Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 14
Kvikmynd Ég verð eigin- lega að fá að nefna tvær myndir. Það eru myndirnar City of God og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Sú fyrri er bara eitthvað svo góð og sú seinni er bara eitthvað svo yndisleg. Sjónvarpsþáttur Breska og uppruna- lega útgáfan af The Office er bara það besta sem nokkur maður á þessari plánetu hefur gert. Aldrei hefur nokkur þáttur fengið mig til að hlæja jafn mikið og líða jafn illa á sama tíma. Bók Ég verð bara að viðurkenna það að ég hef ekki lesið bók í mörg ár. En ég var alltaf mjög hrifinn af Dagbók Berts þegar ég var yngri og átti allar bækurnar. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Síðast en ekki síst » Valdimar Guðmundsson, tónlistarmaður, fílar: LOKAPRÓFIÐ fílófaxið LIGHTS ON THE HIGHWAY Café Rósenberg 21:00 Hljómsveitin Lights on theHighway kemur saman á Rósenberg og hyggjast þeir syngja sig inn í hjörtu viðstaddra. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. THE JIMI HENDRIX PROJECT Sódóma Reykjavík 21:00 Tónleikar þar sem hljóm-sveitin The Jimi Hendrix Project flytur lög af plötunum Are You Experienced, Axis: Bold as Love og Electric La- dyland, sem allar eru úr smiðju Jimi Hendrix. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en aðeins verður tekið við reiðufé. fimmtud10feb skólinn GRETA SALÓME OG FÉLAGAR Café Rósenberg 22:00 Fiðluleikarinn Greta SalómeStefánsdóttir blæs til tón- leika ásamt 15 manna fylgdarliði. Þar verður flutt ýmis konar tónlist, til dæmis kántrí, sígaunatónlist og djass, en einnig verða nokkur lög sungin. Miðaverð er 1.500 krónur. STÓRTÓNLEIKAR TIL STYRKTAR VINI Faktorý 23:00 Hljómsveitin Who Knewblæs til tónleika til styrktar vini sínum, Pétri Kristjáni Guðmundssyni, sem nýlega lenti í alvarlegu slysi og er í end- urhæfingu á Grensásdeild. Þeir njóta liðsinnis félaganna í Retro Stefson og Of Monsters and Men. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. föstudag11feb SÖNGVAKEPPNIN Á STÓRA SKJÁNUM Prikið 20:20 Prikið er með puttann ápúlsinum og sýnir beint frá úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins á stóra skjánum. Að því loknu tekur DJ Danni Deluxe við. A BAND ON STAGE Café Rósenberg 22:00 Hljómsveitin A Band onStage flytur blandað prógram þar sem meðal annars verða flutt lög eftir nokkra þekktustu tónlistarmenn í heimi. Hljómsveitin verður einnig með tónleika á sama stað á sunnudagskvöld klukkan 21. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. GLYMSKRATTINN: VAGG- ANDI OG VELTANDI Sódóma Reykjavík 22:00 Rockabilly‘N‘Roll-kvöld ávegum X-ins 977 á Sódómu þar sem fram koma The 59‘s, Langi Selur & Skuggarnir, Blues Willis, Arnar Ingi (The Johnny Cash Kid) og DJ Óli Dóri. Fjörið hefst klukkan 22. AFMÆLI TECHNO.IS Faktorý 00:00 Techno.is heldur upp á sexára afmæli sitt og á sama tíma fer fram árslistakvöld þeirra. Fram koma Exos, Balrock (Plugg‘d), A.T.L, Invert, Richard Cuella, Danni Bigroom og fleiri. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. PÁLL ÓSKAR Á NASA Nasa 00:00 Nasa fagnar 10 ára afmælisínu á þessu ári og stendur af því tilefni fyrir afmælistónleikaröð. Fyrsti listamaðurinn er poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson, sem mun syngja öll sín heitustu lög og þeyta skífum um nóttina. Miðaverð 1.000 krónur og bjórinn á 500 kall. laugarda12feb SÓDÓMA Föstudagskvöld 23:30 „Þetta verður vanskapað. Við tókum Ísafjörð og Akureyri um síðustu helgi og nú förum við í rokkhosurnar. Við erum búnir að leggja einn eða tvo lóka á Prikinu í gegnum tíðina, nú er kominn tími á Sódómu,“ segir Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca. Hljómsveitin XXX Rottweiler verður með tónleika á Sódómu klukkan 23:30 á föstudagskvöldið. Miðaverð er þúsund krónur og standa herlegheitin yfir langt frameftir nóttu. „Samfés var að setja strangar reglur um klæðaburð á dögunum. Það gerum við líka. Fólk má ekki vera í neinu að neðan á tónleikunum,“ segir Erpur. Úr að neðan með Rottweiler | 10. febrúar 2011 | Plata For Emma, Forever Ago með Bon Iver. Ég fæ bara ekki nóg af þessari plötu. Get alltaf hlustað á hana. Ég þurfti aðeins að melta hana, en eftir það var ég farinn að engjast með greyinu honum Justin Vernon. Vefsíða Ég skoða Youtube.com alveg ofboðslega mikið og get gleymt mér í marga klukkutíma að horfa á kisuvídjó, hlæjandi krakka og fyndin nagdýr. Ég stunda Facebook líka synd- samlega mikið og ætti í raun bara að skammast mín. Staður Paddy´s í Kefla- vík. Einstaklega þægilegt andrúmsloft sem minnir á Cheers því allir þekkja alla. Líka mjög skemmtilegur tónleikastaður. Myndast yfir- leitt rosalega góð stemmning á tónleikum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.