SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Blaðsíða 35
15. maí 2011 35
Stefán Jasonarson í Vorsabæ er mörgum minnisstæður
fréttaritari. Hann sagði fréttir úr sínum heimahaga, Gaul-
verjabæjarhreppi í Flóa. Stefán talaði vandað íslenskt mál
með bjartri og skýrri röddu og var alltaf glaðbeittur eins
og titillinn á ævisögu hans, sem kom út 1991 vísar til.
Stefán fæddist árið 1914 og gerðist fréttaritari Rík-
isútvarpsins árið 1958 og var fréttaritari sjónvarpsins frá
stofnun þess 1966. Hann gegndi þeim störfum um árabil.
Í ævisögu sinni Stefán í Vorsabæ: Alltaf glaðbeittur,
sem Páll Lýðsson skráði, segir Stefán frá eftirminnilegu
atviki í fréttaritarastarfinu: „Eitt sinn um haust sendi ég
frétt úr uppsveitum Árnessýslu er eftirleitarmenn fóru inn á afrétt í
fjórðu leit á vélsleðum. Þeir fundu allmargt fé og óskuðu aðstoðar
heimamanna við að „flytja kindurnar til byggða,“ eins og komist var að
orði í fréttinni.
Í hádegisfréttum útvarpsins næsta dag er fréttin lesin þannig m.a.:
„Leitarmenn kölluðu á heimamenn til aðstoðar að sækja féð til byggða!“
Seinna var spurt í útvarpsþætti um daglegt mál hvort rétt hefði verið
orðuð frétt fréttaritarans í Árnessýslu „að kindurnar hefðu verið sóttar
til byggða“? Stjórnandi þáttarins kvað svo ekki vera. Leitarmenn sóttu
féð inn á afréttinn en heimamenn hjálpuðu til að flytja það til byggða,
sagði maðurinn. Svo leit ég einnig á málið er ég símaði fréttina. Er aftur
var spurt í sama þætti og nú af öðru landshorni og sama svar gefið og
áður þraut mína þolinmæði: Ég fékk að sjá í skjalasafni fréttastofu út-
varpsins möppuna með margnefndri frétt minni. Þar sást að fréttamað-
urinn sem ég talaði við hafði hér breytt þýðingarmiklu orði mína á hinn
versta veg. Hver fékk svo skaðann og skellinn? Menntamaðurinn sem
kannske aldrei hefur smalað fé af fjalli eða fréttaritarinn sem hefur farið
12 sinnum til fjárleitar á afrétt á haustin og þar með tekið þátt í að sækja
sauðféð inn á afrétt og flytja það til byggða?“
Féð flutt til byggða
Stefán
Jasonarson
Spurð hvernig fréttritararnir voru
valdir til starfa segir Margrét það ekki
hafa verið flókið. „Það var fenginn ein-
hver áreiðanlegur maður sem var nálægt
atvinnulífinu. Þetta var allt fólk sem var
gott í íslensku. Það þurfti ekki að leið-
rétta ambögurnar hjá fréttariturunum.
Ég man aldrei eftir leiðinlegum eða
ónotalegum fréttaritara. Þeir voru greið-
viknir og hjálpsamir en sumir voru
kannski skemmtilegri en aðrir.“
Með breyttum samgöngum og nýrri
tækni breyttist hlutverk fréttaritarana.
„Það sem gerbreytir þessu eru svæð-
isstöðvarnar, þá fara þær að safna frétt-
um í sínu umdæmi. Það er stærsta breyt-
ingin og svo auðvitað samgöngurnar.
Fréttaritarakerfið var aldrei lagt formlega
niður en það breyttist með nýjum sam-
göngum og þá var ekki endurnýjað. Ég
man ekki til þess að nokkrum fréttaritara
hafi verið sagt upp. Við vorum í allt
öðruvísi þjóðfélagi á sjöunda áratugnum
en við erum í núna. Þá var fréttastofa út-
varpsins héraðsfréttablað fyrir allt landið
eins og Margrét Indriðadóttir sagði. Það
var litið á útvarpið sem þjónustufyrirtæki
fyrir almenning og var fréttaritarakerfið
hluti af þeirri þjónustu,“ segir Margrét að
lokum.
Heimild: Gunnar Stefánsson. 1997. Út-
varp Reykjavík: Saga Ríkisútvarpsins
1930-1960. Sögufélag, Reykjavík.
Fréttaritararnir fluttu fjölbreyttar fréttir af atvinnu- og menningarlífi, þeir sem voru í sveit settir sögðu meðal annars frá heyfeng og fallþunga dilka. Ljósmyndin er af Egilsstaðabúinu.
Morgunblaðið/Kristján Einarsson
Þegar Margrét E. Jónsdóttir hóf störf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu árið 1962 var
fréttaritarakerfið um landið mjög þétt að hennar sögn.
Morgunblaðið/Kristinn
„Mig langar til að minnast á einn óformlegan fréttaritara sem var aldrei minnst á og
fékk aldrei neitt borgað en er trúlega skrifuð sem heimildarmaður. Það var Anna
Jónsdóttir kona Torfa Hjartarsonar sem var mjög lengi sáttasemjari ríkisins.
Samningafundir fóru þá mjög oft fram í Alþingishúsinu og það var allt of dýrt að hafa
fréttamann þar heilu næturnar á vakt. Þá var alveg pottþétt fyrir fyrstu fréttir á
morgnana að hringja heim til Torfa og Anna kona hans vissi nákvæmlega svarið við
þeim tveimur spurningum sem þurfti að fá svar við: Hvenær lauk fundi og hefur nýr
verið boðaður og hvenær? Hún tók þessu alltaf vel og af miklum skilningi en vildi
náttúrulega alls ekki vekja manninn sinn. Það var alltaf hægt að treysta Önnu í því
hvenær fundi hafði verið lokið og hvenær nýr hafði verið boðaður,“ segir Margrét og
hlær.
Óformlegur fréttaritari