Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 14
14 söngleikur, farsi og við syngjum bara íslensk lög. Þetta fjallar um þrjár kynslóðir fjölskyldna og ferðalag kvenna á mismunandi tímum. Við höfum aldrei verið í söng- leikjum eða försum þannig að við ákváðum að gera eina með öllu upp á eigin spýtur. Færð þú aldrei leið á að vinna með Vesturporti? Nei, því við erum ekki alltaf sama fólkið að vinna saman og hópurinn er stór. Þegar ég geri leiksýningar má líka oft deila um hvar Vesturport endar og Borgar- leikhúsið byrjar því ég hef sett upp nær allar sýningar mínar í samstarfi við Borgarleikhúsið. Sérð þú fyrir þér að vinna við eitthvað annað en leiklist í framtíðinni? Alveg eins en miðað við planið núna gæti ég ekki hafið það starf fyrr en eftir dálítið langan tíma. Ef ég ætti að söðla algjörlega um myndi ég verða endurskoðandi. Mjög gott tímakaup og ég væri til í að læra á þetta flókna kerfi og reyna að ná til baka öllum þeim tíma og peningum sem ég hef eytt í bókhald í gegnum tíðina. Nú varst þú valinn kynþokkafyllsti maður Íslands árið 2007. Finnur þú mikið fyrir athygli frá kvenfólki almennt? Alls ekki. Ég hef held ég gert þau mistök í gegnum árin þegar ég fer út með vinum mínum að fara alltaf á sama barinn. Maður er svo einangraður frá öllu og alltaf með sama fólkinu svo þetta fer alveg framhjá mér. Þetta val árið 2007 hefur verið mikið rætt í vinahópnum og viður- kenningarskjalið hangir frammi á gangi hjá mér en ég hef ekkert fengið viðurkenningu síðan þá. Kannski er ég bara eins og bankarnir, bóla sem sprakk árið 2007. Monitor FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Kannski er ég bara eins og bankarnir, bóla sem sprakk árið 2007. Þetta hitti greinilega vel á enda var Rómeó og Júlía nýbúin að slá í gegn í London og Nick Cave nýhættur í heróíninu.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.