Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Daglegt líf 11
Þegar ég fékk fyrst svona pitsu á
Ítalíu fékk hugtakið pitsa alveg nýja
vídd. Fersk og full af grænmeti,
klettasalati, tómötum og svo auð-
vitað parmaskinku, parmesan og
ferskum basil. Þetta er frábær sum-
arréttur til að njóta í hádegissólinni
eða kvöldsólinni úti á palli.
Fyrst er það auðvitað pitsudeigið
sem er minna vesen en margir vilja
halda. Þetta er uppskrift sem ég
nota yfirleitt, allar magntölur eru
„sirka“ enda þarf maður ekki að
mæla þetta upp á grammið:
Hitið 3 dl af vatni í örbylgjunni
þannig að það verði vel volgt. Bætið
út í einu bréfi af þurrgeri, teskeið af
sykri, klípu af salti og skvettu af ol-
íu hrærið vel saman.
Setjið 6-7 dl af hveiti í skál. Ég
nota yfirleitt til helminga venjulegt
hveiti og fínmalað spelt. Hvað
venjulega hveitið varðar þá er Eu-
ropris-hveitið sterkjumikið og hent-
ar betur en flest annað í svona
bakstur.
Blandið gerblöndunni saman við
hveitið og látið deigið lyfta sér í
rúman hálftíma á volgum stað.
Setjið smávegis af hveiti saman
við deigið og hnoðið það vel. Það á
verða teygjanlegt og auðvelt með-
ferðar, þannig að maður geti nánast
togað það og teygt að vild.
Mótið deigið á plötuna sem þið
ætlið að nota.
Penslið deigið með ólívuolíu og
setjið síðan eina dós af maukuðum
tómötum út á. Maukuðu Ítalíu tóm-
atarnir frá Hagkaupum eru mjög
góðir. Kryddið með óregano.
Setjið inn í ofn á hæsta mögulega
hitastig, helst 220-240 gráður. Bak-
ið þar til pitsan er orðin stökk og
flott – tekur um fimmtán mínútur.
Þegar pitsan er fullbökuð er hún
tekin út og á hana bætt ríkulega af
klettasalati, þá tómatasneiðum,
síðan er hún þakin með sneiðum af
parmaskinku. Rífið parmesanost yf-
ir með grófu rifjárni, klippið niður
nokkur basilblöð og hellið loks
bestu ólívuolíunni ykkar yfir.
Með þessu þarf ungt og gott vín
frá Miðjarðarhafssvæðinu. Ég mæli
með suðurítölsku Púglía-vínunum A
Mano Primitivo eða Lamadoro
Primitivo.
Steingrímur Sigurgeirsson
Uppskriftin
Ítölsk sumarpitsa
Fleiri uppskriftir má finna á Matur
og vín-vef Morgunblaðsins:
www.mbl.is/matur og á www.vino-
tek.is
Bónus
Gildir 21.-25. apr. verð nú áður mælie. verð
Kjörfugl ferskur heill kjúklingur .... 598 698 598 kr. kg
Kjörfugl ferskar kjúklingabr. ......... 1.598 1.798 1.598 kr. kg
KS frosin lambalæri ................... 998 1.139 998 kr. kg
KS frosin lambasvið ................... 209 298 209 kr. kg
KF léttreyktur lambahryggur ........ 1.398 1.798 1.398 kr. kg
Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 198 278 257 kr. kg
Bónus íspinnakassi, 24 stk......... 598 698 25 kr. stk.
Bónus nautaborgarar, 10x120 g . 1.298 1.082 kr. kg
Bónus hamborgarabrauð, 4 stk... 139 159 35 kr. stk.
Fanta, 2 l .................................. 159 198 80 kr. ltr
................................................
Fjarðarkaup
Gildir 22.-24. apr. verð nú áður mælie. verð
Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.498 1.898 1.498 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.198 1.498 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1.398 998 kr. kg
Hamborgarar 4x80g m/br. ......... 456 548 456 kr. kg
Frosið kjötfars frá Kjarnafæði ...... 543 776 543 kr. kg
SS blandað saltkjöt ................... 734 1.048 734 kr. kg
FK bayonne skinka ..................... 1.098 1.373 1.098 kr. kg
Ali hunangsmarin. svínakótil. ...... 1.924 2.565 1.924 kr. kg
Hagkaup
Gildir 22. apr.-2. maí verð nú áður mælie. verð
Íslandsnaut ungnauta ribeye....... 2.517 3.595 2.517 kr. kg
Íslandsnaut ungnauta entrecote.. 2.517 3.595 2.517 kr. kg
Íslandsnaut ungnauta prime....... 2.517 3.595 2.517 kr. kg
Jack Daniel’s mar. svínarif .......... 1.119 1.598 1.119 kr. kg
Boston grísaskinka .................... 1.019 1.698 1.019 kr. kg
Holta kalkúnaleggir .................... 601 859 601 kr. kg
Holta kalkúnabringur.................. 2.097 2.995 2.097 kr. kg
Myllu maísbrauð........................ 199 199 199 kr. stk.
Pringles Rice – 3 tegundir ........... 299 398 299 kr. stk.
Amerísk súkkulaðiterta............... 999 999 999 kr. stk.
Kostur
Gildir 22.-26. apr. verð nú áður mælie. verð
Kjarnafæði jurtakr. lambalæri ...... 1.583 2.639 1.583 kr. kg
Goða Roast Beef ....................... 1.945 2.778 1.945 kr. kg
Goða grísahnakki, Piri Piri ........... 1.635 2.098 1.635 kr. kg
Goða skinkuálegg ...................... 372 498 372 kr. kg
Grillborgarar m.brauði ................ 593 698 593 kr. pk.
Goða ostapylsur ........................ 1.048 1.497 1.048 kr. kg
Great Value Fruit spins, morg.k.... 397 496 397 kr. pk.
Great Value Cocoa Cool , morg.k. 319 399 319 kr. pk.
Great Value Old Fashion hafr. ...... 423 529 423 kr. pk.
Great Value Oatm., 10 teg. í pk. .. 343 429 343 kr. pk.
Krónan
Gildir 21.-25. apr. verð nú áður mælie. verð
Lambafille með fiturönd ............. 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Lamba sirloinsneiðar.................. 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Grísahnakki úrb. sneiðar............. 998 1.698 998 kr. kg
Grísalundir ................................ 1.559 2.598 1.559 kr. kg
SS rifsberjalegin helgarsteik ....... 1.974 2.468 1.974 kr. kg
Grillborgarar með brauði, 4 stk.... 552 649 552 kr. pk.
Sóma pitsa, margarita/pepp. ..... 398 569 398 kr. stk.
Goða lambalærissneiðar, þurrkr. . 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Goða lambagrillsneiðar, þurrkr. ... 1.649 2.198 1.649 kr. kg
Myllu kanilsnúðar ...................... 229 260 229 kr. pk.
Nóatún
Gildir 21.-25. apr. verð nú áður mælie. verð
Nóatúns lærissn. salt & pipar ..... 2.293 2.698 2.293 kr. kg
Lambalærissneiðar .................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Nóatúns tvírifjur, salt & pipar ...... 2.208 2.598 2.208 kr. kg
Lambakótelettur ........................ 1.698 2.198 1.698 kr. kg
Lambainnralæri ......................... 2.379 3.398 2.379 kr. kg
Íslensk matvæli, kjúklingabringur 1.799 2.398 1.799 kr. kg
Ýsuflök með roði ........................ 1.358 1.598 1.358 kr. kg
Kjötfars, nýtt.............................. 545 779 545 kr. kg
Axxento kaffibaunir, 1 kg ............ 1.182 1.390 1.182 kr. kg
Hvítlaukshringur ........................ 349 554 349 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 22. - 25. apr. verð nú áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingabr. úrb. .............. 2.094 2.992 2.094 kr. kg
Ísfugls kjúklingur heill................. 682 975 682 kr. kg
Ísfugls kjúklingalæri-leggir .......... 669 956 669 kr. kg
Haribo grill-sykurpúðar 300 g ..... 459 639 1.530 kr. kg
Daloon vorrúllur 720 g ............... 798 998 1.109 kr. kg
Orville poppmaís 850 g.............. 485 579 571 kr. kg
Gallo Arborio Risotto grjón 500 g 389 498 778 kr. kg
Uncle Beńs Tikka Mas. só. 500 g 375 479 750 kr. kg
Lambi salernisp. hvítur 6 rl. ........ 479 625 80 kr. stk.
Helgartilboðin
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
EIRBORGIR, við Fróðengi 1-11 í Reykjavík
Til sýnis sumardaginn fyrsta 22. apríl frá kl. 13 - 17
Íbúðirnar eru til sýnis í dag 22. apríl frá 13-17
og munu starfsmenn Eirar veita upplýsingar
á staðnum um verð þeirra, greiðslukjör og
þjónustu í húsinu.
Íbúðirnar, sem eru af nokkrum stærðum, eru
sérhannaðar þannig að aðgengi er mjög gott
og auðvelt að veita aðstoð og hjúkrun þeim
sem þurfa. Hægt er að ferðast á hjólastól
eða rafskutlu um allt húsið.
Fullkomið öryggiskerfi er í öllum íbúðunum
tengt vaktstöð og vakthafandi starfsfólki.
Innangengt verður úr öllum íbúðunum við
fyrirhugaða þjónustu- og menningarmiðstöð
Reykjavíkurborgar.
Hjúkrunarheimilið Eir | www.eir.is | Sími 522 5700 | Fax 522 5751
Eir hjúkrunarheimili
hefur tekið í notkun öryggisíbúðir fyrir aldraða