Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 4
Úrslitin í Söngva- keppni Sjónvarps- ins fara fram um helgina. Monitor fékk þrjá Eurovision- spaka aðila til að tjá sig um lögin. Skandall ef Eldgos vinnur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður, er forfallinn Eurovision-aðdáandi og hefur tvisvar sinnum farið út að horfa á keppnina, fyrst til Aþenu 2006 og svo aftur til Osló í fyrra. Hún segir að þjóðin geti verið mjög sátt við sitt ef Jóhanna Guðrún eða vinir Sjonna Brink fara til Düsseldorf en hún telur þó að lag Jógvans sé nútímalegast og myndi líklega vegna best. Hún segir hins vegar að það yrði skandall ef Eldgos myndi sigra. „Þetta lag er alltof passívt fyrir Eurovision.“ „Það vinnur á en myndi ekki henta á sviðinu í Düsseldorf.“ „Mér finnst hún náttúrulega frábær flytjandi og lagið verður líka skemmtilegra eftir því sem maður heyrir það oftar. Það minnir mig samt svolítið á Nætur með Siggu Beinteins. Hún væri náttúrulega frábær en hún þarf sterkara lag til að fara aftur út finnst mér.“ „Mér finnst þetta lag bara hræðilegt. Það yrði bara hræðilegur skandall ef við myndum senda það.“ „Það er lagið sem mér finnst að eigi að fara út. Hann er bara svo ótrúlega sjarmerandi. Mér finnst lagið kannski ekki alveg fullkomið en ég held að það sé hægt að gera það mjög gott.“ „Magni ætti vel heima í Eurovision og ég held hann myndi pottþétt vekja mikla athygli. En ekki með þetta lag.“ „Þetta er rosalega sætt lag og ég yrði ekkert ósátt þótt það færi út. Þetta eru sætir strákar og það væri gaman að sjá þá á sviðinu og þeir myndu örugglega skemmta sér bráð- vel í Düsseldorf. Ég yrði ekki hissa ef það yrði fyrir valinu, en ég veit ekki hvort því myndi vegna vel í keppninni.“ Skemmtilegasta lagið ekki endilega besta lagið Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður, er einn mesti tónlistarspekúlant Íslands og hefur skoðanir á flestu er við kemur tónlist. Honum finnst lagið Eldgos skemmtilegasta lagið en hann vill samt ekki meina að það sé besta lagið. Bestu lögin séu Ef ég hefði vængi í flutningi Halla Reynis og Ég lofa í flutningi Jógvans. Hann segir jafnframt að hinn vinalegi og alúðlegi Jógvan sé aðili sem væri skemmtilegt að setjast með yfir bjór. „Mjög gott lag. Trúbadúrataugar Halla njóta sín vel í laginu, viðlagið er flott og grípandi, flutningurinn látlaus og einfald- ur. Spurningin er bara þessi, er þetta nógu Evróvisjónlegt til að komast áfram?“ „Erna er frábær söngkona og bjargar því sem bjargað verður hér. Lagið er nefnilega alls ekki nógu sterkt, of sérkennalaus ballaða. Það vantar fleiri toppa og meiri dramatík.“ „Svipað dæmi hérna. Stórkostleg söngkona en fremur litlaus lagasmíð. En hver veit, Jóhanna tók Is it True í hæstu hæðir hér um árið, en það lag virtist hálf snautlegt í undankeppninni.“ „Þetta lag er auðvitað algjör snilld. Sturluð snilld. Fer viljandi marga hringi en svei mér þá, maður er farinn að humma lagið af krafti! Það er svo mikill Rammstein í þessari þjóð.“ „Ég er ánægður með Jógvan. Hann er svona gaur sem maður væri til í að drekka bjór með, ef ég gerði slíkt, vinalegur og alúðlegur og það smitast út í flutninginn. Lagið er ekta Evrólag, stórt og mikilúðlegt, með hækkunum og öllu draslinu. Og fantavel flutt af Jógvan.“ „Magni er eins og stúlkurnar sem ég hef rætt um, söngvari í heimsklassa en þetta lag er ósköp flatt og leiðinlegt. Mjög formúlukennt og eiginlega hálf þunglamalegt. Magni gerir sitt besta þó.“ „Glaðlynt lag og skemmtilegt og það virkar, alveg eins og Rennibrautin hans Sjonna í fyrra. Það er „ligeglad“ danskur keimur yfir því, nett „Vaudeville“ líka og það er ofsagrípandi. Strákarnir fluttu þetta líka mjög skemmtilega.“ Vildi sjá meiri elektróníska tónlist Haffi Haff fangaði fyrst almennilega athygli Íslendinga þegar hann tók þátt í Söngva- keppni Sjónvarpsins með laginu Wiggle Wiggle Song árið 2008. Hann segir að þótt lögin sem keppi núna séu falleg og lista- mennirnir góðir þá skilji hann ekki hvers vegna Íslendingar sendi ekki eitthvað nýtt, eins og til dæmis elektróníska tónlist. „Við gætum sigrað heiminn ef við gerðum það,“ segir hann. Persónulega er hann hrifnastur af lögunum Aftur heim og Ég lofa en hann grunar samt að Jóhanna Guðrún ætti líklega bestu möguleikana á að ná langt í Düsseldorf. „Þetta er fullkomlega íslenskt lag og frábært fyrir það. Það væri frábært á Þjóðhátíð en ég er ekki viss um að það myndi standa nógu mikið upp úr í Eurovision. Maður veit samt aldrei.“ „Ég elska hana og hún er stórkostlegur söngvari og frábær manneskja. Og lagið er líka mjög fallegt. Ég hef samt örlitlar áhyggjur af því að það sé aðeins of rólegt. Hún flytur það samt rosalega vel.“ „Lagið er mjög fallegt og Jóhanna er auðvitað frábær listamaður. Ég kann mjög vel að meta hana. Ég er samt ekki viss hvers vegna hún vildi snúa aftur svona snemma. Hún stóð sig svo frábærlega síðast að hún þarf ekki að vinna þessa keppni. En kannski mun það hjálpa að fólk man eftir henni.“ „Það er virkilega áhugavert! Það er svona yfir-dramatískt og ég verð að viðurkenna að ég hef svolítið gaman af því. En viljum við virkilega vera að rifja upp þetta eldgos sem setti samgöngur heillar heimsálfu í rúst? Ég er alls ekki viss um það.“ „Minnir mig á Killers og Coldplay og það er mjög áhrifaríkt. Ég held að hann langi virkilega mikið til að taka þátt í þessari keppni og er tilbúinn að leggja sig allan fram til þess. Þetta er mjög gott lag fyrir hann. Það er kraftmikið en líka ljúft í upphafi, svo honum tekst að tengja við áhorfendur. Þetta er algerlega einn af aðalkeppendunum.“ „Ég fíla Magna mjög mikið og það hvernig hann breyttist svona mikið þarna fyrir nokkr- um árum. En miðað við hvað lagið er dram- atískt þá finnst mér vanta meira „show“. Ég vildi helst sjá hann alveg brjálaðan í hlýrabol og sannfæra okkur að hann „trúi á betra líf“. Hann þarf að fara alla leið með svona lag, þá nær hann til áhorfenda.“ Hver fer til Þýskalands? Ef ég hefði vængi Halli Reynis Ástin mín eina Erna Hrönn Ólafsdóttir Nótt Jóhanna Guðrún Eldgos Matti Matt og Erla Björg Káradóttir Ég lofa Jógvan Hansen Ég trúi á betra líf Magni Aftur Heim Vinir Sjonna Brink Lag 1 Lag 2 Lag 3 Lag 4 Lag 5 Lag 6 Lag 7 Uppá hald ! Uppá hald ! Uppá hald ! Líklegast til árangurs úti ! Líklegast til árangurs úti !Líklegasti sigur vegar inn ! Líklegastisigurvegarinn ! Líklegasti sigur vegar inn ! Líkle gast t il árang urs ú ti ! Uppá hald ! Uppá hald ! 4 Monitor FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 „Þarna eru komnir frábærir listamenn sem við elskum öll og við söknum auðvitað eins. Það er erfitt að vita hvort fólk kjósi lagið í samúðarskyni eða fyrir lagið sjálft. Hver sem útkoman verður þá finnst mér þetta frábært lag. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri það og það snertir mig mikið.“

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.