Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 10
10 sveitinni Aria sem var mjög vinsæl í Færeyjum. Ég fæ enn kjánahroll við að skoða myndir frá þessum tíma en einn daginn mun ég hlæja að þessu með afabörn- unum. Ég var þekktur fyrir tónlistina en svo var ég líka karlkyns klippari. Það vakti mikla athygli enda var ég einn af þremur slíkum á eyjunni. Það þótti ekki mjög karlmannlegt og ýmsir orðrómar komust á kreik. Hefur fólk dregið í efa að þú sért gagnkynheigður vegna starfsins? Um 70% karlkyns klippara eru samkynhneigðir svo það er eðlilegt að fólk álykti að ég sé það líka. Auðvitað fékk ég á mig einhver skot um að ég væri hommi en það hefur aldrei pirrað mig. Mér hefur alltaf staðið á sama hvað fólk segir um mig og það hefur aldrei komið til greina að hætta við eitthvað út af því hvernig fólk gæti talað um það. Aftur á móti er mér ekki skítsama hvað ég gef af mér. Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk kippir sér ekki upp við að ég sé gagnkynhneigður karlkyns klippari þó einhverjir durgar kalli mig kannski hommatitt eða eitthvað svoleiðis. Hvað ertu að gera núna? Ertu hættur að klippa? Ég hætti að klippa og kláraði háskólabrúna hjá Keili en núna er ég bara að syngja og vinna sem tónlistarmað- ur. Í raun og veru er ég að lifa drauminn minn sem er frábært. Ég er að vinna í næstu plötu sem kemur vonandi út á næsta ári en það er aldrei að vita, þetta gerist hægt og rólega. Monitor FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Fólk kippir sér ekki upp við að ég sé gagnkynhneigður karlkyns klippari þó einhverjir durgar kalli mig kannski hommatitt eða eitthvað svoleiðis.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.