Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Einstæð rösk-un varð áflugi vegna
eldgossins í Eyja-
fjallajökli. Lang-
varandi flugbann
um stóran hluta
Evrópu hafði áhrif á flugfélög
og farþega þeirra um allan
heim. Nú er um það deilt hvort
of langt hefur verið gengið í við-
brögðum við því að öskuský
lagðist yfir Evrópu með skömm-
um fyrirvara. Flugfélög hafa
tapað ógrynni fjár af þessum
sökum. Mörg þeirra stóðu tæpt
fyrir og þegar reiðufé hverfur út
úr rekstrinum á sama tíma sem
það streymir þaðan út vegna
bótakrafna verða lánardrottnar
félaganna órólegir. Hætt er við
að einhver félög standi ekki
þennan öskustorm af sér.
Virðingarvert var hve mörg
flugfélögin, þ.á m. þau íslensku,
lögðu sig fram um að koma til
móts við farþega við erfiðar að-
stæður. Margvíslegar stjórn-
valdsreglur, til að mynda evr-
ópskar gera miklar kröfur til
flugfélaga um bætur til ferða-
langa sem ekki fá notið lofaðrar
þjónustu þeirra. Hvers vegna
þarf slíkar reglusetningar? Er
ekki eðlilegra að slíkt lúti einka-
réttarlegum reglum? Flugfélag
sem býðst til að tryggja við-
skiptavinum sínum bætur eða
fyrirgreiðslu vegna niðurfell-
ingar flugs eða tafa er líklegra
til að fá viðskipti en önnur og
geta látið slík loforð sjást í far-
gjaldi.
Sagan sýnir að
flugrekstur er
áhættusamur
rekstur. Nýliðnir
atburðir undir-
strika einnig
hversu mikilvægur
sá rekstur er fyrir skilvirk við-
skipti nútímasamfélags. Alls
ekki má taka undir þau sjón-
armið sem nú vottar fyrir að
slaka eigi á kröfum um flug-
öryggi með hliðsjón af fjárhags-
lega veikri stöðu flugsins. Ör-
yggið verður að vera í öndvegi
og það réð því að flugbann skall
á Evrópu. En alla aðra þætti
bæði má og á að skoða rækilega.
Ekki er rétt að hlaða að geð-
þótta íþyngjandi regluverki á
flugið. Telji opinber yfirvöld sig
knúin til slíks af stjórnmála-
legum ástæðum verða þau að
bera kostnaðinn sem af slíkri
góðsemi hlýst.
Fá lönd hafa jafn ríka þörf
fyrir burðug flugfélög og Ís-
land. Farþegaskip ganga ekki
til og frá landinu nema um tak-
markaðan tíma ár hvert. Bret-
land er eyja eins og Ísland. En
hún er nærri öðrum ströndum
og tengd öðrum löndum og álf-
um með sjávargöngum og öfl-
ugum skipa- og ferjusiglingum.
Bretar líta þrátt fyrir það á sex
daga flugbann sem neyðar-
ástand sem setji allt viðskipta
og þjóðlíf úr skorðum. Síðustu
atburðir ættu að vera Íslend-
ingum holl áminning um mik-
ilvægi flugsamgangna fyrir
þjóðina.
Mikilvægi flugsins
fyrir Íslendinga kom
glögglega í ljós
síðustu daga }
Tryggja verður öfluga
flugþjónustu
Frumvarp dóms-mála- og
mannréttinda-
ráðherra er nú til
meðferðar á Al-
þingi. Í frumvarp-
inu er gert ráð fyrir umtals-
verðum breytingum á skipulagi
lögreglumála í landinu og mikil
hagræðingarkrafa gerð til lög-
reglunnar. Þetta bætist við þann
niðurskurð sem þegar hefur orð-
ið hjá lögreglunni í landinu. Við
forgangsröðun hjá ríkinu hefur
því miður komið í ljós að stjórn-
völd hafa ekki tekið nægilegt til-
lit til þýðingarmikils hlutverks
lögreglunnar sem einnar helstu
grunnstoðar samfélagsins.
Við kynningu á frumvarpinu
hefur ráðherra talað um að hún
vilji forðast að fækka lög-
reglumönnum og óhætt er að
taka undir þá afstöðu. Góð orð
duga hins vegar skammt í þessu
efni, því að fækkun lögreglu-
manna er bein afleiðing frum-
varpsins, verði það að lögum.
Þetta má lesa út úr umsögn fjár-
lagaskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins.
Annað sem varasamt er í
frumvarpinu er sú
mikla fækkun lög-
regluumdæma sem
ráð er fyrir gert.
Umdæmin eru nú
fimmtán en verði
frumvarpið að lögum fækkar
þeim í sex sem þýðir að sum
þeirra munu ná yfir mjög stór
landsvæði. Í umræðum á þingi
benti Einar Kristinn Guðfinns-
son alþingismaður til að mynda á
að einn lögreglustjóri yrði yfir
svæðinu allt frá Akranesi til Ísa-
fjarðar og annar færi með um-
dæmi sem næði frá Hrútafirði til
Langaness.
Vera kann að sum umdæmi
séu í dag of smá, en hægt er að
taka undir með Einari að með
þessari hugmynd er gengið of
langt í hina áttina. Það er ekki
aðeins fólksfjöldinn sem hefur
þýðingu, heldur einnig stærð
landsvæðisins og hversu greið-
fært er þar um.
Ýmsir aðrir þættir í frum-
varpinu þarfnast betri skoðunar
og greinilegt er að Alþingis bíð-
ur mikið verk að koma því í gott
lag. Afar mikilvægt er að þar
takist vel til.
Margt í frumvarpinu
þarf að taka til betri
skoðunar}
Frumvarp til lögreglulaga
T
il er sú manngerð sem festir sig í
reglum og reglugerðum og lítur
svo á að ekki megi breyta því sem
þar standi. Reglur eru reglur, seg-
ir þetta fólk og telur skelfilegt
veikleikamerki að veita undaþágur. Það sé brot
á mikilvægri jafnræðisreglu og auk þess geti
það riðlað skipulaginu. Þegar þessi manngerð
kemst til áhrifa er hún engum til sérstakrar
skemmtunar, af því hún er í eðli sínu smásál.
Smásálir hafa engan áhuga á manneskjum,
þeim finnst að allir eigi að vera nokkurn veginn
eins, og til friðs.
Nú hefur hópur smásálna innan borg-
arskipulagsins uppgötvað sér til mikillar hrell-
ingar að sérvitur og dyntóttur listamaður hefur
farið einhverja metra fram fyrir lóð sína og
dundað þar við skreytilist. Þetta þarf vitanlega
að stöðva af hörku því það verður að framfylgja reglum.
Það skiptir þá engu máli að viðkomandi listamaður, Hrafn
Gunnlaugsson, hefur í langan tíma verið að byggja upp og
skapa eitt sérkennilegasta og skemmtilegasta útivist-
arsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er sannur æv-
intýraheimur sem hlýtur að hrífa alla þá sem hafa gætt
þess að varðveita ímyndunarafl sitt. Börn fyllast gleði þeg-
ar þau koma á þennan stað. Útlendingar verða stórhrifnir.
Hinn dæmigerði fullorðni Íslendingur verður kannski dá-
lítið hissa þegar hann lítur þarna í kringum sig því hann
sér svo margt óvenjulegt, en hann hlýtur að viðurkenna að
þetta er list sem er jafnvel frumlegri en dæmigert framlag
Íslendinga til Feneyjatvíæringsins. Fór ekki
þorri borgarstjórnar til Feneyja til að virða
fyrir sér síðasta framlag Íslendinga? Það væri
kostnaðarminna fyrir skattgreiðendur að
borgarfulltrúarnir keyrðu í Laugarnesið, þar
sæju þeir alvörunútímalist, í íslensku lands-
lagi.
Það sérkennilegasta við aðgerðir borgaryf-
irvalda í Laugarnesinu er að Sjálfstæðisflokk-
urinn skuli standa fyrir þeim. Maður hefði ein-
mitt búist við því að forsjárhyggjupostularnir í
vinstriflokkunum myndu froðufella og kalla til
jarðýtur. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem
segist staðfastur standa vörð um frelsi ein-
staklingsins. Einmitt þess vegna bjóst maður
við að flokkurinn myndi standa með skapandi
einstaklingi gegn reglugerðarfárinu. En af ein-
hverjum ástæðum er það ekki hægt.
Eru bara smásálir í borgarstjórn? Ef svo er þá er ekk-
ert annað til ráða en að kjósa Besta flokk Jóns Gnarr í
næstu kosningum. Þar eru listamenn í nánast hverju sæti,
skapandi einstaklingar sem ekki eru líklegir til að falla
fram og tilbiðja reglugerðafárið. Það fólk hefur næga víð-
sýni til að skynja og standa með margbreytileika mann-
lífsins.
Borgaryfirvöld eiga að hætta þeim bjánaskap að eltast
við nokkra metra í Laugarnesinu. Þau eiga að sýna rausn-
arskap og gefa Hrafni Gunnlaugssyni þennan skika. Og
þakka honum um leið fyrir að hafa gert umhverfið svo
miklu skemmtilegra. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Smásálir í borgarstjórn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
A
ðeins eru fimm vikur til
sveitarstjórnar-
kosninganna 29. maí.
Þótt framboðslistar séu
flestir komnir fram eru
þó ekki allir tilbúnir enn. Frestur til
að skila framboðum í sveitarfélög-
unum rennur út hinn 8. maí.
Framkvæmdastjórar stjórnmála-
flokkanna eru á einu máli um að
efnahagsþrengingarnar setji mikið
mark á kosningabaráttuna, menn
reyni að stilla kostnaði í hóf.
„Þetta er svolítið skrítin kosn-
ingabarátta. Hún er ekki hafin og ég
tel að hún verði stutt og snörp,“ seg-
ir Drífa Snædal, framkvæmdastýra
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sem býður nú fram á fleiri
stöðum en í kosningunum 2006.
„Þetta er ekki barátta hinna miklu
kosningaloforða. Það vita það allir
að allir sjóðir eru tómir og ótrúverð-
ugt að fara fram með einhver stór
kosningaloforð,“ segir hún.
Jónmundur Guðmarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
gerir einnig ráð fyrir að kosninga-
baráttan verði fremur stutt, að-
stæður í þjóðfélaginu bjóði ekki upp
á annað. „Ég tel hyggilegt að kosn-
ingabaráttan verði bæði stutt og
snörp og fari vel fram. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur verið að undirbúa
sig um nokkurra mánaða skeið fyrir
þessar sveitarstjórnarkosningar
með málefnavinnu og að öðrum und-
irbúningi sem nauðsynlegur er.“
„Þetta er allt að fara í gang. Fólk
finnur taktinn á hverjum stað,“ segir
Sigrún Jónsdóttir, framkvæmda-
stýra Samfylkingarinnar. Undirbún-
ingur fyrir sjálfa kosningabaráttuna
er að komast í fullan gang. Fram-
boðslistar eru flestir komnir fram,
nú síðast í Garðabæ þar sem Sam-
fylkingin býður í fyrsta skipti fram í
eigin nafni til bæjarstjórnar. Sigrún
segist eiga von á að kosningabar-
áttan fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar verði styttri að þessu sinni en í
fyrri kosningum og hófstilltari.
„Það er verið að leggja síðustu
hönd á framboðslista,“ segir Hrólfur
Ölvisson, framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins. Að sögn hans verða
fleiri B-listaframboð nú en í seinustu
kosningum 2006. Efnahagskreppan,
vandi heimilanna og atvinnumál
munu yfirskyggja allt annað í þess-
um kosningum að mati hans.
Samkomulag um takmörk á
auglýsingar í burðarliðnum
Víðast hvar grípa flokkarnir tæki-
færið á sumardaginn fyrsta til að
vekja athygli á framboðunum með
uppákomum af ýmsu tagi. Boðið
verður upp á sumardagskaffi og efnt
til fjölskyldugleði víða. Kosninga-
miðstöðvar verða opnaðar í dag og á
allra næstu dögum víðs vegar í sveit-
arfélögum um allt land.
Í burðarliðnum er samkomulag á
milli allra flokkanna sem bjóða fram
á landsvísu um að sett verði takmörk
á auglýsingar fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar. Samningstexti ligg-
ur fyrir og búast talsmenn flokkanna
við að samkomulag verði undirritað
og kynnt á allra næstu dögum um
hámark á þeirri upphæð sem stjórn-
málaflokkar mega verja til að kaupa
auglýsingar í fjölmiðlum.
Morgunblaðið/Ómar
Færri Sveitarfélögum hefur fækkað frá seinustu kosningum og verður kosið
til 76 sveitarstjórna þann 29. maí.
Hófstillt og stutt og
loforðin lágstemmd
Lítið hefur farið fyrir kosninga-
baráttu vegna sveitarstjórnar-
kosninganna. Nú má þó reikna
með að meira líf færist í undir-
búninginn. Flokkarnir búa sig
undir stutta og snarpa baráttu.
Hvað verður kosið í mörgum
sveitarfélögum?
Sveitarstjórnarkosningarnar 29.
maí verða haldnar í 77 sveit-
arfélögum. Frá því kosið var til
sveitarstjórna síðast árið 2006
hefur sveitarfélögum fækkað um
tvö, úr 79 í 77. Að loknum kosn-
ingunum í vor tekur gildi samein-
ing Arnarneshrepps og Hörg-
árbyggðar.
Hvenær rennur framboðs-
frestur út?
Frestur til að skila framboðs-
listum til yfirkjörstjórnar í viðkom-
andi sveitarfélagi er til kl. 12 á há-
degi laugardaginn 8. maí.
Er nú þegar hægt að kjósa utan
kjörfundar?
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
hófst 6. apríl. Hægt er að kjósa
hjá öllum sýslumönnum á land-
inu, á aðalskrifstofum eða í útibú-
um þeirra. Þá er utankjörfund-
aratkvæðagreiðsla erlendis hafin
á 235 stöðum í 84 löndum.
Hafa sveitarfélög verið sam-
einuð frá seinustu kosningum?
Já, sveitarfélög sem hafa samein-
ast eru Aðaldælahreppur og Þing-
eyjarsveit og hins vegar Akureyr-
arbær og Grímseyjarhreppur.
S&S