Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Bestu tónleikar lífs míns, kvöld eftir kvöld Blaðamaður Monitor var staddur á tónleikahátíðinn i Oxegen fyrr í júlí. Þar upplifði hann flottustu tónleika sem hann hefur farið á, kvöld eftir kvöld, og að sjálfsögðu stalst Monitor í d agbók hans. Miðvikudagurinn 6. júlí ILLA TEKIÐ Í FLUGVALLARPLANK Í dag lagði hópur ungra Íslendinga upp í einhvers konar pílagrímsferð í því skyni að berja átrúnaðargoð sín augum í landi papa og Guinness-bjórs, Írlandi. Lagt var af stað frá Keflavík en millilent í Lundúnum. Markverðasta atvik dagsins var þegar einn úr hópnum var manaður upp í að taka klassískt plank á flugvellinum. Þá vorum við stödd á færibandi sambærilegt rúllustiga (nema á jafnsléttu) en það vildi ekki betur til en svo að breskur karlmaður á besta aldri sem var fyrir aftan íslenska strákinn á göngubrettinu brast harkalega við og reyndi að rífa hann niður úr stöðunni, en hann var nýbúinn að koma sér fyrir sem planka þvert yfir brautina á handriðunum. Bretarnir hafa augljóslega ekki sama húmor og Íslendingar. Eftir að við lentum í Dyflinni uppgötvuðum við strax hve skrýtinn írski hreimurinn væri þegar leigubílstjórinn rukkaði okkur ekki um „þörtí-fæv“ evrur, heldur „tortí-fæv“ sem reyndist okkur ógerlegt að skilja í fyrstu tveimur tilraununum. Fimmtudagurinn 7. júlí 2011 MEÐ PLASTPOKA YFIR ANDLITIÐ Vöknuðum á hippahostelinu okkar þar sem ég gisti í herbergi ásamt kærustu og átta ókunnugum útlendingum. Tónleikasvæðið er staðsett við gamlan írskan veðreiðavöll í 40 mínútna fjarlægð frá Dyflinni. Það var yfirþyrmandi að mæta í mannmergðina og það mest áberandi við mannskapinn var klæðnaðurinn á kvenmönnunum. Önnur hver stelpa minnti á persónuna Vicky Pollard úr þáttunum Little Britain og allar klæddar í gallastuttbuxur jafnvel þótt úti væri frekar kalt, segir Íslendingurinn. Við Íslendingarnir vorum blessunarlega komnir langleiðina með að reisa tjaldbúðir okkar þegar alvöru írskir regndropar byrjuðu að bombast á kollum okkar. Þegar tjöldun var afstaðin varð fljótlega ljóst að þetta yrði langt kvöld fyrir höndum. Drykkjulæti Íranna voru þess eðlis að fjölmenn og fjörug útihátíð á Íslandi væri hin besta bindindis- hátíð á írskum mælikvarða. Við Íslendingarnir eignuðumst strax okkar uppáhaldsgesti á svæðinu en þar á meðal var írskur strákur sem gekk út um allt með plastpoka á hausnum eða yfir andlitinu, einn rauðhærður ruddi sem leit alltaf út eins og hann væri að reyna að stofna til slagsmála og síðastur en ekki sístur var innfæddur gæi sem gekk út um allt og reyndi að bjóða mönnum að prófa bjórtrektina sína en virtist því miður vinafár. Föstudagurinn 8. júlí 2011 RAPPAFAR OG SVÖLUSTU MENN Í HEIMI Nóttin var löng eins og spáð var fyrir um. Ekki nóg með það að rigningin hafi verið linnulaus, þá var lítið hægt að sofa fyrir látum á tjaldsvæðinu. Það var heldur ekki um að ræða einhver hefðbundin partílæti, á meðan ég lá í tjaldinu vaknaði ég bæði við það að eitthvert írskt ungmennið var að æla úr sér líftóruna hinum megin við þunna „vegginn“ á tjaldinu mínu og hálftíma seinna við það að írskur kvenmaður var að pissa á tjaldið mitt. Það var með súrrealískari upplifunum mínum til þessa. Í dag var samt besta ákvörðun okkar Íslendingahópsins tekin – að færa okkur um set á tjaldsvæðinu. Kornið sem fyllti mælinn var sennilega þegar við urðum fyrir truflun af tveimur innfæddum unglingsstrákum sem voru einhverra hluta vegna bundnir saman á ökklunum og báðir með ælu út um peysurnar sínar allar. Nýi legustaðurinn okkar er undir turni sem örygg- isvörður dvelur í og því töluvert friðsælli en ómennskufrumskógurinn sem við dvöldum á áður. Tónleikahátíðin hófst í dag og þegar ég hafði verið á svæðinu í nokkrar sekúndur byrjaði forspilið af rappsmellinum frá ’92, Jump Around, með rapp- sveitinni House of Pain sem eru á fimmtugsaldri og komnir með grátt í skegg. Þetta var ansi óvænt en góð byrjun á hátíðinni. Sá einnig Weezer í dag. Þeir eiga auðvitað helling af grípandi lögum sem gaman var að sjá, en á sama tíma frekar fyndið að hugsa til þess að þessir gæjar séu einmitt líka komnir á fimmtugsaldur en þó enn að syngja um ameríska háskólamenningu. Rappið hélt áfram þegar ég sá Tinie Tempah flytja sína slagara ásamt mjög þéttri hljómsveit. Flottasta hljómsveit kvöldsins var hins vegar án efa töffararnir frá New York, The Strokes. Þeir voru klárlega svalasta samansafn manna sem ég hef nokkurn tímann séð og það var líka fyndin upplifun að vera á tónleikum þar sem áhorfendaskarinn söng jafnmikið með gítarriffunum og söngvaranum, enda Strokes þekktir fyrir grípandi gítarstef. Það voru síðan fjórmenningarnir í Black Eyed Peas sem sáu um að loka kvöldinu mínu. Þau settu á svið flottasta „show“ sem ég hef orðið vitni að og héldu uppi rífandi stemningu. Fergie, will.i.am og félagar stóðu sig töluvert betur þarna heldur en í Super Bowl hálfleikssýningunni í vor. Það verður þó að fylgja sögunni að þau sungu í gegnum „auto tune“-græju ásamt því að will. i.am lenti í frekar vandræðalegu atviki þegar hann ruglaði saman Oxegen-hátíðinni og O2- leikvanginum í London, þegar hann ávarpaði lýðinn. Ljósmyndir: Jamie Tanner, Keiran O‘Bryan & Peter Neill

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.