Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 Monitor sælt þegar það kom út og fólk fékk viðlagið „figure it out some way“ alveg grimmt á heilann. Þurfið þið alltaf að taka þetta á tónleikum? Eruð þið orðnir þreyttir á að spila þetta lag? B Við erum alls ekki þreyttir á þessu lagi. L Og við þurfum ekkert að taka þetta alltaf. Þannig að fólk er ekkert: „Hey, takið Out of Place“? B Nei. En við höfum hins vegar fengið svolítið af: „Takið Audience of One,“ eða „takið Solary Index“ sem er mjög gaman af því að það eru gömul lög. Við vorum einmitt að ræða það að við þurfum að fara að æfa gömlu lögin aftur upp. Þannig að þið eigið alveg harðkjarna aðdáendur? B Við erum með það, það verður bara að segjast alveg eins og er. Fólk sem hefur fylgt okkur síðan 2005. Hvernig er tónleikahald miðað við þegar þið voruð að byrja? L Þetta eru nú allt sömu staðirnir en núna getur maður tekið fleiri tónleika heldur en þá. Í stað þess að spila einu sinni á tveggja mánaða fresti er nú hægt að spila tvisvar í mánuði. B Metnaðurinn núna er líka alveg í hámarki. Hljómsveitirnar ráðast bara í stór verkefni og fólkið er tilbúið að taka þátt í því. Menn taka Austurbæ og fylla hann og ég held að maður hafi ekki séð jafn mikið af því fyrir fimm árum. L Já, fólk er að mæta á tónleika og það eru færri bönd að koma til landsins og þess vegna er nóg að gera hjá íslenskum tónlistarmönn- um. B Íslenskir tónlistarmenn eru líka bara að verða gáfaðri. Á myndinni sem fylgir þessari frétt eruð þið allir með grímur. Viljið þið ekki þekkjast úti á götu? B Pælingin var að fylgja eftir stemningunni á plötunni. Platan heitir einmitt Den of Lions og því var þetta tilvalin mynd. Og þið áttuð bara grímurnar til inni í skáp? L Já. Við áttum þetta til. Vippuðum þessu bara fram og skelltum á okkur í tilefni dagsins. Þið eyðið miklum tíma í að stúdera ykkar hljóm og oft fylgir ykkar vinnu mikil fullkomnunarárátta. Líður ykkur betur í stúdíóinu heldur en á tónleikum? L Já og nei. B Þetta var svolítið erfið plata og við gáfum allt í þetta á mjög stuttum tíma. Hún tók því mikla orku frá okkur og þess vegna erum við fegnir því að fara loks að spila efnið á tónleikum. L En svo veit maður það að strax í desember, janúar langar mann að fara að taka upp aftur. B Þetta er plata sem við urðum að gera. Við vissum að hún yrði öðruvísi og það var áskorun sem við þurftum að takast á við. En maður er svo ánægður með gripinn að það er erfitt að þurrka brosið af munninum. Hvert er stefnan sett með nýju plötunni? B Við erum núna á fullu að klára B-hliðar lögin. Við gefum út B-hliðar plötu samhliða plötunni í gegnum tónlist.is. Við munum setja inn lög sem komust ekki inn á plötuna og ætlum að prófa að vinna með mismunandi listamönnum. L Við ætlum að reyna að setja eitt lag á viku þarna inn í næsta mánuði. B Við ætlum að byrja á lagi með Finna úr Dr. Spock. Má ég ekki alveg segja frá því? L Jú, jú. Hann var búinn að gefa já. B Hann ætlar að syngja með okkur. Það er spennandi af því að hann er frábær söngvari. Svo ætlum við að halda útgáfutónleika við tækifæri. Við erum í raun bara nýkomnir út úr stúdíóinu og svo hafa síðustu fjórar vikur farið alfarið í það að æfa upp plötuna. Ég held að engin plata hafi verið æfð jafnmikið og þessi plata. jrj Mynd/Kristinn En maður er svo ánægður með gripinn að það er erfitt að þurrka brosið af munninum

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.