Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 Monitor Aldur: 21 árs. Hjúskaparstaða: Á lausu. Uppruni: Kalifornía og Hafnarfjörður. Á U P P L E IÐ Söngkona í Sykur og Útidúr sem tekur þátt í undankeppni Eurovision um helgina. Rakel Mjöll Leifsdóttir Spennandi Hefur þig alltaf langað til að taka þátt í Eurovision? Nei, reyndar ekki. Það var hringt í mig og ég spurð hvort ég vildi keppa. Ég var svolítið smeik við það fyrst því mér hafði aldrei dottið þetta í hug. Svo leist mér vel á lagið og ákvað að slá til og er mjög spennt fyrir þessu. Ég er ótrúlega ánægð með lagið mitt, svo fékk ég uppáhaldshönnuðinn minn, Unu Kristjáns sem á búðina Royal Extreme, til að klæða mig fyrir kvöldið. Tvær yndislegar vinkonur mínar syngja bakraddir, þar á meðal Sigrún Inga sem er með mér í Útidúr. Þetta verður gúrme-kvöld. Hvert er besta Eurovision-lag allra tíma? Ætli það sé ekki lagið Congratulations sem Cliff Richard söng, algjör klassík. Besta íslenska lagið er samt klárlega Nína. Ertu að læra söng? Já, ég er á öðru ári núna í FÍH að læra djass- söng. Það er mjög gott upp á að læra tæknina en ég ætla mér ekki að fara út í djassinn. Hvort finnst þér skemmtilegra að syngja með Sykur eða Útidúr? Þetta eru gjörólíkar hljómsveitir sem er reyndar frábært og spennandi því þá fæ ég að syngja svo fjölbreytilega tónlist. Sykur er svona elektró-popp og svo er Útidúr folk-indí svo þetta er æðislegt. Það er dásamlegt að geta tekið þátt í svona ólíkum verkefnum, það er ekkert verra en að vera alltaf föst á sama stað. Þú bjóst um tíma í Kaliforníu. Kæmi til greina að flytja aftur þangað og reyna að meika það? Það var dásamlegt að alast upp þar sem ég bjó, í úthverfi San Francisco, en mér finnst þetta kannski ekki fyrir mig í dag. Ég myndi frekar vilja fara til London en það er ekkert á plönunum núna að fara út að meika það. Hvað er framundan hjá þér fyrir utan að reyna að sigra Eurovision? Snilldarhelgi framundan. Er að spila á tónleikum með Útidúr á Bakkus á föstudaginn og svo keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Annars er ég að fara að taka þátt í gjörningi hjá Ragnari Kjartanssyni í Carnegie Museum í Pittsburgh sem er mjög spennandi. Það verkefni stendur yfir allan mars og fram í apríl og svo ætla ég bara að halda áfram í FÍH og búa til tónlist. Jóhanna Guðrún eða Selma Björns? Selma Björns held ég þó ég fíli Jóhönnu Guðrúnu mjög vel. Rihanna eða Lady Gaga? Rihanna því hún er svo töff og röddin hennar er æðisleg. Mynd/Árni Sæberg gjörningur framundan

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.