Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 8. M A Í 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
106. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
DAGLEGT LÍF»10-11
HERKÆNSKU BEITT Í
VÖRN OG SÓKN
MENNING»50
HÁTÍÐIN HELGUÐ
SIGFÚSI HALLDÓRSSYNI
6
Sunnudags Mogginn
er borinn út með
laugardags
Morgunblaðinu
ÁN ALLRA AUKEFNA
FÆUBÓTAREFNI
ÍSLENSKTPRÓTEIN
Ætlað þeim sem vilja skipta út narti
fyrir heilsusamlegan próteindrykk.
Eftir Egil Ólafsson
og Önund Pál Ragnarsson
HREIÐAR Már Sigurðsson, fv. for-
stjóri Kaupþings banka, var í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær úrskurð-
aður í tólf daga gæsluvarðhald.
Magnús Guðmundsson, forstjóri
Banque Havilland í Lúxemborg, var
úrskurðaður í sjö daga varðhald en
stjórn bankans setti Magnús af sem
forstjóra í gær. Báðir úrskurðir hafa
verið kærðir til Hæstaréttar og
þurfa báðir aðilar því að skila gögn-
um til réttarins í dag.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, vildi í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi hvorki stað-
festa að Sigurður Einarsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður Kaup-
þings, hefði verið boðaður til
skýrslutöku né að hann hefði verið
beðinn að flýta för sinni til Íslands,
líkt og Stöð 2 hélt fram í sínum
fréttatíma í gær. „Það er ætlast til
þess að sá tími sem aðilar eru í haldi
sé nýttur vel,“ sagði Ólafur Þór, að-
spurður hvort aðgerða væri að
vænta um helgina. Dómstólar ætl-
uðust til þess að framvinda væri í
málinu á meðan menn væru í haldi.
Gestur Jónsson hrl. sagðist að-
spurður í samtali við Morgunblaðið
vera að vinna fyrir Sigurð Einarsson
en vildi ekki tjá sig um málið. Gestur
hvorki játaði né neitaði því að Sig-
urður hefði verið boðaður til yfir-
heyrslu.
Gæsluvarðhald beggja
kært til Hæstaréttar
„ÞAÐ þarf talsvert til þess að dómari samþykki frelsissviptingu áður en
genginn er dómur. Þegar rannsóknaraðili biður um gæsluvarðhald þarf
hann að færa sterk rök fyrir beiðninni,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sér-
stakur saksóknari, í Morgunblaðinu í dag en hér er hann í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær þar sem fyrstu úrskurðir um gæsluvarðhald voru af-
greiddir í tengslum við rannsókn embættisins á bankahruninu. | 6
„FRELSISSVIPTING ER EKKERT GAMANMÁL“
Morgunblaðið/Golli
VÍÐTÆK raf-
magnsbilun varð
um allt land um
níuleytið í gær-
kvöldi vegna
truflunar sem
hafði keðjuverk-
andi áhrif á stór-
an hluta dreifi-
kerfisins. Ekki lá
fyrir hvað olli
biluninni er blaðið fór í prentun en
ýmislegt benti til yfirálags á kerf-
inu að sögn Þórhalls Hrafnssonar,
sérfræðings hjá Landsneti. Raf-
magn var alls staðar komið á að
nýju kl. 23 eftir að kerfið var keyrt
af stað aftur. Talið er að eldsvoða í
prjónaverksmiðjunni Glófa á Akur-
eyri í gærkvöldi megi rekja til raf-
magnsbilunarinnar og einnig varð
árekstur í Reykjavík eftir að um-
ferðarljós á gatnamótum duttu út
um svipað leyti. Smávægilegar
truflanir urðu á gsm-sambandi.
Eldsvoði á Akureyri rakinn
til rafmagnsbilunarinnar
GUNNAR Björnsson fósturtaln-
ingarmaður fer um á hverjum vetri
frá Skagafirði og austur um að Eg-
ilsstöðum og telur fóstur í um 60
þúsund lambfullum ám. Við taln-
inguna beitir hann ómsjá, ekki
ólíkri þeim sem notaðar eru til að
skoða börn í móðurkviði. Auk þess
segist hann bjóða húsfreyjum upp á
fría ómskoðun. En hafa einhverjar
þekkst þetta kostaboð? „Ég hef
fengið að skoða þrjár. Þær voru
bara með eðlilega tölu.“ »23
Húsfreyjur fá fría skoðun
Hreiðar Már Sigurðsson kemur
fyrir héraðsdóm. Þaðan lá leiðin á
Litla-Hraun í gæsluvarðhald.
Morgunblaðið/Eggert
Tólf daga varðhald
Magnús Guðmundsson var síðdegis
í gær settur af sem forstjóri Havil-
land banka í Lúxemborg.
Morgunblaðið/Eggert
Sjö daga varðhald
Kaupþing varði alls um 510 milljónum evra á stuttu tímabili haustið 2008
til að hafa áhrif á skuldatryggingaálag á bréf bankans. Þetta fé rann að
lokum allt í vasa Deutsche Bank, að því er fram kemur í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis.
Eigendur félaga, sem fengu lán frá Kaupþingi í tengslum við þessi við-
skipti, komu ekki með neitt eigið fé, að því er fram kemur í skýrslunni.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagði við
skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis að viðskiptin hefðu haft áhrif á
skuldatryggingaálagið. Það hefði lækkað um tvö til þrjú prósent.
Varði miklu fé til að lækka álagið
Úrskurðir felldir | 6, 26 og 28