? Ekki mikil. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Ég myndi segja hendurnar á mér. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Mamma. Hver er fyndnastur í Friends? Chandler, hann er svo fyndinn. Hver er þinn versti ávani? Ég naga neglurnar þegar ég er stressuð. Hvað er það sjúkasta sem þú hefur séð á netinu? Örugglega „two girls, one cup“. Viðbjóður. Hver er fallegasta kona í heiminum? Vá, þetta er erfitt, þær eru svo margar. Ég myndi segja Jessica Alba. Bryndís Arna Sigurðardóttir 16 ára af Álftanesi. Skóli: FG Hjúskaparstaða: Á lausu Gæti ekki verið án iPhone Hver er reynsla þín af fyrirsætustörfum? Ég byrjaði í 10. bekk eitthvað smá, en fyrir alvöru í sumar. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Örugglega nefið á mér. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Mamma mín. Hvers gætirðu ekki verið án? iPhone-símans míns. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkanskur og ítalskur matur. Ég er alltaf til í þannig mat. Hver er uppáhaldsborgin þín? New York. Hún er svo stór og flott og full af lífi. Uppáhaldsbíómyndin þín? Avatar. Hún er svo vel gerð og raunveruleg. Mjög falleg bíómynd. Helga Kristín Torfadóttir 18 ára úr Kópavogi Skóli: MR Hjúskaparstaða: Á lausu Hver er reynsla þín af fyrirsætustörfum? Ég tók þátt í RFF. Eftir það byrjaði ég hjá Eskimo og núna tekur Ford við. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Augun mín. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Afi minn. Hvað er uppáhaldsnam- mið þitt? Allt. Mér finnst allt nammi gott. Hver er uppáhaldsborgin þín? París, þar er allt fallegt og gott. Ég er að fara þangað í sumar. Besta bók sem þú hefur lesið? Harry Potter. Hvað áttu marga vini á Facebook? Þúsund og eitthvað. Ég er búin að fara tvisvar í enskuskóla svo það er afsakanlegt. Hildur Holgersdóttir 17 ára úr Garðabæ Skóli: MR Hjúskaparstaða: Á föstu Það er allt fallegt og gott í París Hver er reynsla þín af fyrir- sætustörfum? Eiginlega engin fyrir utan þessa keppni. Ég var í Viljanum, sem er skólablað Verslinga. Hvaða líkamshluta ertu ánægðust með? Leggina held ég bara. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Það er hún amma mín. Hver er heitasti karlmað- ur í heimi? Kærastinn auðvitað. Uppáhaldsborgin þín? Nice í Frakklandi. Það er allt svo flott þarna, ströndin, búð- irnar og veitingastaðirnir. Versti ávani hjá fólki? Ég myndi segja óheiðarleiki. Það fer mjög í taugarnar á mér þegar fólk er óheiðar- legt. Hrefna Rós Hlynsdóttir 16 ára úr Kópavogi Skóli: Versló Hjúskaparstaða: Á föstu Óheiðarleiki fer í taug- arnar á mér Myndir: Kristinn og Árni Sæberg Stúlkurnar í

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.