SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 19
P ákuleikarinn Eggert Pálsson man enn eftir sinni fyrstu heimsókn í Háskólabíó árið 1967, þá sjö ára gamall. Húsið var í hans huga eitt það merkilegasta á landinu, svo stórt og mikið auk þess sem það hýsti sinfóníuhljómsveitina. Tæpum áratug síðar spilaði hann á sínum fyrstu tónleikum með sveitinni. „Að fara í kjólfötin í fyrsta sinn fyrir tónleika var ógurlega merkileg stund. Mig minnir að ég hafi ekki einu sinni haft rænu á að skipta um sokka. Þá voru í tísku röndóttir hippasokkar og ég þurfti reglulega að toga buxurnar niður á tón- leikunum svo það sæist ekki í sokkana.“ Eggert spilaði á þríhorn á tónleikunum en stjórnandi var Vladimir Ashkenazy, sem verður einmitt stjórnandi á fyrstu tónleikunum í Hörpu. Eggert segist hafa verið stressaður og fundist hlutverkið svolítið snúið. Ashkenazy hafi hins vegar verið mjög skilningsríkur við hinn sextán ára þríhornsleikara og sagt honum að það væri alveg sama hvað hann gerði: „Just look elegant!“ Hrært í steypu Móðurbróðir Eggerts var einnig í hljóm- sveitinni og hefur Eggert heyrt ýmsar sögur úr starfinu fyrir sína tíð. Til að mynda hafi Jónas Þórir Dagbjartsson og fleiri úr fyrstu kynslóð sinfóníunnar að- stoðað við byggingu Háskólabíós. „Það var svo mikil spenna í loftinu. Þetta átti að vera hús hljómsveitarinnar þannig að þeir mættu bara í vinnugallanum og fóru að hræra steypu.“ Eggert segir eftirsjá að þessari fyrstu kynslóð, sem hafi kunnað svo margar skemmtilegar sögur, meðal annars af hljómsveitarstjóranum Olav Kielland, sem var fyrsti fasti stjórnandi sveit- arinnar. Eggert segir Norðmanninn að sögn hafa verið ansi ágengan. „Á ein- hverri æfingunni var básúnuleikaranum Birni R. Einarssyni sem hafði æft box á yngri árum nóg boðið, hann stóð upp og bauð Olav að koma út fyrir. Það átti að fara í slag. Það þurfti víst að bremsa þá af,“ segir Eggert og hlær. Eggert rifjar upp samtöl sín við Gunnar Þjóðólfsson þúsundþjalasmið sem starf- aði sem rótari hjá hljómsveitinni allt frá því hún flutti í Háskólabíó og fram undir aldamót. Nokkrir eldri félagar áttu það víst til að vera með lítinn vínkút í skápn- um sínum í kjallaranum sem þeir laum- uðust í á æfingum. Einn laugardags- morgun þegar Gunnar kom í Háskólabíó var einn hljóðfæraleikarinn mættur. Hann var þá búinn með allt áfengið heima hjá sér en vildi komast í kútinn í skápnum sínum. „Í þá daga voru engar morgunæfingar á föstudögum líkt og nú. Eftir tónleika á fimmtudagskvöldum fór hljómsveitin yf- irleitt beint út á Mímisbar og svo var mis- jafnt hve fljótt spurðist til þeirra eftir það. Gunnar sagðist stundum hafa þurft að hringja í fólk fyrir æfingu á mánu- dagsmorgnum sem var enn að jafna sig eftir fimmtudagstónleikana.“ Kuldatrekkur og leki Að sögn Eggerts hefur hljómsveitin lengi glímt við það vandamál að skrýtið veð- urkerfi þrífst á sviðinu. Heita loftið stígi upp og kalda loftið komi niður úr turn- inum og leiti fram á sviðið. Á veturna myndist líka rosalegur kuldatrekkur. Fiðlu- og sellóleikararnir séu oft á tíðum kappklæddir yst á sviðinu. „Það var einhvern tímann hugmynd að fá veðurfræðing hingað á svæðið til að segja okkur hvað við gætum gert til þess að bæta veðurfarið á sviðinu.“ Auk þess lak þakið svo mikið að á tímabili voru fimmtán til tuttugu fötur úti um allan sal til þess að taka við drop- unum. Eggert segir hljóðið þegar drop- arnir féllu úr loftinu í föturnar hafa minnt á dropasteinshelli. Það hafi meira að segja lekið beint fyrir ofan stjórnand- Eggert Pálsson pákuleikari. Óðurinn til Háskólabíós Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur haft aðset- ur í Háskólabíói í hálfa öld. Nú hefur hún flust yfir í tónlistarhúsið Hörpu, en ýmsar sögur lifa áfram frá bíódögunum. Fjórir hljóðfæraleikarar líta yfir farinn veg. Texti: Kolbeinn Tumi Daðason Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.