Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Monitor Ekkert nýtt af nálinni Unknown fjallar um mann sem vaknar á sjúkrahúsi í Berlín. Það eina sem hann man er að hann heit- ir Dr. Martin Harris (Liam Neeson) og að hann kom til Þýskalands til að fara á ráðstefnu. Þegar hann vaknar á hann erfitt með að muna hluti og fljótlega kemur í ljós að annar maður þykist vera hann. Meira að segja eiginkona Harris kannast ekkert við hann. Þynnka af verstu gerð. Harris er því einn og yfirgefinn í Berlín en fær hjálp frá Ginu, sem leikin er af Diane Kruger, en hún er flóttamaður frá Bosníu. Kruger talar með austur-evrópskum hreim alla myndina og ég er tilbúinn að veðja þrota- búi Landsbankans að hún mun ekki fá BAFTA-verðlaunin fyrir þennan hreim. Bruno Ganz, sem lék einmitt Adolf Hitler svo eftirminnilega í Downfall, er virkilega góður og minnir mann á það enn og aftur hvað þýskir leikarar eru vanmetnir. 58 ára og grjótharður Þetta er ágæt spennumynd og heldur manni allan tímann. Neeson er klassa leikari og hann fer í smá Taken-fíling á köflum. Ef þú heldur hins vegar að þú sért að fara að sjá aðra Taken-mynd verður þú fyrir vonbrigðum. Það er samt gaman að sjá að Neeson er í rauninni orðinn harðasti miðaldra maðurinn í Hollywood í dag. Svona myndir þurfa samt að koma fram með eitthvað nýtt til þess að slá í gegn. Mikil spenna byggist upp alla myndina en svo þegar kemur að plottinu nær það ekki að stuða mann almennilega. Plottið samanstend- ur af hugmyndum úr mörgum myndum og menn verða að koma með eitthvað bitastæðara til þess að heilla fólk. Ef þú vilt sjá fína popp og kók mynd skalt þú endilega skella þér á þessa en þú verður búinn að gleyma henni í bílnum á leiðinni heim. Unknown K V I K M Y N D Leikstjóri: Jaume Collet-Serra Aðalhlutverk: Liam Neeson, Diane Kruger og January Jones. Lengd: 113 mínútur. Tómas Leifsson

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.