Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir er nýkjörin Ungfrú Reykjavík. Hún er skipulagðari en hnitakerfið og hefur alltaf nóg fyrir stafni. Í vetur hefur Sigga, eins og hún er kölluð, gegnt starfi formanns Nemenda- mótsnefndar Versló sem setur upp söngleikinn fyrir skólann. Í vor útskrifast hún úr menntaskóla ásamt því að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún hefur fundið fyrir aukinni athygli frá karlkyninu eftir krýninguna enda sætasta stelpan í Reykjavík um þessar mundir. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í Ungfrú Reykjavík? Æskuvinkona mín sem tók sjálf þátt fyrir tveimur eða þremur árum skráði mig án þess að ég vissi af. Svo þegar bréfin sem boðuðu í prufur voru send út hringdi hún í mig og hélt ræðu til að sannfæra mig um að taka þátt. Hún sagði að þetta væri alveg málið fyrir mig og hvatti mig til að fara að minnsta kosti í prufurnar. Hvernig fóru prufurnar fram? Fyrst fengum við svakalega langan spurningalista sem við þurftum að svara og svo var tekið stutt viðtal við okkur. Stuttu seinna fengum við að vita hvort við kæmumst áfram í næstu umferð. Umsjónarmenn keppninnar náðu reyndar ekki í mig svo ég hélt eiginlega að ég hefði ekki komist áfram. Einhverra hluta vegna hringdi ég til að athuga hvort það væri búið að tilkynna hverjir kæmust áfram. Þá sögðu þau mér að ég hafi komist í gegn og ætti að mæta daginn eftir í áframhaldandi prufur. Ef ég hefði ekki hringt hefði ég líklega ekkert tekið þátt í keppninni. Hvað gerðir þú til að undirbúa þig fyrir keppnina? Um miðjan janúar fékk ég að vita að ég væri komin inn í keppnina og þá var allt á fullu í undirbúningi Nemendamótsins svo ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta. Ég breytti mataræðinu og var alltaf með ávexti með mér til að borða yfir daginn. Auðvitað leyfði ég mér að borða venjulegan mat í kvöldmat en sleppti því að fara og fá mér að borða í Kringlunni í hádeginu og svoleiðis. Ég borða líka aðeins of mikið af hvítu hveiti vanalega svo ég minnkaði það. Fannst þér samkeppnin hörð innan hópsins? Eiginlega ekki. Mér fannst við allar svo jafnar og hver sem er hefði getað unnið. Þó þetta heiti fegurðarsam- keppni snýst hún ekki bara um fegurð heldur líka ýmislegt annað. Ég var smeyk fyrirfram um að það yrðu einhverjar að reyna að eyðileggja fyrir hinum en svo var bara aldrei neitt svoleiðis í gangi. Eftir allar fegurðarsamkeppnir tala keppendurnir um hvað þær hafi eignast æðislegar vinkonur. Ger- ist þetta í alvöru eða hataðir þú kannski stelpurnar sem kepptu á móti þér? Þegar við vorum byrjaðar í keppninni fór ég einmitt og skoðaði myndbönd á netinu þar sem stelpur úr fyrri keppnum voru að segja hvað þetta væri skemmtilegt og hvað þær höfðu eignast margar vinkonur. Ég hélt þetta væri bara bull og vitleysa en svo er það alveg satt. Heiðar snyrtir sagði við okkur að hann hafi sjaldan séð jafn samrýndan hóp í svona keppni og bað okkur um að halda vinskapnum áfram. Hvað stendur upp úr frá undirbúningstímabilinu? Við vorum mikið að æfa sýninguna sjálfa á Broadway, bæði til að æfa okkur að ganga og dansa. Mér fannst það langskemmtilegast því þar þurftum við líka oft að bíða og gátum spjallað og kynnst vel. Oftast þurfti að sussa á okkur því við töluðum svo mikið. Það var skemmtilegast að kynnast þessum stelpum. Var mikil pressa á keppendum varðandi holdafar þeirra? Nei, engin svoleiðis pressa. Við fórum á fund með Dísu í World Class og hún sagði okkur að við fengjum kort í ræktina og ráðlagði okkur að hugsa fyrst og fremst um okkur sjálfar. Hvað við vildum bæta og hvernig við vildum líta út á sviðinu. Sumar vilja kannski hætta að borða ís og sumar vilja fara tvisvar í viku í ræktina. Þær sem þurftu að taka sig á gerðu það ef þær vildu og þetta var allt undir manni sjálfri komið sem er frábært. Þurftir þú að grenna þig mikið? Fyrst hugsaði ég að ég þyrfti að grenna mig. Svo lærði ég í undirbún- ingnum að maður þarf að vera sáttur við sjálfan sig og ekki vera að miða sig við allar hinar. Manni finnst alltaf allir aðrir flottari en maður sjálfur. Hvað var erfiðast við keppnina? Ég kveið mest fyrir að koma fram á bikiníi en um leið og ég var búin að því í prufunum fannst mér það alveg í lagi. Hvað finnst þér um þá gagnrýni sem fegurðar- samkeppnir hafa fengið í gegnum árin? Að þetta brjóti niður sjálfsmynd stúlkna og hvetji jafnvel til átröskunar. Ég get auðvitað ekki talað fyrir þær sem hafa tekið þátt í fyrri keppnum og kannski var þetta svoleiðis einu sinni en ekki í dag. Ég man eftir skuggalega grönnum stúlkum í Ungfrú Reykjavík einhvern tímann en núna eru þetta bara venjulegar stelpur sem eru alveg með mjaðmir, rass og brjóst. Ég fékk meira sjálfstraust út úr keppninni og hvatningin var einungis í átt að heilbrigðari lífsstíl. Mér finnst fyrirsætubransinn frekar hvetja til átröskunar. Ég fékk sjálf að heyra þegar ég var fimmtán ára að ég væri með of stórar mjaðmir fyrir tískubransann. Það er ekki gáfulegt að segja svoleiðis við fimmtán ára stelpu en sem betur fer er ég sterkur persónuleiki og tók það ekkert inn á mig. Ef ég hefði verið með lítið sjálfstraust hefði svona athugasemd getað leitt til allskonar rugls. Hvað gerir þú til að halda þér í formi? Kíki í ræktina og fer að hlaupa. Ég lærði í keppninni að það er líka sniðugt að lyfta. Ég hélt alltaf að það gerði alla massaða en lyftingar eru líka góð brennsla og mér fannst það skila góðum árangri. Átt þú þér eitthvert fegurðarleyndarmál? Ég nota rosalega mikið rakakrem og gæti aldrei lifað án þess. Það er kannski eitthvert fegurðarleyndarmál. Ég fann reyndar mjög mikinn mun þegar ég hætti að drekka gos fyrir keppnina, bæði í húðinni og öllum líkaman- um. Eru allar fegurðardrottningar hógværar eða vissir þú allan tímann að þú myndir vinna? Mig grunaði þetta alls ekki og þetta kom mér mikið á óvart eins og sést kannski á myndbandinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Ég bjóst ekki við þessu og man meira að segja að ég sagði við stelpurnar áður en við gengum á sviðið fyrir krýninguna: „Ok, stelpur, sú sem vinnur verður að fara að gráta, annars verð ég brjáluð!“ Svo komu engin tár hjá mér og stelpurnar skömmuðu mig. Ég hugsa nú samt að það hafi einhvern tímann verið stelpur sem hafa unnið og búist við því allan tímann. Hvað finnst þér þú hafa fengið út úr því að taka þátt í Ungfrú Reykjavík? Eins og vinkona mín sem skráði mig benti mér á er þetta rosaleg góð reynsla, sérstaklega hvað varðar framkomu. Maður lærir að tala fyrir framan fólk, koma fram og sjálfsöryggið batnar. Ekki það að ég hafi verið með lágt sjálfstraust fyrir en núna er það öðruvísi. Svo lærum við auðvitað að standa ekki með opið klofið í sundfötum og ýmislegt kvenlegt. Hvenær hefst undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland? Ég get náttúrlega byrjað að undirbúa mig núna þó ég taki mér líklega smá-hvíld og einbeiti mér alveg að skólanum. Annars held ég að sjálft undirbúnings- ferlið hefjist strax í apríl svo það verður nóg að gera hjá mér að læra fyrir vorprófin og tvinna það við undirbúninginn. Hvernig er að stýra nefndinni sem setur upp söngleikinn í Versló? Er þetta ekki heljar- innar batterí? Þetta er mjög skemmtilegt en svolítið langt ferli. Það eru níu mánuðir síðan við byrjuðum að undirbúa sýninguna svo það liggur mikil vinna að baki henni. Ég var heppin með að hafa góða nefnd með mér og þau voru rosalega dugleg að létta mér lífið þegar ég var að undirbúa mig fyrir keppnina. Hvernig fer þetta saman við námið og fegurðarsamkeppni? Ég skipulegg mig vel og það hefur virkað hingað til. Þetta er búið að ganga mjög vel en auðvitað myndi ég standa mig betur í skólanum væri ég ekki formaður nemendamótsnefndarinnar og að keppa í Ungfrú Reykjavík. Hvort tveggja er svo góð reynsla og ég met það mikils þó einkunnirnar séu ekki bara níur og tíur. Hvað langar þig að gera eftir útskriftina? Ég hugsa að ég fari í lögfræði í Háskóla Íslands í haust. Svo veit maður aldrei hvað gerist en þetta er planið eins og það lítur út núna. Lögfræðin er svo praktísk og í raun og veru get ég unnið við svo margt með gráðuna. Ég ætla ekkert að vera einhver sakamálalögfræðingur en gæti til dæmis hugsað mér að reka mitt eigið fyrirtæki. Kæmi til greina að fara út í fyrirsætustörf? Hefur þú einhverja reynslu af slíku? Það væri mjög skemmti- legt því ég hef mjög gaman af því en það kemur bara í ljós hvort ég fari eitthvað út í það. Ég byrjaði fimmtán ára hjá Eskimo og var oft notuð sem módel í prófum hjá förðunarnemum og var utan á einhverju blaði einu sinni. Það er svo sem ekkert búið að vera brjálað að gera í þessu. Átt þú kærasta? Nei, hann á ég ekki. Bíða strákarnir ekki í röðum eftir Ungfrú Reykjavík? Ég get nú alveg viðurkennt að ég er búin að fá nokkur poke og vinabeiðnir á Facebook eftir sigurinn. Maður veit nú ekki hvort það séu almennilegir strákar samt. Heimildir Monitor herma að þú elskir tómatsósu. Er eitthvað til í því? Þetta er frekar vandræðalegt en „Fólk sem ég þekki ekki neitt heilsaði mér og faðmaði mig í bænum um helg- ina,“ segir Sigríður Dagbjört, nýkjörin Ungfrú Reykjavík, sem er sjúk í tómatsósu Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Golli golli@mbl.is Ég sagði við stelpurnar áður en við gengum á sviðið fyrir krýninguna: „Ok stelpur sú sem vinnur verður að fara að gráta, annars verð ég brjáluð!“ Allir vilja þekkja Ungfrú Reykjavík HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsmatur? Pítsa, kjöt í karrý með hrígrjónum og svínakjöt. Uppáhaldskvikmynd? The Pink Panther, upprunalegu myndirnar með Peter Sellers. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? The Vampire Diaries og Grey‘s Anatomy. Uppáhaldstónlistarmaður? Rihanna, Drake og Usher. Uppáhaldsnammi? Sterkir brjóstsykrar og lakkrís. Fallegasta kona í heimi? Jennifer Aniston. Heitasti karlmaður í heimi? Johnny Depp. Fyrirmynd í lífinu? Foreldrar mínir og systkini.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.