Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 17

Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Monitor Lesendur Monitor sem eru farnir að huga að hjónabandi ættu að forðast eftirfar- andi kvikmyndir eins og heitan eldinn. Það þykir mikilvægt að plana allt vel og stundum getur fólk farið yfir strikið í undirbúningi og eftirvæntingu fyrir stóra deginum. Hér koma nokkur misheppnuð brúðkaup úr smiðju Hollywood. Verstu martraðir brúðhjóna Bride Wars (2009) Saklaus samkeppni milli vinkvenna um hver heldur flottara brúðkaup er kannski eðlileg en í þessari kvikmynd fara þær Kate Hudson og Anne Hathaway langt yfir strikið. Báðar reyna að gera dag hinnar að hreinni martröð og auðvitað endar allt með ósköpum. EKKI GIFTA ÞIG Á SAMA ÁRI OG BESTA VINKONA ÞÍN. Old School (2003) Kvikmyndir sem sýna bestu vini brúðgumans sem vitleys- inga eru fjölmargar og í þessari er það Vince Vaughn sem er fíflið. Á brúðkaupsdegi vinar síns, Will Ferrell, kemur hann með hrikalega óviðeigandi athugasemdir í athöfninni sem enginn ætti að hafa eftir. EKKI BJÓÐA VINUM BRÚÐ- GUMANS SEM HATA HJÓNA- BAND Í BRÚÐKAUPIÐ. EKKI FÁ FÓLK Í ÁSTARSORG TIL AÐ SKEMMTA Í VEISLUNNI. The Wedding Singer (1998) Dagurinn er ónýtur þegar þú færð Adam Sandler í ástarsorg til að syngja í veislunni. Nei- kvæðnin og lög á borð við Love Stinks eru ekki málið við þetta tilefni. Eftir að Drew Barrymore kom til sögunnar lá leiðin þó upp á við. Four Weddings And A Funeral (1984) Fyrsta brúðkaupið af fjórum í þess- ari klassísku gamanmynd klúðrað- ist algjörlega þar sem presturinn var enginn annar en Mr. Bean. EKKI FÁ MR. BEAN TIL AÐ GEFA YKKUR SAMAN. The Hangover (2009) Tilvonandi brúðir sem eru stressaðar yfir síðustu dögum unnustans sem piparsveinn ættu fyrir alla muni að forðast að horfa á þessa mynd. Reyndar er mjög líklegt að flestar konur hafi þegar séð myndina sem er með fyndnari grínmyndum síðustu ára. EKKI SENDA UNNUSTANN Í HELGARFERÐ TIL LAS VEGAS RÉTT FYRIR BRÚÐKAUPIÐ. Runaway Bride (1999) Titillinn segir allt sem segja þarf. Richard Gere reynir að giftast hinni hjónabandsfælnu Juliu Roberts sem elskar að yfirgefa menn við altarið. Það er ekki hughreystandi fyrir tilvonandi brúðguma að horfa á þessa mynd. EKKI TRÚLOFAST EINHVERJUM SEM YFIRGEFUR FÓLK ÍTREKAÐ VIÐ ALTARIÐ. Kill Bill (2003-2004) Villt partí, lélegir prestar og hræðileg skemmtiatriði í veislunni blikna í samanburði við brúðkaup Umu Thurman í Kill Bill. Skotárás og viðurstyggilegt ofbeldi gagnvart óléttri konu og brúðkaupsgestunum er sennilega það versta sem gæti gerst í brúðkaupi. EKKI ABBAST UPP Á BILL OG FÉLAGA RÉTT FYRIR BRÚÐKAUPIÐ. The Graduate (1967) Hjónabandsflækjur gætu fælt ástfangnasta fólk frá því að ganga í hnapphelduna. Dustin Hoffman verður ástfanginn af giftri konu og svo dóttur hennar sem er trúlofuð. Hann endar svo auðvitað með að stöðva brúðkaup dótturinnar á dramatískan hátt. EKKI EIGA Í ÁSTARSAMBANDI VIÐ MÓÐUR OG DÓTTUR HENNAR.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.