Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 SYNGUR FYRIR ST RÁK Í ÓPERUNNI Hvers vegna byrjaðir þú að ljósmynda? Ég smitaðist af mörgum í fjölskyldunni minni sem hafa áhuga á ljósm yndun og svo á ég marg ar vinkonur sem hafa allta f verið tilbúnar að sitja f yrir. Þetta atvikaðist síðan ba ra þannig að ég eignaðis t mína fyrstu myndavél á rið 2008 og hef verið að fikta við þetta síðan. Hvað þarf maður að hafa til að verða góður ljósmyndari? Gæði myndavélarinnar skiptir litlu máli. Næmt auga, þolinmæði og áhu gi á viðfangsefninu er mikilvægur. Hvað finnst þér skemmt ilegast að mynda? Mér finnst skemmtilega st að mynda fólk. Ég hef líka mikinn áhuga á vat ni og náttúru og samspi li þess við fólk. Að taka m yndir af íslensku landsl agi er líka spennandi. Ef maður skoðar heimas íðu þína má sjá myndir sem þú hefur tekið af vi nkonum þínum þar sem þær eru berar að of an. Ert þú svona djarfur ljósmyndari? Mannslíkaminn er falleg ur og ég hef haft gaman af því að mynda hann, ég g eri það einmitt oft í vatn i og þar er maður oftast fákl æddur. Nekt vekur athy gli og er spennandi ef hún fer ekki yfir velsæmism örk. Ásamt því að vera á full u í ljósmyndun ert þú í MH-kórnum og lærir sö ng hjá sjálfri Diddú. Hvernig er að læra hjá s vona „legendi“? Hún er algjört yndi, allta f hress og jákvæð. Ég læ ri hjá henni í Söngskóla S igurðar Demetz og hún hefur kennt mér mjög mikið á stuttum tíma. Þú ferð síðan með hlutv erk í Töfraflautunni sem verður sett upp í Hörpu í október þar sem þú stí gur einmitt á stokk með lær imóður þinni, Diddú. Hvernig leggst það í þig? Ég leik og syng hlutverk ið „1. drengur“ í verkinu og þetta er mjög spennand i, ekki síst að fá að taka þátt í fyrstu óperunni sem se tt er upp í Hörpu. Það er lagður mikill met naður í uppfærslu og sjónræna hlið verksins og ég hlakka mikið til. Ef þú yrðir að velja á mi lli, hvort myndir þú velja að missa ljósmyndunarh æfileikana eða söngrödd - ina? Þetta er erfið spurning e n ég held að ég myndi fórna ljósmynduninni. T ónlistin á dýpri rætur í mér. Söngnámið hófst þ egar ég var þriggja ára o g áhuginn vex enn. Hvert er eftirminnilegas ta söngverkefnið annars vegar og myndatakan hi ns vegar? Það eftirminnilegasta í s öngnum var uppsetning söngskólans á Töfraflau tunni árið 2009 þar sem ég söng einmitt líka „1. dreng“. Eftirminnilegast a myndatakan var í Sund höllinni þar sem ég var ofan í lauginni með myndavé lina í vatnsheldu hulstr i og vinkonur mínar sátu fyr ir. Við gátum ekki hætt o g vorum orðnar krumpað ar eins og sveskjur. Það var eitthvað sem mig hafði alltaf langað að gera. Hvað er það besta/sísta við það að vera í MH? Það besta er að hér er fí nt nám ásamt frábærum félagsskap. Það sísta er að hér er stundum ansi troðið og mikið af fólki. Hvernig líst þér á nýja s kólaárið? Mjög vel, ég hef reyndar áttað mig betur á því nú na hvað tíminn er fljótur a ð líða og hvað maður ve rður að nýta hann vel. Það er margt spennandi framu nd- an og mikið af efnilegum busum sem hófu nám v ið skólann í haust. Nemen dafélagið er mjög öflugt og það verður gaman að fy lgjast með verkefnum þ ess í haust. elg ÁLFHEIÐUR ERLA Fyrstu sex: 021293. Skólastig: Á þriðja ári í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Myndavél: Canon EOS XSi og Canon AE-1. Heimasíða: alfheidurerla.com Uppáhaldslitur: Vínrauður. Uppáhalds Disney-persóna: Pocahontas. Æskudraumur: Langaði alltaf að vera leikkona sem kynni að syngja. Álfheiður Erla Guð mundsdóttir er sautján ára sísyngjandi lj ósmyndari úr MH. Hún fer með hlutv erk í Töfra- flautunni sem sett verður upp í október. M yn d/ Eg ge rt NEMI ER NEFNDUR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.