Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Oft virðist sem fallega og fræga fólkið sé að öllu leyti fullkomið þegar að útlitinu kemur. Við getum þó huggað okkur við að samofnar tær, útstæð eyru og mislangir fætur eru líka til í Hollywood. Líkamlegir gallar stjarnanna MEGAN FOX Skrítnir þumlar Hin sjóðheita Megan Fox er með svo- kallað brachydactyly sem þýðist úr grísku sem stuttir fingur en ástandið lýsir sér hjá henni í skrítnum þumal- fingrum. Þeir eru stubbalegir en þetta lýti hefur engin áhrif á notkun fingranna svo Megan lifir eðlilegu lífi þrátt fyrir erfðagallann. Mögulega ekki svo eðlilegu lífi þar sem hún er Hollywood-stjarna. ASHTON KUTCHER Samofnar tær Samofnar tær leikarans Ashtons Kutcher hafa oft fengið að vera í sviðsljósinu en hann er ekki feiminn við að sýna þær. Tvær tær hans eru fastar saman næstum alla leið upp að nöglum. Leikarinn Dan Aykroyd er einnig með samofnar tær. RIVERS CUOMO Mislangir fætur Forsprakki hljómsveitarinnar Weezer fæddist með annan fótinn fimm sentimetrum styttri en hinn. Cuomo lét laga mismuninn á fullorðinsárun- um með aðgerð þar sem brjóta þurfti annan fótlegginn. Eftir aðgerðina þurfti hann að ganga með spelkur í margar vikur og láta teygja á öðrum fótleggnum nokkrum sinnum á dag. VINCE VAUGHN Stuttur þumall Þegar Vince Vaughn var 17 ára missti hann fremsta hluta þumalfingurs hægri handar í bílslysi. Hann hefur gert mikið grín að því að þumalputt- inn líti nú út fyrir að vera eins og limur með nögl á og er ekki hræddur við að sýna líkindin. BILLY CORGAN Vínrauðir blettir Smashing Pumpkins-söngvarinn var fæddur með Klippel-Trenauney- heilkenni sem lýsir sér í stórum vínrauðum blettum í vinstri lófa hans. Heilkennið hefur áhrif á blóðflæði líkamans en það virðist ekki hafa hindrað Corgan í að syngja og spila á gítar. JOAQUIN PHOENIX Laglegt ör Algengur misskilningur er að örið í andliti Joaquins Phoenix sé vegna þess að hann hafi verið holgóma og látið laga það en í raun fæddist hann svona. Reyndar er talið að hann hafi verið næstum því holgóma sem fóstur og því hafi örið komið meðan á meðgöngunni stóð. JENNIFER GARNER Stór lítil tá Það kemur kannski á óvart að eitthvað sé að hinni íðilfögru Jennifer Garner en hún er með fremur krútt- legan galla. Garner er með svokallað brachymetatarsia sem lýsir sér hjá henni í því að litla táin fer yfir hinar tærnar. GERARD BUTLER Útstætt eyra Skoska kyntáknið Gerald Butler komst að því þegar hann krúnurakaði sig fyrir hlutverk í kvikmynd að annað eyra hans stendur töluvert meira út en hitt. Þegar Butler var barn þurfti hann að fara í aðgerð á hægra eyranu og varð heyrnarlaus á því eftir hana sem hafði einnig þau áhrif að hægra eyrað stendur út. Butler grínast mikið með að sminkur þurfi ítrekað að líma annað eyra hans við höfuðið fyrir tökur. LILY ALLEN Þrjár geirvörtur Söngkonan breska er með þriðju geirvörtuna á vinstra brjósti sínu og hefur hún ekki verið feimin að sýna hana. Geirvartan er eins og stór frekna og hún skammast sín ekkert fyrir hana enda eru fleiri stjörnur með þriðju geirvörtuna, til dæmis Mark Wahlberg og Carrie Underwood.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.