Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 20.01.2011, Blaðsíða 12
Tegund: Ævintýraleikur PEGI merking: 7+ Útgefandi: Sony Dómar: Gamespot 9 / IGN.com 9 / Eurogamer.net 10 Little Big Planet 2 kvikmyndir Frumsýningar helgarinnar Á föstudaginn hefst frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. 10 myndir verða sýndar á hátíðinni sem stendur til 3. febrúar. SÁ GRÆNI Britt Reid (Rogen) erfir fjölmiðlaveldi föður síns þegar sá síðarnefndi deyr við undarlegar aðstæður. Óvæntur vinskapur myndast milli Britt og Kato (Chou) sem reynist vera einn iðnasti og uppfinningasamasti starfsmaður föður hans. Í fyrsta skipti í lífinu sjá þeir tækifæri til að gera eitthvað sem skiptir máli, að berjast gegn glæpum. Til að nálgast glæpamennina smella þeir sér í hið fullkomna dulargervi, þeir þykjast sjálfir vera glæpamenn. Leikstjóri: Michel Gondry. Aðalhlutverk: Seth Rogen, Jay Chou, Christoph Waltz og Cameron Diaz. Lengd: 118 mínútur. Dómar: IMDB: 6,8 / Metacritic: 3,9 / Rotten Tomatoes: 45% Aldurstakmark: 12 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Egilshöll. Morning Glory Leikstjóri: Roger Michell Aðalhlutverk: Rachel McAdams, Harrison Ford, Diane Keaton og Jeff Goldblum. Lengd: 102 mínútur. Dómar: IMDB: 6,9 / Metacritic: 5,7 / Rotten Tomatoes: 57% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Egilshöll. Flinkur sjónvarpsframleiðandi (McAdams) stendur frammi fyrir þeirri áskorun að blása lífi í þreyttan morgunþátt. Það reynist hægara sagt en gert þar sem stjórnendurnir tveir, málglöð fréttakona (Keaton) og þaulreyndur fréttamaður (Ford) eru í stríði hvort við annað. Margir eiga sér þann draum blautastan að geta búið til sína eigin tölvuleiki. Í vikunni kom út leikur sem lætur þennan draum rætast á einfaldan og skemmti- legan máta. Við erum að tala um leikinn LittleBigPlanet 2 á PlayStat- ion 3, en hann er bæði vandaður ævintýraleikur sem allt að fjórir geta spilað í einu og einnig forrit þar sem leikmenn geta hannað sín eigin borð og tölvuleiki og deilt þeim með öðrum í gegnum netið. Nær endalaus leikur LittleBigPlanet 2 inniheldur frumlegan og fyndinn söguþráð þar sem leikmenn stýra hinum geðgóða Sackboy sem leiðir leikmenn í gegnum fleiri en 20 borð sem staðsett eru í 6 mismun- andi heimum. Borð leiksins eru fjölbreytt og sýna leikmönnum alla þá möguleika sem síðar er hægt að nota við hönnun borða og leikja. Flest borðin ganga út á að hoppa og skoppa um, sveifla sér á milli staða og afgreiða hin ýmsu illmenni. Þegar leikmenn eru svo búnir með söguþráðinn þarf enginn að örvænta því á netinu eru meira en 3 milljónir borða sem leikmenn hafa búið til, en með einföldum aðgerðum er hægt að hlaða þeim niður og spila. Það má því segja að leikurinn sé endalaus. Fyndinn og fjörugur Hönnunarhlutinn hefur verið tekinn algjörlega í gegn og skartar tækjum og tólum sem eru mun auðveldari í meðförum en áður og er tiltölulega einfalt að búa til ný borð og leikjagerðir. Allt sem þarf er smá þolin- mæði og gott ímyndunar- afl. Þannig að þeir sem hafa gaman af fyndnum og fjörugum ævintýraleikjum og vilja eiga möguleika á að búa til eigin borð og deila þeim með öðr- um leikmönnum um allan heim ættu að tékka á LittleBigPlanet 2, en Sackboy eða Sekkurinn snýr hér aftur sterkari en nokkru sinni fyrr. Ólafur Þór Jóelsson Sekkurinn snýr aftur TÖ LV U L E I K U R Tangled (Ævintýralegur flótti) Leikstjóri: Nathan Greno og Byron Howard. Leikraddir: Mandy Moore, Zachary Levy og fleiri. Lengd: 100 mínútur. Dómar: IMDB: 8,1 / Metacritic: 7,1 / Rotten Tomatoes: 88% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin. Rapunzel prinsessu er rænt úr höllinni sinni af hinni göldróttu Gothel og læst í leynilegum turni. Einn daginn kemur þorparinn Flynn Rider að turninum og heillast af Rapunzel og þau gera samning. Nú á hún fyrir höndum sér mest spennandi ferðalag lífs síns. 12 Monitor FIM. 20. JANÚAR 2011 Orkudrykkir eru ekki ætlaðir börnum yngri en 15 ára. Green Hornet

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.