Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd Cool As Ice með Vanilla Ice. Það verða allir að sjá þessa mynd. Það er allt vont við þessa mynd. Leikar- arnir, tónlistin, söguþráður- inn og tískan. Hún fer hringinn og verður yndisleg að horfa á. „Hey, Kat. Words of wisdom...drop that zero and get with the hero.“ – Vanilla Ice. Sjónvarpsþáttur Það er aðeins einn þáttur sem á mig þessa dagana, Supernatural. Tveir eitursvalir bræður sem ferðast milli bæja í Bandaríkjunum og sparka í rassinn á illum öflum. Ég á ekki eftir að höndla þann dag sem ég klára seinasta þáttinn. Bók Ég les hluti af tölvuskjánum daglega en er ótrúlega lítill bókamaður. Endilega bendið mér á einhverja góða bók til að lesa! emmsjegauti@gmail.com Plata Ég verð að skipa ykkur að hlusta á plötuna Bastard með Tyler The Creator. Hann er partur af OFWGKTA sem er klárlega svalasta hljómsveitin í dag. Farið á Youtube og leitið að YONKERS til að fá smakk af þessari snilld. Get samt ekki skilið Yelawolf útundan. Náið ykkur í mixteipið hans sem heitir Trunk Music 0 – 60. Vefsíða Vol.is er algjör snilld! Síðan fjallar um allt það nýjasta í menningu, tísku, list, hönnun, tónlist, tækni og íþróttum. Algjör nauðsyn í nethringnum. Staðurinn Prikið er ann- að heimilið mitt. Það er mega næsari að éta þar og drekka kaffi á daginn. Svo á kvöldin frá mið- vikudegi til sunnudags eru ferskustu DJ’arnir með svakaleg partí í gangi. Prikið er WINNING. 22 Monitor FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 fílófaxið HÖNNUNARMARS Reykjavík 11:00 Fjögurra daga hátíðinHönnunarMars hefst. Hér gefst tækifæri til að skoða úrval af þeim fjöl- breytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og arkitektar starfa að. Þéttpökkuð dagskrá út um alla borg alla helgina. Nánari upplýsingar á Honnunarmidstod.is. HEILADANS 1 Hemmi og Valdi 21:00 TomTom Records bjóða uppá rjómann af íslenskum raf- tónlistarmönnum. Kvöldin verða mánaðarleg og á fyrsta kvöldinu munu Bypass, Tonik, Prince Valium og Yoda Remote sjá um að halda svitanum í hámarki. Frítt inn. LIFUN OG JÓN JÓNSSON Faktorý 21:00 Í fyrsta skipti leiðahljómsveitirnar Lifun og Jón Jónsson saman hesta sína. Gestir eru hvattir til að mæta í heví góðum fíling og njóta ljúfra tóna í kósý stemningu. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. fimmtud24mars STREITTRANSLESBÍSKT UPPISTAND Trúnó 22:00 Hýri barinn Trúnó ogLessuvinafélagið standa fyrir streittranslesbísku uppistandskvöldi. Fram koma meðal annars Dragkóngur Íslands 2007, Nonni Bö frá Pörupiltum og Íris Ellenberger. Heiðursuppistandari kvöldsins verður Ragnheiður Maísól Sturludóttir. Frítt inn. föstudag25mars BOOKA SHADE OG FM BELFAST Laugardalshöll 20:00 Árlegt Fanfest CCP nærhámarki með þessum tónleikum. Tónleikar Booka Shade þykja ávallt mikið sjónarspil og FM Belfast svíkur engan. Miðaverð er 2.700 krónur. STYRKTARTÓNLEIKAR Sódóma 21:30 Tónleikar til styrktarKrabbameinsfélagi Íslands. Allur ágóði rennur óskiptur til félagsins. Fram koma Böddi úr Dalton, Morgan Kane, Morning After Youth, Noise, UnderCover, Endless Dark og Finnegan. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og 1.000 krónur fyrir þá sem skarta mottu. Frjáls framlög einnig vel þegin. SIN FANG Faktorý 22:00 Lo-fi kóngurinn Sin Fangheldur fría tónleika á Faktorý ásamt vinum sínum í Munnfylli af galli og O F F. HINSEGIN MASQUERADE DANSLEIKUR Trúnó og Barbara 22:00 Dj Nonni og Manni leika áBarböru frá miðnætti og á Trúnó verður kósý masqueade lounge stemn- ing alla nóttina með tónlist frá Dj Andreu Jóns. Miðaverð er 500 krónur fyrir meðlimi í Samtökunum ´78 og 1.000 krónur fyrir aðra. Forsala á Trúnó og í Samtökunum ´78. laugarda26mars SÓDÓMA Apparat Organ Quartet Fimmtudagur kl. 21 og föstudagur kl. 22 Síðast en ekki síst » Emmsjé Gauti, rappari, fílar: LOKAPRÓFIÐ | 24. mars 2011 | skólinn „Það er rosalega langt síðan við spiluðum á tónleikastað í minni kantinum,“ segir Úlfur Eldjárn, forsprakki hljómsveitarinnar Apparat Organ Quartet sem verður með tvenna tónleika á Sódómu um helgina. „Við spiluðum stundum á Grand Rokk en það er svo langt síðan að ég man ekki hvenær það var,“ segir Úlfur en sveitin hefur undanfarin ár ekki haldið marga tónleika en þá yfirleitt á stærri stöðum. „Það verður gaman að tékka á þessari búllustemningu aftur,“ segir Úlfur spenntur fyrir tónleikunum. „Við ákváðum í samráði við Sódómu að hafa tvenna tónleika,“ segir Úlfur en örlítill munur verður á tónleikunum eftir dögum. „Tónleikarnir á fimmtudeginum eru fyrir þá sem nenna kannski ekki að vera úti alla nóttina,“ bendir hann á og bætir við að ekki hafi allir festivalúthaldið og að fimmtudagstónleikarnir séu sniðugir að því leytinu til. Tónleikarnir á föstudeginum verði þá með aðeins öðruvísi sniði. „Það verður aðeins aggressívari stemning og meira rokk á föstudeginum.“ Borko hitar upp á fimmtudagstónleikunum en á föstudagskvöldinu sjá Swords Of Chaos um upphitun. Forsala miða fer fram í 12 tónum. Tékka á búllustemningunni

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.