Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 01.09.2011, Qupperneq 19

Monitor - 01.09.2011, Qupperneq 19
Heilbrigt og fallegt hár er eitthvað sem allir sækjast eftir og er alltaf í tísku. Hárið er líka partur af heildarútlitinu. Það er ekki bara nóg að kaupa sér flottustu fötin og skella á sig smá „make up“, heldur verður líka að hugsa um hvernig hárið lítur út. Lykillinn að fallegu og heilbrigðu hári er að hugsa vel um það og nota réttar hárvörur. Núna eftir sumarið er tilvalið að skella sér í klippingu á hárgreiðslustofu og láta klippa þurra sólarenda í burtu og fá góða meðhöndlun og ráðgjöf, því eftir sumarið getur hárið orðið þurrt og líflaust. Hárnæringar eru ekki bara fyrir stelpur heldur stráka líka. Númer eitt, tvö og þrjú er að eiga gott sjampó og hárnæringu og ættu allar stelpur að eiga djúpnæringu til að setja í hárið einu sinni til tvisvar í viku. Margar stelpur vilja safna síðu hári, en þá verður samt að klippa það reglulega til að viðhalda fallegum endum og forðast að þeir slitni. Fyrir þær sem að blása hárið og slétta eða krulla með járni er alveg nauðsynlegt að nota hitavörn sem maður spreyjar í hárið áður. Ég mæli með hitavörn frá Sebastian sem heitir TRILLIANT og er hitavörn með gljáa. Hún gefur einnig létta lyftingu og nærir hárið, algjör snilld. Þegar hárið er blautt verður að passa að greiða hárið ekki of harka- lega, heldur byrja neðst og vinna sig upp til að slíta ekki hárinu. Best er að nota grófa greiðu eða að leyfa hárinu að þorna aðeins. Liðað hár eða permanent er alltaf flott og þá eru skiptar skoðanir á því hvað sé best að gera, en hver og einn finnur sína tækni við að fá krullurnar sem fallegastar. Greiða í gegn með grófri greiðu, þurrka létt með handklæði og leyfa því að þorna eða að blása krullurnar ýktari með dreifara. Sniðugt efni í krullað hár er efni sem er líka frá Se- basti- an og heitir það POTION 9 og eru það níu náttúrulegar olíur sem að vernda og lag- færa hárið án þess að hlaðast upp í því. Einnig er hægt að nota það áður en maður blæs hárið slétt. Hárið verður viðráðanlegt og glansandi. Að lokum, fyrir herrann, þá mæli ég með TEXTURE REFINE frá Sassoon sem gefur létt hald sem endist allan daginn. Monitor fékk Þóru Kristínu Sigurðardóttur, hárgreiðslu- konu á Eplinu til að segja okkur frá umhirðu hárs og það sem hafa þarf í huga þegar undirbúa á það fyrir veturinn. Hárið eftir sumarið 19FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Monitor HÁRNÆRINGAR ERU EKKI BARA FYRIR STELPUR GOTT ER AÐ EIGA GOTT SJAMPÓ ÝMISLEGT ÞARF AÐ HAFA Í HUGA VARÐ- ANDI UMHIRÐU HÁRS E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 19 3

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.