Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 48
48 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður,
að þér elskið hver annan. Eins og ég
hef elskað yður, skuluð þér einnig
elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)
Víkverji vill huga vel að heilsusinni og hefur ákveðna kenn-
ingu um það hvernig hann geti hald-
ið sjálfum sér í formi. Kenningin
snýst um peninga, vegna þess að
eins og maðurinn sagði, þá eru pen-
ingar fjöðrin í úrverki tilverunnar og
knýja menn áfram, ýmist til góðs eða
ills.
x x x
Víkverji hendir þess vegna pen-ingum í heilsufarsvandamál sín
þar til þau hverfa. Ekki það að hann
sé svo óskaplega fjáður. Heilsufarið
er bara ofarlega í forgangsröðinni.
Það nýjasta er að Víkverji ætlar að
kaupa sér hjól og hjóla í vinnuna.
Þar áður keypti hann sér allar
hugsanlegar göngugræjur, til að
geta stundað útivist að vetri til. Þar
áður keypti hann sér skotvopn og er
nú mjög aðgangsharður og nær-
göngull í fuglaskoðun sinni á haustin.
Einnig er hann slarkfær í stangveiði
og er mikið fyrir að skella sér í sund.
x x x
Kenningin gengur semsagt út áað hámarka möguleika sína á
hverjum tíma til þess að stunda
hreyfingu og útvist. Ef maður á ekki
sundskýlu, þá fer maður sjaldnar í
sund (bara þegar enginn er nálægt).
Ef maður á ekki hjól, þá hjólar mað-
ur ekki í vinnuna. Ef maður á ekki
byssu, þá sér maður enga ástæðu til
að kjaga um Holtavörðuheiðina
þvera og endilanga í nóvember. Ef
maður á ekki hlaupaskó, þá fer mað-
ur ekki út að hlaupa. Og svo fram-
vegis. Fyrst þarf að henda peningum
í vandamálið og svo verður hreyf-
ingin eðlilegur hluti af lífsmynstrinu.
x x x
Þetta er í það minnsta kenningin.Enn hefur Víkverji þó ekki náð
hinu fullkomna líkamsformi sem
hann sækist eftir. Frekar skvapaður
náungi sem gæti ekki farið handa-
hlaup þótt lífið lægi við. Á því geta
verið tvær skýringar. Annars vegar
sú að hann sé algerlega hamslaus í
svokallaðri inntöku næringar. Hins
vegar að hann verði að kaupa sér
meira af alls kyns græjum og dóti.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 tónverk, 8
klippur, 9 skýra, 10 liðin
tíð, 11 ferðalag, 13 sár-
um, 15 sæti, 18 skyggn-
ist um, 21 dimmviðri, 22
dökk, 23 blaðs, 24 yfir-
burðamanns.
Lóðrétt | 2 órói, 3 þolna,
4 bumba, 5 kjánum, 6
reykir, 7 fang, 12 sjáv-
ardýr, 14 dveljast, 15
sæti, 16 login, 17 smá, 18
kalt veður, 19 sori, 20
gangsetja.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 mælum, 4 hæfur, 7 tíkin, 8 lítri, 9 dót, 11 róar,
13 ókát, 14 áleit, 15 hass, 17 taut, 20 ógn, 22 róður, 23
æskan, 24 Arnar, 25 torga.
Lóðrétt: 1 mætur, 2 lokka, 3 mund, 4 holt, 5 fátæk, 6
reist, 10 ódeig, 12 rás, 13 ótt, 15 horfa, 16 súðin, 18 ask-
ur, 19 tinda, 20 órar, 21 nægt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það getur reynst erfitt að halda
sínu striki þegar engu er líkara en allir
vilji leggja stein í götu manns. Nú skiptir
öllu að hugsa til framtíðar og spara
hverja krónu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ekki búast við kraftaverkum, en
erfiða ástvininum virðist svo sannarlega
vera að batna. Besta ráðið er að ráðast
strax að rótum vandans og uppræta
hann.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er oft gagnlegt að leita á vit
sögunnar þegar leysa þarf vandamál nú-
tímans. Einhver nákominn þér mun lík-
lega benda þér á það. Alvara verður að
fíflaskap.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Rifrildi um stjórnmál og trúmál
eru líklegri en ekki í dag, því fólki er
heitt í hamsi. Vertu slakur/slök og flækj-
an leysist sjálfkrafa.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú hefur mikla þörf fyrir að upp-
fræða aðra í dag. Óvæntur glaðningur
berst til þín fljótlega.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú þarft að leggja þig sérstaklega
fram til þess að ná tilskildum árangri. Ef
þú bara ræðst á fyrstu verkefnin í nýju
áætluninni þinni, þá ertu sigurvegari.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Eitthvað sem áður virtist á gráu
svæði, er núna spurning um rétt eða
rangt í þínum augum. Vertu viðbúin/n
því að komast að ýmsu óvæntu.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér hættir til fullmikillar að-
haldssemi gagnvart sjálfum/sjálfri þér og
öðrum. Þú ert góður leiðbeinandi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú vilt láta til þín taka í dag
og sýna framtakssemi og skilvirkni.
Leyfðu léttleikanum að vera með í för og
þá muntu komast létt í gegnum þetta
tímabil.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þótt þig langi til að gera
breytingar heima fyrir skaltu standast
freistinguna og láta þær bíða betri tíma.
Taktu til í tilfinningunum til þess að lífið
geti haldið áfram snurðulaust.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Notaðu daginn til þess að leið-
rétta misskilning. Einhver þér eldri og
reyndari kann að hjálpa þér í dag. Slapp-
aðu af og njóttu þess sem þú hefur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert líklega að reyna hið
ómögulega í dag. Eftir á skaltu leyfa
sjálfsgagnrýninni að koma upp í hugann.
Stjörnuspá
8. maí 1970
Lýður Jónsson, vegaverkstjóri
á Vestfjörðum, hlaut Silfurbíl
Samvinnutrygginga fyrir það
frumkvæði sitt að skipta blind-
hæðum á þjóðvegum. Fyrsta
hæðin sem hann skipti, sum-
arið 1954, var á veginum milli
Haukadals og Meðaldals í
Dýrafirði.
8. maí 1990
Hinn heimsþekkti söngvari
Tom Jones, þá tæplega fimm-
tugur, skemmti gestum á Hót-
el Íslandi og „var ekki að sjá
að aldurinn hefði sett veruleg
spor á gamla hjartaknúsarann
og kyntröllið,“ sagði DV.
8. maí 2000
Alþingi samþykkti lagabreyt-
ingu sem fól í sér að samkyn-
hneigðir í staðfestri sambúð
fengu rétt til stjúpættleiðinga.
Var frumvarpið samþykkt
með 46 atkvæðum gegn einu,
en þrír sátu hjá.
8. maí 2004
Síldarminjasafnið á Siglufirði
hlaut Evrópuverðlaun safna,
Micheletti-verðlaunin, fyrir
framúrskarandi starf á sviði
vísinda, iðnaðar eða tækni.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Stefán Bjarna-
son frá Ölvisholti
í Flóa varð
hundrað ára í
gær, 7. maí. Stef-
án heldur upp á
afmælið í dag,
laugardaginn 8.
maí og verður
með opið hús fyr-
ir alla vini og kunningja á heimili
sínu Sunnuvegi 19, Reykjavík, frá
klukkan 16.
100 ára
„ÉG er afmælisbarn og hef alltaf haldið
upp á stórafmælin mín. Á minni afmælum
koma vinir og fjölskylda einnig ávallt í
heimsókn. Þar að auki er ég félagsvera og
vil hafa margt fólk í kringum mig. Ég er
t.d. alltaf með sunnudagskaffi og mun gera
það á meðan ég stend í fæturna,“ segir
Laufey Þorleifsdóttir sem heldur upp á
áttræðisafmælið í dag kl. 15 í veislusal að
Sléttuvegi 23 í Reykjavík og hlakkar mikið
til.
„Mér fannst sjötugsafmælið mitt ein-
staklega skemmtilegt því þá komu svo
margir sem ég hafði ekki hitt lengi, meðal
annars gamlar skólasystur. Ég vona inni-
lega að það verði þannig líka í dag. Ég var viss um að sjötugs-
afmælið væri síðasta stórafmælið sem ég myndi halda upp á en
þar skjátlaðist mér aldeilis. Ég á þó ekki von á að þau verði
fleiri,“ segir Laufey sem starfaði lengi sem afgreiðslukona í Káp-
unni auk þess að sjá um þrif fyrir Félagsmálastofnun Reykjavíkur
í fjörutíu ár. andri@mbl.is
Laufey Þorleifsdóttir er 80 ára
Sannkallað afmælisbarn
Sudoku
Frumstig
5 6 9
5 1
6 3 8 7
8 3 1
3 6
2 9
1
7 3 6 2
1 6 8 5
8 6 3
5 1 9 2 8
9
5 6
8 1
3 2 5 7
3 6
7 5
3 7 9 8
7
6 9 1
9 6 4 8
4 3 8
6 4
1 2 5
8 9 2
3 5 7 1
7 8 9 6 1 5 4 2 3
6 4 1 8 2 3 7 5 9
5 2 3 9 7 4 8 6 1
2 9 6 7 4 8 1 3 5
8 1 7 3 5 9 2 4 6
4 3 5 2 6 1 9 7 8
3 5 2 1 9 7 6 8 4
9 7 8 4 3 6 5 1 2
1 6 4 5 8 2 3 9 7
3 2 8 6 9 1 7 5 4
4 1 6 7 8 5 9 3 2
9 7 5 2 3 4 6 1 8
5 6 3 9 7 8 4 2 1
1 4 2 5 6 3 8 9 7
7 8 9 4 1 2 5 6 3
8 5 4 1 2 6 3 7 9
6 9 1 3 4 7 2 8 5
2 3 7 8 5 9 1 4 6
8 2 6 4 5 7 9 3 1
3 4 7 9 1 8 2 5 6
5 1 9 6 3 2 8 4 7
9 7 2 3 6 5 1 8 4
6 3 1 7 8 4 5 9 2
4 5 8 2 9 1 6 7 3
1 9 3 5 7 6 4 2 8
2 6 5 8 4 3 7 1 9
7 8 4 1 2 9 3 6 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 8. maí,
128. dagur ársins 2010
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. c3 g6 3. d4 cxd4 4. cxd4 d5 5.
exd5 Rf6 6. Rf3 Rxd5 7. Rc3 Bg7 8. Bc4
Rxc3 9. bxc3 O-O 10. Bf4 a6 11. a4 Da5
12. O-O Bd7 13. Re5 Dxc3 14. Hc1 Da3
15. Bb3 Be6 16. Bxe6 fxe6 17. Dg4 Db3
18. Hc7 Bxe5 19. dxe5 Rc6 20. Bh6 Hf5
21. Hc1
Staðan kom upp á Skákmóti öðlinga
sem fer senn að ljúka í húsakynnum
Taflfélags Reykjavíkur. Bjarni Hjart-
arson (2112) hafði svart gegn Úlfhéðni
Sigurmundssyni (1775). 21… Db6! og
hvítur gafst upp enda hótar svartur
bæði hróknum á c7 og máti, t.d. yrði
hvítur mát eftir 22. Hd7 Dxf2+ 23.
Kh1 Df1+.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Verst spilaða alslemman
Norður
♠KD53
♥G109863
♦4
♣G7
Vestur Austur
♠96 ♠G108
♥42 ♥K75
♦97532 ♦G86
♣KD92 ♣10865
Suður
♠Á742
♥ÁD
♦ÁKD10
♣Á43
Suður spilar 7♠. Útspil ♣K.
Því hefur verið haldið fram að úr-
slitaleikur Bandaríkjanna og Austur-
ríkis á ólympíumótinu 1988 sé verst
spilaði úrslitaleikur á heimsmeist-
aramóti fyrr og síðar. Þetta spil var
eitt af þeim verstu í leiknum.
Bæði 6♥ og 6♠ vinnast auðveldlega í
NS en Bandaríkjamenn enduðu í 6Gr.
Vestur spilaði út ♣K og þótt legan væri
góð var aðeins hægt að fá 11 slagi.
Við hitt borðið komust Austurríkis-
menn í 7♠. Alslemman virðist auð-
unnin. Sagnhafi drepur útspilið, tekur
♠Á, spilar spaða á kóng, svínar ♥D,
tekur ♥Á, spilar spaða á drottningu,
trompar hjarta og getur síðan hent
laufi í borði í tígul, trompað lauf og lagt
upp.
Sagnhafi byrjaði vel, tók á ♣Á, ♠Á,
spilaði spaða á kóng og … tók næst á
♠D og slemman var töpuð.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is