Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 FRÓÐLEIKSMOLAR UM MILLI VANILLI • Þekktustu lög Milli Vanilli heita Girl You Know It’s True, Baby Don’t Forget My Number, Girl I’m Gonna Miss You og Blame It on the Rain. • Tónlistarframleiðandinn Frank Farian var einnig heilinn á bak við diskósveitina Boney M. • Undarlegt verður að teljast að sannleikurinn um Rob og Fab hafi ekki komið fyrr í ljós sé því veitt athygli að í viðtölum töluðu þeir ensku með sterkum þýskum hreim, samanber blaðamannafundinn í nóvember 1990. • Í kjölfarið á „Milli Vanilli-hneyksl- inu“ voru lagðar fram 27 ákærur gegn Rob Pilatus, Fab Morvan og plötufyrirtæki þeirra Arista Records. Þúsundir aðdáenda kröfðust jafnframt endurgreiðslna á plötum og tónleikamiðum. • Þegar upp komst um leyndardóma Milli Vanilli var önnur hljóðversplata hljómsveitarinnar fullgerð. Platan fékk þá í stað nýtt plötuumslag og var gefin út en kennd við hljómsveitina The Real Milli Vanilli. • Nilli, sem heldur úti þætti á sjónvarpi MBL.is, notast gjarnan við listamannsnafnið Nilli Vanilli sem er undir beinum áhrifum frá Milli Vanilli. Milli Vanilli eins og þeir gerast bestir: Kíktu á tónlistarmyndbandið við lagið Girl You Know It’s True sem finna má á YouTube. Frægðarsól hljómsveitarinnar Milli Vanilli reis hátt undir lok 9. áratugar síðustu aldar en hrapaði með látum. Bransatrixið sem leiddi til dauðsfalls Popphljómsveitin Milli Vanilli var stofnuð í Berlín árið 1988 sem hugarsmíð pródúsentsins Frank Farian. Í upp- hafi hafði hann í höndunum fimm manna hóp söngvara sem honum þótti hins vegar ekki nægilega markaðs- vænn sökum aldurs. Skömmu síðar fann Farian tvo unga menn sem störfuðu sem fyrirsætur og dansarar á klúbbi í Berlín. Það voru þeir Robert Pilatus og Fabrice Morvan sem féllust á að gerast andlit hljómsveitarinnar sem skyldu hreyfa varirnar við tónlistina á tónleikum. Upp frá því var ekki aftur snúið. Fyrsta platan kom út í Evrópu árið 1988 og sló strax í gegn. Ári seinna kom endurbætt útgáfa af plötunni í Bandaríkjunum sem náði sexfaldri platínumsölu, geri aðrir betur. Út með velgengni, inn með vandræði Vinsældir Milli Vanilli létu ekki á sér standa og hlutu Rob og Fab Grammy-verðlaun árið 1990 sem „nýliðar ársins“ ásamt því að fá viðurkenningu á American Music Awards sama ár. Rob og Fab voru orðnir heims- frægir söngvarar án þess að hafa nokkurn tímann látið söngrödd sína heyrast opinberlega og enn grunaði engan neitt. Árið 1989 héldu Milli Vanilli tónleika í Bristol í Bandaríkjunum sem átti eftir að verða hálfgerður vend- ipunktur í ferli Milli Vanilli. Sem fyrr hreyfðu Rob og Fab varirnar við lögin sem flutt voru á meðan raddir annarra söngvara ómuðu í hljóðkerfinu. Skyndilega kom bilun í undirspilið og orðin „Girl you know it’s…“ í laginu Girl You Know It’s True hófu að endurtaka sig í gríð og erg án þess að nokkur kæmi vörnum við. Rob og Fab brugðust við óhappinu með því að hlaupa út af sviðinu og slökkt var á undirspilinu. Eftir uppákomuna í Bristol komu upp grunsemdir um að óhreint mjöl væri í pokahorninu og það var síðan þann 12. nóvember árið 1990 að Farian viðurkenndi að hafa leikið á almenning. Örlög Rob og Fab: Plötubrennur og sennilegt sjálfsvíg Eftir að sannleikurinn leit dagsins ljós breyttust vinsældir Rob og Fab í algera martröð. Á dramatískum blaðamannafundi báðust þeir afsökunar og tilkynntu að Grammy-verðlaununum yrði formlega skilað. Áhangendur hljómsveitarinnar voru síður en svo sáttir en sagt er að haldnar hafi verið brennur þar sem sviknir aðdáendur fleygðu Milli Vanilli-plötum sínum á opið bál. Rob og Fab hurfu svo gott sem af sjónarsviðinu um stund en reyndu þó fyrir sér í tónlistarbransanum á komandi árum undir sínum réttu nöfnum. Árið 1997 fengu þeir meira að segja sinn gamla samstarfsmann, Frank Farian, til að framleiða endurkomuplötu sína, Back And In Attack, sem náði þó litlum vinsældum. Við gerð plötunnar lenti Rob Pilatus, sem hafði glímt við mikið þunglyndi í kjölfar Milli Vanilli-hneykslisins, í mikilli fíkniefnaneyslu. Kvöldið þar sem tónleikaferða- lag til að kynna nýju plötuna átti að hefjast fannst hann látinn á hótelherbergi sínu eftir að hafa innbyrt of stór- an skammt af alkóhóli og lyfleysum. Ýmsar heimildir herma að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Fab Morvan starfar enn sem tónlistarmaður og rembist eins og rjúpan við staurinn að sanna sig sem söngvari. Ósagt skal látið hve vel það gengur en lesendur Monitor eru hvattir til að kanna málið og mynda sér skoðun! TVEIR RÁNDÝRIR STUTT GAMAN MEÐ GRAMM Y-VERÐLAUNIN SEM SKÖMMU SÍÐAR VAR S KILAÐ „GIRL YOU KNOW IT’S TRUE... VIÐ SUNGUM EKKI LÖGIN“DRAMATÍSKUR BLAÐAMANNAFUNDUR Í NÓV. 1990

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.