Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Pierce Brosnan Hæð: 187 sentímetrar. Besta hlutverk: James Bond. Staðreynd: Er með tvöfalt ríkisfang, írskt og bandarískt. Eitruð tilvitnun: „Fyrir mitt leyti verða konur kynþokkafyllri í kringum 35 ára. Þær vita eitt og annað og þekking er alltaf aðlaðandi.“ 1953Fæddist þann 16.maí í Navan á Írlandi. 1969Hætti í skóla ogbyrjaði í mynd- listarskóla. Þar kynntist hann sirkusfólki sem hann vann með næstu þrjú árin og komst í kjölfarið í leiklistarskóla í London, árið 1972. 1975Útskrifaðist úrleiklistarskól- anum og fór að láta vel að sér kveða í leikhússenu London. 1980Lék í sinni fyrstumynd, The Long Good Friday og gekk að eiga fyrri eiginkonu sína, Cassandra Harris, en hún lék í Bond- myndinni For Your Eyes Only. 1982Fluttist til Kali-forníu og landaði þá titilhlutverki lögregluþátt- anna Remington Steele á NBC. 1985Var tilnefndur tilGolden Globe- verðlauna fyrir túlkun sína á Robert Gould Shaw II. 1993Lék í myndinniMrs. Doubtfire. 1994Tilkynnt var aðPierce Brosnan yrði sá fimmti til að túlka 007. 1995Fyrsta Bond-mynd Brosnan kom út, GoldenEye. Alls lék hann í fjórum Bond-myndum. 2001Valinn „SexiestMan Alive“ af People Magazine. Sama ár gekk hann að eiga seinni eiginkonu sína, blaðakonuna Keely Shaye Smith. 2004Fékk bandarísktvegabréf. 2008Leikarinn sýndiá sér nýja hlið þegar hann fór með hlutverk söngleikjamyndinni Mamma Mia! 2011Leikur í gaman-myndinni I Don‘t Know How She Does It. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 „I love... I love lamp.“ (Brick, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, 2004) Gamanmyndin I Don´t Know How She Does It er byggð á metsölubókinni Móðir í hjáverkum. Hún skartar Sarah Jessica Parker í hlutverki Kate Reddy sem þarf að reyna að samræma mikilvægan starfsframa sinn og um leið sinna fjölskyldunni. Hún starfar sem sjóðsstjóri í fjármálageiranum og fær tækifæri á að stofna sjóð út frá eigin hugmynd með fjárfestinum Jack Abelhammer sem leikinn er af Pierce Brosnan. Þessi vinna kallar á miklar fjarverustundir frá börnun- um hennar tveimur, sem eru ellefu og sex ára, og eiginmanninum Richard Reddy sem leikinn er af Greg Kinnear. Álagið í vinnunni og á hjónabandið verður mikið og virðist oft sem allt ætli um koll að facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða áI Don’t Know..., fylgstu með... FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D Botninum er náð Charley Brewster býr með móður sinni í eyðimörkinni fyrir utan Las Vegas. Hann hefur verið lúði alla sína ævi en á nú kærustu og er byrjaður að vanrækja vini sína. Þegar Jerry (Colin Farrell) flytur í götuna fara skrýtnir atburðir að gerast. Charley fer að gruna hann um að vera vampíra og hefst þá myndin fyrir alvöru. Ég hef séð þær margar lélegar í gegnum árin en þessi mynd er ein sú allra versta. Til að byrja með var ég pirraður og reiður yfir því að þurfa að sitja yfir þessu en áttaði mig svo á því að eflaust er þessi mynd ekki gerð fyrir mig. Markhópurinn er auðvitað grunnskóla- krakkar sem elska þetta vampíru- dæmi. Fram- leiðendurnir hafa eflaust vitað hvað þeir voru að gera allan tímann. Þeir nýta vampíruæðið til botns, fá Colin Farrell svo að það komi örugglega allar smástelpur á myndina og fylla svo hin hlutverkin af óþekktum leikurum. Bíddu eru ekki 2+2 örugglega 4? Jú, hélt það. Færibandaframleiðsla Fright Night er gott dæmi um hvernig Hollywood virkar stundum fyrir sig. Svona myndir poppa upp af og til. Nýleg dæmi eru Scream 4 og Final Destination 5. Þetta eru kvikmyndir sem eru í rauninni algjört sorp en koma samt alltaf af og til. Leikararnir eru yfirleitt í mikilli kreppu með sinn feril og oftast eru leikstjórarnir ungir og óreyndir. Þessi framleiðsla hlýtur samt að skila árangri því annars efast ég um að einhver myndi nenna að standa í þessu. Ég verð samt að fá að vita hvað gerðist fyrir hann Colin Farrell. Las hann þetta handrit og bara „ok lets go“? Annað hvort er hann staurblankur eða umboðsmaður hans hefur neytt hann til að gera þetta. Ég hélt ég myndi aldrei gefa kvikmynd núll í einkunn en því miður sá ég ekkert jákvætt allan tímann. Svo ég vitni nú í kollega minn í The Simpsons: „worst movie ever“. FRIGHT NIGHT Tómas Leifsson Aðrar frumsýningar: Drive - Warrior FRUMSÝND 16. SEPTEMBER I Don’t Know How She Does It Leikstjóri: Douglas McGrath. Aðalhlutverk: Sarah Jessica Parker, Pierce Brosnan og Kelsey Grammar. Lengd: 97 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Háskólabíó, Smárabíó og Borgarbíó. Gosling veðjaði á réttan leikstjóra Gagnrýnendur vestanhafs halda vart vatni yfir hasarmyndinni Drive, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Myndin fór mikinn á kvikmyndahátíð- um sem hún var sýnd á í sumar og var meðal annars tilnefnd til Gullpálmans á Cannes. Skemmst er frá því að segja að á Cannes-hátíðinni var leikstjóri myndarinnar, hinn danski Nicolas Winding Refn, jafnframt útnefndur besti leikstjórinn. Það var enginn annar en Ryan Gosling, aðalleikari mynd- arinnar, sem fékk að velja leikstjóra myndarinnar sem verður að teljast athyglisvert. „Þetta var í fyrsta skipti sem mér var falið að velja leikstjóra en ég vissi strax að fyrir mér varð það að vera Nicolas, það kom enginn annar til greina“ segir Gosling í viðtali við vefmiðilinn IndieWire. Myndin fjallar um ónefndan áhættuleikara í Hollywood sem vinnur við áhættuakstur á bílum á daginn en á næturnar skutlar hann glæpamönnum af vettvangi á hraðskreiðum bílum. Leikstjórinn danski þykir hafa gert afar frumlega hluti með þetta handrit myndarinnar, sem skrifað er af Óskars- verðlaunahafanum Hossein Amimi, og ganga sumir gagnrýnendur svo langt að segja myndina frumleg- ustu spennumynd síðari ára. FRUMSÝND 16. SEPTEMBER Myndin Drive er frumsýnd um helgina en menn spá henni gífur- legum frama. Hún fékk frábærar viðtökur á Cannes-hátíðinni þar sem Nicolas Winding Refn var útnefndur besti leikstjórinn.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.