Nýr Stormur - 01.10.1965, Qupperneq 2

Nýr Stormur - 01.10.1965, Qupperneq 2
2 ^ÍAOMCIIIt FÖSTUDAGUR 1. október 1965 IN MEMORIAM ekki stungnar til einskis. Og svo hugrakkur varstu, að þú hikaðir ekki við að grípa til aðgerða, sem síðar voru af Hæstarétti dæmdar ólöglegar, er þær voru reyndar í öðru félagi, til þess að tryggja að þessi meirihluti lenti ekki í höndum Alþýðuflokksins. Þú sást að sjálfsögðu þann mögu leika, að stjórn hans kæmist í hendur óhlutvandra manna, sem ekki höfðu losað sig við hina hvimleiðu verkalýðsstétt tog ekki kynnu hin réttu tök (á hugsjónum jafnaðarstefnunn ar. Þú komst því þannig ó- rjúfandi til leiðar, að afrakst- •ur vinnu sjálfboðaliðanna við Alþýðuhúsið og hinna mörgu 25 króna hlutabréfa, sem 'keypt voru í mikill fátækt hug sjónaríkra manna, þegar kaup ið var ekki nema fjórtán krón- ur á dag fyrir 10 tíma vinnu og vinnan oft ekki nema brot úr ári, lenti ekki í umsjá manna, sem ekki kynnu með fé að fara, og myndu ef til vill eyða því í tilgangslausa sýnd arbaráttu fyrir málefnum og hugsjónum, sem þið hafið löngu komið í framkvæmd. Þannig er nú öruggt um aldur og ævi að þessar eignir eru í vörzlu ykkar og erfingja ykk- ar og er þá upphaflega til- ganginum náð. Ekki má ég skiljast svo við þessa grein, að ég komi ekki á framfæri einlægum þökkum þjóðarinn- ar fyrir þátt þinn í hinni glæsi legu byggð á Miðnesheiði. Ekki má heldur gleyma, að það var þitt verk, öðrum fremur, að tókst að beina nýjum menn- ingarstraumum inn í þjóðlíf vort, með þvi að fá verndara vora til að senda hlýja geisla sjónvarpsins inn fyrir kalda steinsteypuveggi híbýla vorra. Og svo má lengi telja upp mál, sem varða þjóðina alla. En sérstaklega munu sveit ungar þínir, Hafnfirðingar, minnast þín. Er það að sjálfsögðu fyrir ótal margt, en sérstaklega mætti þó nefna það afrek, að þér tókst ásamt Emil Jónssyni, að fækka svo jafnt og þétt fulltrúum Al- þýðyflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að engin hætta er á að Hafnarfjörður verði „rauður" bær um langa fram tíð. Einnig munu Hafnfirðingar vera þér þakklátir fyrir það mikla drengskaparbragð að af henda ríkinu hús þitt handa eftirmanni þínum, sem verður sennilega vandskipaður, því að erfitt mun að íylla skarð það, sem nú myndast í hina föngu- legu sveit slenzkra dómara, en þú hefir sem kunnugt er verið bæjarfógeti þeirra Hafnfirð- inga í rúm tuttugu ár. Sú hlið málsins að afhenda ríkinu þessa veglegu byggingu fyrir málamyndarverð, aðeins 4,7 milljónir króna, sýnir aðeins örlæti þitt og gott hjartalag. Málefni Hafnarfjarðar hafa að vísu farið nokkuð úrsælis, eftir að þið Emil neyddust til að helga allri þjóðinni krafta ykkar að fullu. Er það og eðli legt, þar sem menn úr helzta forystuliði ykkar í Firðinum hafa einnig orðið að hlaupa í lið með ríkinu fyrir ykkar orð og aðstoða það við að halda atvinnutækjunum gangandi, eins og til dæmis með Brimnes útgerðina. Þér hefur því mið ur altlaf verið illa launað fyrir góð störf, en segja má að vanþakklætið hafi náð há- marki sínu, er félagar þin ir í flokksfélaginu í Hafnar- firði fengust ekki til að kjósa þig á flokksþing Alþýðu flokksins, síðastliðin 6 ár. Hef ir þú, ríkulega orðið að finna fyrir þvi á langri og göfugri starfsævi, að laun heimsins eru vanþakklæti. Er því skiljan legt að þú viljir hasla þér völl meðal framandi þjóða í þrá þinni til að vinna þjóðinni, enda ert þú kunnur á þeim vettvangi, sem einn hennar mætasti sonur, Er það og vel metið af öll- um sönnum sósíalaristókrötum, að þú skulir einmitt velja Lond Framhald á 4. síðu. Nýtízku fjármálamenn Fyrrverandi verndari hinna snauðu hefir snúið við blaðinu flokksmerki Sjálfstæðisflokks ins á veggi í híbýlum sínum. Ekki fylgir sögunni, að for ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins hafi verið hugfangnir af slíkri dyggð formanns félags þeirra í Njarðvíi^um. Jósafat þessi ’hafði ýmis trúnaðarstörf á Keflavíkur- j flugvelli fyrir hina erlendu að í ila. Sá hann m.a. um hina 1 ýmsu klúbba fyrirmanna þar ; og var orðinn innsti koppur í | búri, um það er yfir lauk. 1 Einhverja milligöngu mun hann hafa haft um verk fyr. ir herinn, eða þá einhver af fyrirtækjum hans. Virtist ýmsum, að þar væru maðkar í mysunni og varð af rannsókn og umtal mikið. Töluðu menn um og rituðu að hér væri ekki farið að ís- lenzkum lögum og rétti, og myndi herinn hafa verið hlunnfarinn um verulegar fjárhæðir. Ameríski herinn mun hins vegar hafa litið svo á, að leik- reglur hans hafi ekki verið brotnar og einnig, að hinn íslenzki skjólstæðingur hans væri svo stór í sniðum, að ekki mætti hefta athafnafrelsi hans, jafnvel þótt hann hefði ekki byrjað á því að selja blöð. Höfðu því nokkur ís- lenzku blaðanna, sem ekki höfðu kynnt sér hina amer- ísku réttvísi nógu vel og verið full fljót á sér að birta frá- sagnir af viðskiptum Jósafats við herinn, og þótt skjóta nokkuð skökku vjð. Er ekki að orðlengja það, að Jósafat brá við hart og stefndi hinum brot legu blöðum fyrir ummælin. Skaðabótakröfurnar munu nema milljónum, og er mælt að sá muni vera dýrastur allra íslenzkra Hafiiða. Eins og vænta mátti, voru viðskipti þessa nýtízku fjár- málamanns orðin allumfangs- mikil, og kom nú að góðum notum hið starfslitla pósthús útibú á KefJavíkurflugvelli, sem nú fékk ærin verkefni við flutning á fjármunum milli höfuðborga Suðmmesja og ís lands. Pósthúsið á Keflavík- urflugvelli keypti stórar ávís anir af fyrirtækium Jósafats og greiddi þær síðan næstum samstundis á Pósthúsinu í Reykjavík. Nokkrum dögum seinna komu ávísanirnar að sunnan og fóru sína leið í bankann og allt var í himna- lagi. Þessi leikur hefur ekki ver ið uppfundinn ar Jósafat og hefur verið teikinn af fjöl- mörgum enn bann dag i dag. Galdurinn er aðeins sá, að vera búinn að leggja inn á Þetta hús var byggt fyrir fé fátækrar alþýSu. Nú er það að meirihluta i eisn þinni og félaga þinna. langt, að hann hafi látið mála bankareikningana í tæka tíð Fyrir ekki löngu síðan birt- ist yfirlýsing frá þekktum hæstaréttarlögmanni, sem gerð var í þeim tilgangi að hvítþvo einn af hinum merk- ari fjármálamönnum, sem prýtt hafa íslenzka kaupsýslu- mannastétt síðustu árin. Keflavíkurflugvöllur er eitt, af þeim fyrirbærum 1 íslenzku þjóðlífi, sem spor hafa mark- að í það og mun gera. Með til komu hins erlenda varnarliðs hefur erlent fjármagn runn- ið í stríðum straumum inn í landið og bæði byggt upp og brotið niður efnahagslíf fá. tækrar og fámennrar þjóðar. Er þeim, sem nú eru hugs- andi vegna áforma um til- komu erlendrar stóriðju á ís landi hollt að íhuga þau áhrif, sem hið erlenda fjármagn hef ur þegar haft. Eins og ávallt fyrr er hættan ekki fyrst og fremst fólgin í fjármagninu sjálfu, heldur þeim viðbrögð um, sem innlendir aðilar við hafa, er þeir komast í snert- ingu við það. Það hefur kom- ið greinilega í ljós í umræð- um um erlenda stóriðju, á í$- londi, hverjir það eru, sem standa í fremstu víglínu um áð fá hið erlenda fjármagn inn í landið. Á þeirra máli heitir það íslenzk stóriðja, fjölbreytni í íslenzkum at- vinnuvegum o.s.frv. Skyldi nú ekki vera, að ýmsir. fjármálamenn þjóðar. innar hugsi sér nú gott til glóðarinnar? Við skulum líta á hið ameríska fjármagn, sem streymt hefur í stríðum straumum inn í landið vegna dvalar hins erlenda herliðs. Áki Jakobsson Áhrif þess á efnahagslífið i eru geysileg, en hér verður J aðeins nefnt lítið eitt af þessu ! dæmi að sini. Yfirskriftin að þessu grein arkorni er: Nýtízku fjármála ; menn," Sá, sem hér verður gerður lítillega að umtalsefni og lögfræðingurinn var að sýkna án þess að dómstólar fjölluðu um málið, er af- sprengi þess ástands sem skapast, þegar óeðlilega mik- ið fjármagn streymir til þjóð ar^iisjem, er fárnenn og þarf 3ð einþeita sér að uppbygg- ingu eigin atvinnuvega, sem eru byggðir á landsins gæðum að öllu eða miklu leyti. Afleið ing óeðlilega mikils erlends fjármagns er á margan hátt óheillavænleg, en ógeðsleg- ust eru þó fyrst og fremst fyr irbæri þau, sem í kjölfarið sigla og reyna að hrifsa til sín gróða, vel eða illa fenginn. Þessir fjármálamenn eru venjulegast samvizkulausir og umgengni þeirra við samborg- arana einkennast fyrst og fremst af heimsku og mikil- læti. Ýmsar sögur eru sagðar frá Vesturheimi um slíka menn, menn, sem reyna með penmg um að kaupa sér manngildi. Þessir menn eru mjög sárir yfir því ef almenningur fær vitneskju um hina raunveru- legu starfsemi, sem er grund völlur auðæfanna og kaupa sér þá gjarnan færustu lög. fræðinga . og iafnvel aðstöðu 1 blöðum til að túlka sinn mál stað að eigin geðþótta. Einn af þeim mörgu, sem komizt hefur í snertingu við þið erlenda fjármagn, heitir Jósafat Arngrímsson, og hef- ur aðsetur á Suðurnesjum. Tröllauknar sögur hafa gengið af athafnasemi manns ins, og á hann m.a. að hafa komið sér upp 15 fyrirtækj um á skömmum tíma. Mað- urinn barst mikið á og var orðinn einn af fyrirmönnum Sjálfstæðisflokksins á heima stöðvum sínum. Kunnugir segja, að fyrir- mennska hans hafi gengið svo

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.