Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 ég fór til sögðu að nú yrði ég að fara í aðgerð og hugsa frekar um Ólympíuleikana 2012. Mér fannst það svo heví leiðinlegt að ég fékk tíma á hverjum degi hjá sjúkraþjálfara og hann lét mig styrkja allt í kringum hnéð og ég fékk risaspelku til að æfa með. Þremur mánuðum síðar var ég farin að spila á fullu aftur og ég vann fjögur eða fimm mót á þessu tímabili og allt var í lagi. Ég hugsaði alltaf að ég myndi láta laga þetta eftir Ólympíuleikana. Maður á nú ekki að ráðleggja neinum að gera þetta, en þetta er hægt. Einn læknir sagði mér að 33% þeirra sem reyna þetta tekst þetta og ég ákvað strax að reyna að vera ein af þeim. Mér tókst þetta og ég sé ekki eftir þessu. Þú lentir í því að þurfa að hætta í annarri lotu í fyrsta leiknum þar sem hnéð gaf sig. Hvernig var það? Þegar ég kom síðan til Kína þá var maður að spila fyrir framan svo marga og það voru svo geðveik læti að ég titraði alveg af stressi þannig að þá hef ég stífnað eitthvað upp og í fyrsta skiptið í allan þennan tíma fékk ég eitthvað í hnéð og datt niður í lokin á seinni lotunni. Ég var að spila við stelpu frá Japan sem var númer ellefu á heimslistanum og miklu betri en ég og hún náði dálítið að plata mig, hún vissi að mér væri illt í hnénu. Þá meiddist ég sem sagt aftur og fór ég í aðgerð þegar ég kom heim. Mér fannst þetta auðvitað ótrúlega leiðinlegt en þetta er bara eitthvað sem maður ræður ekki við. Bara það að hafa náð þarna inn á Ólympíuleikana er samt algjör sigur. Hvernig var sú upplifun að vera þarna á Ólympíuleikunum? Það var geðveikt, miklu meira og flottara en maður gat ímyndað sér. Svo var svo gaman að vera með handboltalands- liðinu þarna, það var svo mikil stemning því þeim gekk svo vel. Það munaði náttúrlega svo litlu að þeir kæmust ekki á mótið og ef þeir hefðu ekki farið þá hefði þetta örugglega verið dálítið öðruvísi. Það gerði þetta að enn meiri upplifun. Þú hefur mikinn áhuga á heimspeki og lífspælingum. Á Ólympíuleikunum varst þú í félagsskap með öðrum þekktum heimspekingi, Ólafi Stefánssyni. Rædduð þið heimspeki ykkar á milli? Eiginlega ekki en hann lánaði mér heimspekibók sem mér fannst geðveikt góð. Svo sögðu hinir strákarnir í handboltalandsliðinu að hann hefði reynt að fá þá alla til að lesa hana en enginn hefði nennt að lesa hana þannig að ég væri greinilega eitthvað skrýtin að nenna því. Nú hefur þú farið til landa eins og Kína, Íran og Gvatemala til að keppa í badminton. Hvernig er að ferðast um allan heim til að keppa í íþróttinni sinni? Það er geðveikt gaman að koma til svona landa upp á að keppa þar og skoða staðina en ferðalögin sjálf finnst mér leiðinleg. Ég hef komið í nánast allar heimsálfurnar og það er frábært að hafa gert það. Ég hef líka komið til Dóminíska lýðveldisins, Púertó Ríkó, Ástr- alíu og Nýja-Sjálands, þetta er allt svo ólíkt. Ég reyni alltaf aðeins að skoða staðina en ef mér gengur vel á mótinu og fer kannski alla leið í úrslit, þá fer ég yfirleitt heim daginn eftir mótið, svo þá næ ég ekkert að skoða. En ef illa gengur þá eru kannski nokkrir dagar eftir af ferðalaginu þegar ég dett út þá nær maður að skoða eitthvað. Hvað stendur helst upp úr þessu heimsflakki? Íran er örugglega skrýtnasti staður sem ég hef komið til. Ég þurfti að vera klædd í búrku allan tímann, það mátti sem sagt bara sjást í andlitið á mér. Við vorum á ógeðslegu hóteli og máttum ekkert fara nema í fylgd einhverra íranskra karla. Á sjálfu mótinu máttu síðan karlar og konur ekki vera á sama stað, svo það er ekki einu sinni keppt í tvenndarleik á mótinu, og þegar við stelpurnar vorum að keppa kepptu þær frá Íran og löndunum í kring í þvílíkum alklæðnaði. Þær gátu varla hreyft sig í þessu og eru einmitt ekkert mjög góðar. Þegar strákarnir kepptu þá þurftum við stelpurnar að vera í einhverju plássi úti í horni. Ég ætlaði að labba yfir til vina minna sem sátu á öðrum stað og þá var bara gelt á mig svo ég varð að hundskast út í horn aftur. Þetta er skrýtnasta mót sem ég hef farið á og ég sá ekkert af landinu því ég var alltaf bara á hótelinu. Hvað þarft þú að gera til að komast aftur á Ólympíuleik- ana í London á næsta ári? Heimslistinn er alltaf frá 1. maí ár hvert, svo núna er ég búin að keppa á þremur mótum síðan þá og þau hafa öll gengið ágætlega. Það er þannig að tíu bestu mót leikmanns gilda á árinu, frá 1. maí, og nú þarf ég að ná tíu góðum mót- um og vera helst í topp 70 á heimslistanum, þá er öruggt að ég komist. Ég þarf sem sagt að standa mig vel á sjö mótum í viðbót á þessu tímabili. Á bloggsíðunni þinni skrifar þú um Ólympíuleikana 2012 eins og það sé nú þegar ráðið að þú farir þangað. Er það hluti af einhverri hernaðaráætlun? Já, ef maður þorir ekki að hugsa þannig, þá er maður ekkert á leiðinni inn. Ég er búin að kaupa miða á leikana handa mömmu og pabba og hef mikla trú á þessu. Síðast komst ég nokkuð auðveldlega inn, það voru þónokkrar stelpur sem voru fyrir neðan mig, og þá var ég með slitið krossband en núna er ég alveg heil og í besta formi lífs míns. Ég er númer þrjátíu inn núna og það eru þrjátíu og átta sem komast þannig að ég sé þetta alveg fyrir mér. Ég fíla ekki alveg að tala alltaf um hvernig þetta verður „ef“ ég kemst inn. ÞETTA EÐA HITT Kósíkvöld eða æfing? Einu sinni hefði ég sagt æfing en núna þegar ég er farin að eldast þá segi ég kósíkvöld. Góðir badmintonskór eða góður spaði? Góðir badmintonskór. „Badminton“ eða „hnit“? Badminton. Tennis eða borðtennis? Tennis, ég æfði það dálítið þegar ég var lítil. Tuttugu Íslandsmeistaratitlar í einliðaleik eða þátttaka á þrennum Ólympíuleikum? Þrennir Ólympíuleikar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.