Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jóhanna Sig-urðardóttir,forsætisráð- herra, hefur sagt fjölmiðlum að hún hafi ekki lofað seðlabankastjóra betri launakjörum en lög gera ráð fyrir. Hún hefur, eftir að vera þráspurð um málið, veitt sömu svör á Alþingi. Við eðlilegar aðstæður væri málið þar með útrætt og fólk tryði því að ráðherra hefði far- ið með rétt mál. En aðstæður eru allt annað en eðlilegar. Fyrir liggur að bankaráð Seðlabankans fékk þau skila- boð frá forsætisráðherra að seðlabankastjóra hefði verið lofað hærri launum og þess vegna lagði formaður ráðsins fram tillögu þess efnis. Þó að Jóhanna neiti að hafa sent bankaráðinu skilaboðin þarf ekki að skoða málið lengi til að sjá að sá málflutningur er afar ótrúverðugur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fjöl- miðlar hafa síðustu daga greint frá því að þeir hafi upp- lýsingar innan úr bankaráðinu um að umrædd skilaboð hafi komið úr forsætisráðuneytinu. Þetta voru nafnlausar heim- ildir, en í gær bættist við að einn bankaráðsmannanna, Ragnar Árnason, prófessor, veitti þessar sömu upplýs- ingar í viðtali við Morg- unblaðið. Sama dag staðfesti formaður bankaráðsins, Lára V. Júlíusdóttir, þetta einnig í samtali við Fréttablaðið. Spurð að því hvernig beri að skilja málið í ljósi þess að for- sætisráðherra hafi neitað að hafa veitt fyrirheit segir Lára: „Ég kýs að skilja það þannig að ekki sé vilji til að fylgja þeim fyrirheitum eftir í ljósi ástandsins.“ Einhverjir reyna nú að halda því fram að málið sé pólitískt og að andstæðingar Jóhönnu séu að bera hana röngum sökum. Þeir sem vilja trúa slíku verða þá að útskýra hvers vegna Lára talar með þeim hætti sem hún gerir. Í sama viðtali segir hún að hún hafi alltaf verið mikill aðdá- andi Jóhönnu og hafi verið að- stoðarmaður hennar um skeið. Málið snýst ekkert um póli- tík þó að sumir stjórnar- þingmenn reyni nú að gera það pólitískt. Málið er sáraeinfalt og snýst um það að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra, hefur verið staðin að verki við að lofa seðla- bankastjóra betri kjörum en lög leyfa, og reyna í framhald- inu að koma sér út úr vand- anum með því að segja ósatt. Það er grafalvarlegt mál að ráðherra veiti þinginu rangar upplýsingar til að þjóna stund- arhagsmunum sínum. Ráð- herra sem verður uppvís að slíku er um leið rúinn trausti. Hann hefur sýnt að hann telur koma til greina að segja ósatt til að koma sér út úr vandræð- um. Þar með verður að taka öllu sem hann segir með þeim fyrirvara og trúverðugleikinn er horfinn. Ráðherra sem staðinn er að ósannindum er rúinn trausti } Þingi og þjóð sagt ósatt Enginn getur íhjarta sínu fagnað gæslufang- elsun tveggja bankamanna, þótt sú aðgerð kunni að hafa verið óhjá- kvæmileg. Og gildir hið sama um aðra þá sem í slíkum raun- um lenda, hvort sem þeir eiga mikið undir sér eða lítið, sem oftar er. Þar til bærir aðilar hafa gert kröfu um varðhald tveggja manna, rökstutt hana fyrir dómara, sem hefur á hana fall- ist. Verður því að treysta að ekki sé verið að beita þessa tvo menn meira harðræði en efni standa til. Það er þýðing- armikið að þeir sem hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi í íslensku fjármálalífi séu beittir þeim viðurlögum sem við slíku liggja. En það er einnig þýð- ingarmikið, hvað sem líður öll- um tilfinningum og hversu hátt sem mál eru í umræðunni, að ekki sé neinn rétt- ur brotinn á þeim mönnum sem í hlut eiga. Steingrímur Sigfússon fjár- málaráðherra seg- ist vona að hand- tökur tveggja nafngreindra manna verði „til að sefa óánægju almennings“. Þetta eru mjög óheppileg ummæli og reyndar ótæk. Það getur aldrei verið efnisástæða frelsissvipt- ingar einstaklinga að sú að- gerð muni falla almennings- álitinu vel. Morgunblaðið hefur hvatt til þess og hvetur enn til þess að málefni fjár- málafyrirtækja og þeirra sem þar báru mesta ábyrgð verði rannsökuð út í hörgul. En það verður auðvitað að gæta þess að ganga ekki í neinu á lög- mætan rétt þess sem sætir rannsókn eða ákæru hverju sinni. Þegar ró færist yfir verður það einnig skoðun alls almennings. Aðeins beinharðar efnisástæður réttlæta frelsissviptingu} Frelsissvipting er neyðarúrræði Á byrgð er eitt af hugtökum áratug- arins. Mikið hefur verið rætt um þetta litla orð sem er þó svo stórt. Heiðarleiki og virðing eru önnur sem skipta sköpum í góðu sam- félagi. Þessi orð hafa mikið verið notuð síðustu miss- eri, kallað hefur verið eftir því að sökudólgum verði refsað og hætt er við að margir glotti út í annað nú þegar rannsókn bankahrunsins er komin á það stig að fyrstu mennirnir hafa verið settir í gæsluvarðhald. En rétt er að hafa í huga að hér er ekkert gamanmál á ferðinni og ekki er tímabært að dómstóll götunnar kveði upp sinn dóm. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Ég skynja að því fylgi ákveðinn léttir í sam- félaginu að loksins skuli einhverjir vera komnir undir lás og slá. En tilfinningin var einkennileg þegar fréttin spurðist út; einhvers konar stingur í hjartað. Ég þekki ekki þá menn sem í hlut eiga, hef aldrei hitt þá eða séð með berum augum, en samt voru þetta viðbrögðin. Spyrjum að leikslokum. Hinu má ekki gleyma – og það er sannarlega heldur ekki gamanmál – að margir hafa orðið illa úti í kjölfar bankahrunsins á Íslandi sem heimsfrægt er orðið, jafnvel öðrum hrunum þekktara. Fjöldi fólks hefur misst aleig- una, margir líða skort og hafa þjást mánuðum saman, bæði andlega og líkamlega. Ástandið í þessu góða og gjöfula landi er í raun súrreal- ískt. Fáránlegt, en verður vonandi lærdómsríkt. Ef þar til bært yfirvald kemst að því að ein- hver eða einhverjir beri ábyrgð á því hvernig komið er í samfélaginu að hluta til eða öllu leyti ber að sjálfsögðu að refsa fyrir það. Þeir sem hafa rangt við, hvort sem er á sviði viðskipta eða á öðrum vettvangi, verða að gjalda fyrir það samkvæmd gildandi lög- um í landinu. Hvað þá ef einhver fer langt með að eyðileggja heilt samfélag. Sá sem ekur of hratt eða fer yfir á rauðu þarf að greiða fyrir – ef upp um hann kemst. Ef fótboltamaður lemur andstæðing fær hann rauða spjaldið, ef dómarinn sér. Það er nefnilega dómarinn sem ræður. Ekki áhorf- endur. Þegar og ef dómarinn úrskurðar að einhver hafi haft rangt við þýðir heldur ekki að deila við hann. Hann á síðasta orðið. Byltingin sem kennd var við búsáhöld var ekki bylting. Hún var áminning. Gefið var í skyn að mörgum í þessu landi væri loks ofboðið; væri ekki sama hvernig komið væri fram við þjóðina. Áminningin var að sumu leyti góð en auðvitað var óviðunandi að horfa upp á hinn almenna borgara skeyta skapi sínu á lögreglunni. Ástandið er ekki henni að kenna en laganna verðir voru auðveld skotmörk. Mótmælendur verða að kunna sér hóf. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála á næstunni. Búsáhöldin safna ryki en ekki tekur langa stund að blása af þeim. Vonandi verður ekki gripið til hættulegri vopna. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Uns sekt er sönnuð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is H éraðsdómur Reykja- víkur dæmdi sl. fimmtudag Reykjavíkurborg til að taka við atvinnulóðum þriggja fyrirtækja. Fyrirtækin, Eir- vík-heimilistæki ehf., Búgarður In- vest ehf. og Vídd ehf., höfðu fengið út- hlutaðar lóðir við Lambhagaveg haustið 2007. Vegna breyttra að- stæðna á lánamörkuðum og minni uppbyggingar á svæðinu en gert hafði verið ráð fyrir vildu fyrirtækin skila lóðunum í september og október 2008. Borgin neitaði að taka við lóðunum, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tekið við fjórum lóðum á þessu sama svæði og greitt til baka opinber gjöld vegna þeirra. Í dómunum kemur fram að embættismenn borgarinnar hafi um mánaðamótin september/október tekið ákvörðun um að vegna „ástandsins“ yrði ekki tekið á móti fleiri lóðum, en þá hafði þegar fjölmörgum lóðum verið skilað. Ákvörðun um það var hins veg- ar ekki tekin í borgarráði fyrr en 20. nóvember og tilkynnt hlutaðeigandi aðilum viku síðar. Höfðu rétt á grundvelli venju Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að umrædd fyrirtæki hafi á þeim tíma sem þau skiluðu lóðunum haft rétt til þess á grundvelli venju borgarinnar í sambærilegum málum. Borgaryfir- völd geti ekki látið breytingu, sem síð- ar var samþykkt í borgarráði, gilda afturvirkt um umræddar lóðir. Því beri borginni að taka við lóðunum og greiða til baka útlögð gjöld vegna þeirra, samtals um 270 milljónir króna auk verðbóta og dráttarvaxta. Undanfarna mánuði hafa fallið svipaðir úrskurðir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, þar sem þeim tilmælum er beint til borg- arinnar að tekið verði við lóðum sem annars vegar einstaklingar og hins vegar fyrirtæki hafa reynt að skila. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og ráðuneytið leggja áherslu á að borgin verði að gæta jafnræðis. Ekki er því endilega um að ræða að lóðarhafar séu taldir hafa skilyrðislausan rétt til að skila lóðum, heldur hafi borgin skapað hefð sem veitti lóðarhöfum slíkan rétt. Gæti kostað fimm milljarða Borgin hefur þegar tekið ákvörðun um að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Í hádegisfréttum RÚV í gær var haft eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra að óábyrgt væri af borgaryfirvöldum að ganga ekki úr skugga um hvort þeim bæri að taka við lóðunum enda gæti kostnaður borgarinnar orðið umtalsverður. Í endurskoðunarskýrslu borgar- innar fyrir árið 2009 kemur fram að tapi borgin málum gegn lóðarhöfum sem vilja skila lóðum sínum gæti hún þurft að greiða þeim allt að fimm milljörðum króna. Borgaryfirvöld segja einnig að réttaróvissa ríki vegna dómsins. Benda þau á að Héraðsdómur Reykjavíkur komst 16. desember sl. að annarri niðurstöðu en nú. Þar hafnaði dómurinn kröfu Hugar ehf. um riftun samnings vegna úthlutunar lóðar í Hádegismóum og endur- greiðslu opinberra gjalda. Hugur hef- ur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Lóðaskil gætu kostað borgina milljarða Morgunblaðið/RAX Forsendur breyttust Eftir að hægðist á uppbyggingu nýrra hverfa og efna- hagslegar forsendur breyttust vildu margir skila úthlutuðum lóðum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur eins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkur- borg hafi ekki gætt jafnræðis í ákvörðunum um móttöku lóða. Borgin hefur ekki orðið við til- mælum samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytisins sem í febrúar og mars felldi sjö úr- skurði þar sem mælst er til þess að borgin taki við tilteknum lóð- um sem einstaklingar og fyrir- tæki hafa reynt að skila. Fyrir rúmri viku barst lög- manni Arneyjar Einarsdóttur og Gísla Gíslasonar, sem eru meðal þeirra sem hafa viljað skila lóð- um í Úlfarsárdal, bréf þar sem segir að borgin telji rétt að bíða með ákvörðun í máli þeirra þar til Hæstiréttur hefur fjallað um sambærilegt mál. Segir í bréfi borgarinnar að réttaróvissa ríki þar til Hæstiréttur hefur fellt dóm sinn. Brimborg er eitt þeirra tveggja fyrirtækja sem úrskurð- ur ráðuneytisins snerist um en fyrirtækið hefur í nokkurn tíma staðið í baráttu við borgina vegna lóðar á Esjumelum á Kjal- arnesi sem fyrirtækið vill skila. Brimborg bíður nú úrskurðar umboðsmanns Alþingis, þangað sem fyrirtækið sendi málið þar sem borgin varð ekki við til- mælum ráðuneytisins. Borgin bíður dóms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.