Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 Monitor Skannaðu strikamerkið til að sækja „appið“ í símann http://www.islandsbanki.is/farsiminn/ Sæktu „appið“ í snjallsímann þinn á m.isb.is. Hafðu bankann með þér HAFI RUNNIÐ ÚR GREIPUM STJARNANNA ÖNNUR ATHYGLISVERÐ TILFELLI Gwyneth Paltrow sem Rose í Titanic Mel Gibson sem Maximus í Gladiator Sarah M. Gellar sem Cher í Clueless Chevy Chase sem Forrest Gump Tom Hanks sem Jerry McGuire Á inni greiða hjá John Travolta MICHAEL MADSEN SEM VINCENT VEGA Þótt Michael Madsen sé ekki stærsti leikari Hollywood ætti andlit hans að vera flestum kvikmyndaáhugamönnum kunnugt. Hann lék Mr. Blonde í Tarantino- myndinni Reservoir Dogs við góðan orðstír en þegar Tarantino bauð honum að leika Vincent Vega, aðalhlutverk í Pulp Fiction, afþakkaði hann boðið og kaus frekar að leika í myndinni Wyatt Erp. Mad- sen hefur í seinni tíð sagt þessa ákvörðun vera mikil mistök og að leikurinn í Wyatt Erp hafi verið hreinasta tímaeyðsla. Þessi mistök hans reyndust hins vegar John Tra- volta nokkrum, sem þá þótti útbrunninn með öllu, algjör guðsgjöf þar sem hann fór á kostum í myndinni og stimplaði sig aftur inn í Hollywood með tilnefningu til Óskarsverðlauna og fjöldi góðra tilboða rigndi yfir hann í kjölfarið. Shaw-Hanks Redemption TOM HANKS SEM ANDY DUFRESNE Það getur verið erfitt að vera á fleiri en einum stað á einum tímapunkti en eflaust vildi Tom Hanks óska þess að sá möguleiki hefði verið til staðar í kringum árið 1993. Þessum farsæla leikara var nefnilega boðið aðal- hlutverk stórmyndarinnar Shawshank Redemption, sem trónir á toppi lista IMDB yfir 250 bestu kvikmyndir sög- unnar, en gat ekki gengist við boðinu þar sem tökurnar á henni sköruðust við vinnsluna á Forrest Gump. Þótt eflaust hafi verið fúlt fyrir Hanks að geta ekki tekið að sér að leika þennan fræga fanga þá þarf leikari með tvenn Óskarsverðlaun í farteskinu svo sem ekki að eyða löngum tíma í að syrgja svona lagað. Sér er ekki eftir neinu WILL SMITH SEM NEO Leikarinn Will Smith hefur birst í hverri stórmyndinni á fætur annarri eftir að hann fór með sitt fyrsta aðalhlut- verk í einni slíkri árið 1996, Independence Day. Smith hafnaði hins vegar að leika í einni eftirminnilegustu stórmynd síðari tíma, Matrix, þar sem honum bauðst að leika hinn útvalda Neo en hann tók myndina Wild Wild West fram yfir. Sjálfur hefur hann sagst ekki sjá eftir neinu enda hafi hann að eigin sögn ekki verið nógu snjall leikari á þeim tímapunkti til að skila af sér álíka frammistöðu og Keanu Reeves gerði. KANNSKI FÆR MADSEN AÐ LEIKA Í PULP FICTION 2 Í STAÐINN Hver á að leika hann Solo? AL PACINO OG FLEIRI SEM HAN SOLO Þótt ferilskrá Harrison Ford státi af hellingi af flottum hlutverkum þá er alveg á hreinu að sennilega hefði ferill hans aldrei þróast eins hefði hann ekki landað hlutverki mesta töffara himingeimsins, Han Solo. Sagan segir þó að nafn hans hafi komið ansi seint til sögunnar í leikara- leit framleiðenda myndanna en á undan honum herma heimildir að leikurum á borð við Al Pacino, Sylvester Stallone, Nick Nolte, Cris- topher Walken, ásamt fleirum, hafi verið boðið að leika hlutverkið. Blessunar- lega fyrir Ford gekk enginn þeirra að tilboðinu. VÆRI HANKS MESTA GOÐSÖGN ALLRA TÍMA HEFÐI HANN LEIKIÐ FANGANN? ÆTLI PACINO HEFÐI NÁÐ JAFNVEL TIL CHEWBACCA? TÓK SMITH EF TIL WILL RÉTTA ÁKVÖRÐUN?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.