Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
STJÓRN Faxaflóahafna samþykkti
í gær tillögu Bjarkar Vilhelms-
dóttur um að ákveðið svæði við
gömlu Reykjavíkurhöfnina yrði
skilgreint, þar sem almenningi
væri velkomið að stunda dorgveiði.
Í dag er ekkert ákveðið svæði ætl-
að slíkri iðju enda þótt margir geri
sér ferð niður að höfn, til dæmis á
sunnudagsmorgnum, til að renna
fyrir fisk. Nauðsynlegt hefur hins
vegar þótt að banna dorgveiði á
ákveðnum stöðum í höfninni með
tilliti til þeirrar hættu sem skapast
ef veiðimenn til dæmis missa girni
sem síðan getur flækst í skrúfum
skipa með vondum afleiðingum.
„Að dorga er skemmtilegt fjöl-
skyldusport og mér finnst mik-
ilvægt að skapa merkta aðstöðu
fyrir slíkt í gömlu höfninni,“ segir
Björk Vilhelmsdóttir sem bætir við
að einnig sé nokkuð um að dorg-
veiðimenn geri sér ferð á Skarfa-
bakka í Sundahöfn, gegnt Viðey.
Hermt er að þar séu aflabrögð
ágæt og á góðum dögum hendir að
dorgveiðimenn fái þar lax á færið.
Dorgararnir fái aðstöðu á hafnarsvæðinu
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
Í BÍGERÐ er að gamla saltfiskverk-
unarhúsið Sólfell sem lengi stóð á
Kirkjusandi verði valinn nýr staður
við Reykjavíkurhöfn. Málið var rætt
á fundi stjórnar Faxaflóahafnar í gær
þar sem hafnarstjóra var veitt heim-
ild til þess að semja við Minjavernd
um málið.
Sómir sér á hafnarsvæðinu
„Húsið myndi sóma sér afar vel á
hafnarsvæðinu enda er saga þess
tengd útgerð og fiskverkun. Við höf-
um áhuga á að velja því stað á bíla-
stæðinu fyrir neðan Hamborg-
arabúlluna niður af Ægisgötu. Þar
væri húsið í tengslum við gömlu ver-
búðirnar sem byggðar voru á svip-
uðum tíma. Starfsemi hússins þarf að
falla að þeirri starfsemi sem nú er að
þróast á því svæði í tengslum við
ferðamenn, hvalaskoðunarfyrirtæki
eða veitingastarfsemi og versl-
unarrekstur. Þá hafa listamenn þeg-
ar komið sér fyrir í hluta af gömlu
verbúðunum. Innan skamms mun
fara af stað fiskmarkaður fyrir al-
menning á svæðinu og hugsanlega
getur húsið nýst sem hluti af því,“
segir Júlíus Vífill Ingvarsson, for-
maður stjórnar Faxaflóahafnar.
Um langt skeið var starfrækt fisk-
vinnsla við Kirkjusand. Húsið Sólfell,
sem er um 100 fermetrar að flatar-
máli var reist 1920 og var um langt
skeið notað sem þurrkhús í salt-
fiskverkun. Var húsið byggt til sam-
ræmis við þarfir þeirrar starfsemi, en
á því eru tveir litlir turnar sem voru
einskonar lofttúður sem blés í gegn-
um. Þetta mun vera eina saltfiskverk-
unarhúsið sem til er á suðvesturhorn-
inu og hefur því mikið varðveislugildi.
Eftir að saltfiskverkun á Kirkjusandi
var hætt var Sólfellið um langt skeið
notað sem geymsla fyrir Strætis-
vagna Reykjavíkur.
Geymt í Gufunesi
Í dag er húsið á geymslusvæði í
Gufunesi. Burðarvirki þess er í
þokkalegu ásigkomulagi en ytri byrð-
ið feyskið og þarf að taka í gegn. Áður
en húsinu er valinn nýr staður þarf að
ganga frá málum til dæmis hvað
varðar deiliskipulag hafnarsvæðisins
og telur Júlíus Vífill að nokkra mán-
uði taki að klára málið. Líklega kom-
ist húsið ekki á sinn endanlega stað
fyrr en á næsta ári.
Ljósmynd/ARGOS
Sólfell Gamla saltfiskskemman, Hamborgarabúlla Tómasar og gömlu verbúðirnar verða skemmtileg þyrping húsa
nái fyrirætlanir stjórnar Faxaflóahafnar fram að ganga. Búist er við að húsið verði komið á nýjan stað á næsta ári.
Saltfiskshús fái nýtt hlut-
verk við Reykjavíkurhöfn
Sólfellið á Kirkjusandi verði við Geirsgötu Í nýja starfsemi við höfnina
BÆTA þarf pólitíska forystu fram-
kvæmdavaldsins og skerpa á for-
ystuhlutverki forsætisráðherra.
Þetta kemur fram í skýrslu starfs-
hóps um viðbrögð stjórnsýslunnar
við skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis.
Aðdragandi og orsakir falls ís-
lensku bankanna 2008 og tengdir at-
burðir er yfirskrift skýrslu hópsins
sem starfaði undir forystu Gunnars
Helga Kristinssonar prófessor.
Hópnum var falið að taka rann-
sóknarskýrsluna til umfjöllunar og
meta þá pósta sem snúa að starfs-
háttum Stjórnarráðsins. Er niður-
staðan nú að faglegur grundvöllur
stjórnsýslunnar sé veikur vegna
ómarkvissra pólitískra inngripa í
störf, smæðar eininga, persónu-
tengsla og ónógrar áherslu á faglega
starfshætti. Ábyrgð og forysta fram-
kvæmdavaldsins sé ekki nægilega
markviss og þar hafi rangar áherslur
í starfi stjórnmálaflokka áhrif. Jafn-
framt hafi stjórnmálin takmarkað
aðhald frá stjórnsýslu, Alþingi, fjöl-
miðlum og menntastofunum.
Mat starfshópsins er að bæta þurfi
reglufestu í stjórnsýslunni og gera
átak í því að bæta vinnubrögð hvað
varðar skráningu upplýsinga og aga
í vinnubrögðum. Þetta megi auð-
velda með einfaldari skipan ráðu-
neyta og stofnana sem þurfi að geta
unnið betur saman.
Einnig þurfi að marka hlutverk,
valdsvið og möguleika eftirlitsaðila
sem um fjármálamarkaðinn fjalla.
Áður en lögum sé breytt sé þó mikil-
vægt að kanna fjármálamarkaðinn
hér á landi vel og hugsanlega þróun,
þar með talið hvort mæta skuli sér-
íslenskum aðstæðum. sbs@mbl.is
Faglegur grund-
völlur stjórnsýsl-
unnar er veikur
Í HNOTSKURN
» Starfshópur fjallaði umstjórnsýslu í ljósi skýrslu
rannsóknarnefndarinnar.
» Marka þarf hlutverk,valdsvið og möguleika
eftirlitsaðila sem um fjár-
málamarkaðinn fjalla.
» Faglegur grundvöllurstjórnsýslunnar er veikur
vegna ómarkvissra pólitískra
inngripa.
Vilja styrkja
pólitíska forystu
forsætisráðherra
AF þeim 500 tonnum af skötusel
sem úthlutað var sérstaklega gegn
gjaldi höfðu í fyrrakvöld borist
greiðslur fyrir tæplega 379 tonn.
Frestur til að greiða gjaldið, 120
krónur á kíló, rann út á miðnætti í
fyrrinótt, en upplýsingar liggja fyr-
ir til klukkan 21 og gætu því fleiri
hafa innt greiðsluna af hendi.
Alls var sótt um skötuselsleyfi
fyrir 195 báta og höfðu 147 þeirra
borgað fyrir úthlutunina í fyrra-
kvöld. Þeir sem sóttu um fimm
tonn, sem var hámark, fengu út-
hlutuð 2,9 tonn og þurftu að greiða
tæplega 350 þúsund. Þegar fyrir
liggur hversu mikið hefur ekki ver-
ið greitt fyrir af 500 tonna úthlutun
verður því sem út af stendur endur-
úthlutað til þeirra sem sóttu í upp-
hafi um fimm tonn.
Ekki er heimilt að stunda skötu-
selsveiðar samhliða strandveiðum.
aij@mbl.is
Tugir tonna af
skötusel koma til
endurúthlutunar
RÍKISSÁTTASEMJARI hefur
fengið á sitt borð þrjár kjaradeilur.
Sjómannafélag Íslands hefur vís-
að til sáttasemjara kjaradeilu sinni
vegna félagsmanna á skipum Haf-
rannsóknastofnunar. Þá hefur FÍH
f.h. tónlistarkennara einnig vísað
kjaradeilu sinni við launanefnd
sveitarfélaga til ríkissáttasemjara
og það sama gerði Tollvarðafélag
Íslands sem á í kjaradeilu við fjár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Fyrstu fundir í þessum málum
verða boðaðir mjög fljótlega, að
því er segir á vef ríkissáttasemj-
ara.
Ný mál á borði
sáttasemjara
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Auglýst er eftir umsóknum í Rannsóknasjóð. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja
vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni
einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja.
Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. júní 2010:
l Öndvegisstyrki
l Verkefnastyrki
l Rannsóknastöðustyrki
Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til
verkefna árið 2010 með áætlun um framhald á árinu 2011 skulu senda ársskýrslu
til sjóðsins fyrir 10. janúar 2011 en þurfa ekki að endurnýja umsókn.
Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku. Undanþágur eru aðeins veittar
frá þessari meginreglu ef birtingar á viðkomandi fræðasviði einskorðast við íslenska
útgáfu. Í þeim tilvikum skal umsækjandi fá leiðbeiningar hjá starfsmönnum Rannís.
Allar umsóknir um öndvegisstyrki skulu vera á ensku.
Ítarlegar upplýsingar um Rannsóknasjóð, styrkina og umsóknar-
eyðublöð er að finna á www.rannis.is
Rannsóknasjóður
Umsóknafrestur er til 1. júní 2010