Monitor - 23.06.2011, Síða 6

Monitor - 23.06.2011, Síða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 HEKLUNÁL Í ANNARRI, MÆK Í HINNI Hvað eru Sykur-liðar að bralla þessa dagana? Við erum að semja og taka upp fullt af nýjum lögum og undirbúa næstu breiðskífu. Hvenær er von á plötunni ykkar og er komið nafn á gripinn? Í október, eins og staðan er núna, og vonandi stenst það. Það er ekki komið neitt nafn enn. Verður platan gefin út erlendis? Er planið að meika það? Það er aldrei að vita með útgáfu erlendis. Ætli við gefum ekki bara út plötuna og sjáum svo hvort við verðum ekki fríkir og rægir. Ef þið færuð í útrás, mynduð þið þá enska upp nafnið ykkar og breyta því í Sugar? Nei, það myndum við ekki gera. En Sugah til að hljóma meira töff? Það kæmi hins vegar vel til greina. Heimildir Monitor herma að þið hafið eitt sinn verið með einkaritara að nafni Gurrý. Er hún enn að vinna fyrir ykkur? Jájájá, Gurrý er í fullu starfi hjá kaffimálaráðuneyti Sykurs og Blessaður í beinni ehf. Hún er ryt- ari með ypsiloni, ekki bara ritari, því hún sér um kaffið líka. Hún er líka nestismálaráðherra, það er að segja hún sér um hvað hver er með í nesti á hljómsveitaræf- ingum hverju sinni. Hún lifir góða lífinu, er á Facebook allan daginn og sér um að bóka gigg og svona fyrir okkur. Hún er líka alltaf með sérríflösku á borðinu. Hvað gerir þetta Blessaður í beinni ehf.? Það gerir margt sniðugt. Því miður höfum við ekki leyfi til að upplýsa það strax, því Gurrý myndi verða brjáluð! Má búast við að hún stígi á svið með ykkur einhvern tímann? Já, hún stígur á svið með okkur á Faktorý þann 1. júlí á Svínaríinu. Þar verður hún með heklunálina í annarri, mækinn í hinni og mynd af barnabörnunum í vasanum. Þið eruð sagðir tækjapervertar með meiru. Hvernig græjur kveikja mest í ykkur? Hvar eigum við að byrja? Svo lengi sem þau eru með nógu mörgum tökkum og blikkandi ljósum þá erum við ánægðir. Hversu þreyttir eruð þið orðnir á að svara spurningum um lagið Viltu dick? Við verðum náttúrlega aldrei leiðir á spurningum af því að við erum allir svo miklir besserwisserar. Ef þú hittir okkur úti á götu og spyrð okkur út í Viltu dick? þá segjum við þér sko allt. Við erum hins vegar farnir að taka eftir því að áhrifin sem lagið hefur á tónleikum eru svona farin að minnka. Raftríóið Sykur kemur til með að gera allt vitlaust á Svínaríi Monitor og Fakto rý sem fram fer þann 1. jú lí. Strákarnir þrír eru í óðaön n við að undirbúa nýja breiðskífu en tóku sér pás u til segja Monitor frá græjunum með ljósunum o g Gurrý einkaritara. STEFÁN FINNBOGASON Fyrstu sex: 150392. Uppáhaldsplata: Sweat Symphony með Flairs akkúrat núna. Uppáhaldshljóðfæri: Juno 106. Uppáhaldsflík: Get ekki gert upp á milli. Uppáhaldsmatur: Jóla-, páska- eða afmælismatur. Dagur í lífi... E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 19 3

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.