Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 11

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. október 1965 ^SÍMMUR n ANTHONY EDEN SEGIR FRÁ: Sir Anthony Eden var um langa hríS einn af glæsileg- ustu og áhrifamestu stjórn málamönnu Breta. Hann varð ungur utanríkisráðerra þeirra og gat sér strax góðan orð- stý sem frjálslyndur og fram sýnn stjórnmálamaöur. Á ár unum fyrir heimsstyrjöldina síðari var hann einn þeirra fáu þingm. íhaldsflokksins brezka, sem ásamt Winston Churchill vöruðu við yfir- gangi Hitlers og vildu stöðva þennan ofbeldissegg í tæka tíð. Hann sagði af sér utan- ríkisráðherraembættinu í mót mælaskyni við undanlátssemi og hlutleysisstefnu Breta við ítölsku fasistana en var svo kallaður til stjórnarstarfa, á- samt Churchill, er heimsstyrj öldin braust út. Hann var ut- anríkisráðherra Breta í stríðs stjórn Churchills, en lét af því starfi er Verkamanna- flokkurinn tók við stjórnar- taumunum árið 1945. Eden varð aftur utanríkis- ráðherra er íhaldsmenn tóku á ný við völdum í Bretlandi árið 1950. Strax árið 1942 hafði Churchill tilkynnt kon- yngi að Eden skyldi verða eft irmaður sinn. Það kom því engum á óvart, er Churchill lét af embætti forsætisráð- herra í hið síðara sinn, í apr ' íl 1955,a ð Anthony Eden, sem Eden nú hafði verið aðlaður og nefndist Sir, varð eftirmaður hans sem forsætisráðherra. Sir Anthony Eden var síð- an forsætisráðherra Breta til ársins 1957. Stefna hans í Suez deilunni hafði beðið af- hroð og hann var sjálfur orð- inn heilsulaus maður. Sir Anthony „var., síðar. geröur að lávarði í viðurkenningarskyni fyrir störf sín í þágu ættlands síns og nefnist nú Avon lá- varður. Hann ritaði endurminning ar sínai í nokkurs konar út- legð og hafa þær verið þýdd- ar á fjölda tungumála og. þykja hin merkilegustu heim- ildarrit. Þær varpa ljósi á þá heimsmynd, sem nú er að skapast og gefa hugmynd um hið erfiða starf stjórnmála- manna sem tefla hina erfiðu og margslungnu skák heims- stjórnarmálanna. Hvort Avon lávarður á eftir að láta til sín taka í stjórn- málum lands síns, er óvíst mál, en hann á nú sæti í brezku lávarðardeildinni og á hann verður að sjálfsögðu alltaf hlustað. Hann er einn af glæsileg- ustu og mikilhæfustu stjórn- málamönnum Breta, sem um þrjátíu ára skeið hafði mikil áhrif á málefni þjóðar sinnar og heimsmálin yfirleitt. Eg hef lifað lífi mínu i styrj- öldum, undirbúningi og eftirköst- um styrjaldanna. Skoðanir mínar á skipulagi mála eftir síðari stór- styrjöldina var því mótuð af þess ari reynzlu. Hið sama mátti einn ig segja um flesta aðra, er að þessum málum unnu eftir styrjöld ina. Vonin var álíka heit og eftir fyrra stríðið, en bjartsýnin minni. Okkur var kunugt um hinn mikla mátt þeirra. Vorið 1945 var ég formaður í San Fransisko-sendinefndinni sem í voru m. a. Attlee, Halifax og Salisbury. (Stofnun Sameinuðu Þjóðanna). Bandaríska sendinefndin undir forsæti Edwards Stettiniusar vann með okkur á fullkomlega hlutlaus an hátt. Einnig forystumenn sam- veldislandanna, svo sem Jan Smuts og Mackenzie King. Þó fann ég í þann mund er starfi okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lauk — en við Attlee urðum að fara heim vegna brezku kosning- anna — vaxandi ótta vegna tíðind anna, sem bárust frá Evrópu um ástandið þar. Á meðan á ráðstefn- unni stóð höfðum við, forsætisráð herrann (Churchill) og ég haft skeytasamband vegna stefnu og atferlis Rússa. Sögulega og land fræðilega séð var næg ástæða til að Rússar og við vaerum banda- menn í stríði og friði. Þrjár miklar styrjaldir höfðu sannað þetta: Napoleonsstyrjaldim ar, fyrri og síðari heimsstyrjöldin. Eftir tvær hinar fyrrnefndu höfð um við fjarlægst hvorir aðra svo að stórskaði var fyrir löndin tvö. í lok síðustu styrjaldar kom þáverandi form. Rússnesku verka lýðsfélaganna og síðar forseti Ráð stjórnaríkjanna, hr. Svernik, í heimsókn í utanríkisráðuneytið tii mín og var gestur minn við hádeg isverð. Eg ræddi um þetta við hann og hélt því fram að þetta þyrftum við að forðast í framtíðinni. Hann virtist vera mér sammála og var það sennilega, en með vissum skil yrðum. En hugmyndafræði og Bevln útþenzlustefna Sovétríkjanna kom í veg fyrir þetta og einnig Banda manna í ófriðnum var úr sögunni jafnskjótt og friðurinn var í aug sýn. • Eitt málefni var okkur Þó sam- eiginlegt: ákvörðunin um að gefa Þýzkalandi aldrei aftur færi á að rjúfa friðinn. Frakkland var í rúst eftir hernámið og Ameríka virtist hafa tilhneigingu til að skipta sér ekki af málefnum Evr ópu. Þetta sjónarmið, samstarf Rússa og Breta, hefði því getað orðið grundvöllur að byggja fram tíðarskipulag Evrópu á. En síðustu örvæntingarviðbrögð Hitlers höfðu fært næstum gjör eyðingu yfir Þýzkaland. Rúss- land sá enga þörf á samvinnu við vesturveldin og því síður að fórna nokkru fyrir bandalag við þau, en voru hins vegar til reiðu að gera bandalög við ríki, sem fóru að vilja þeirra í einu og öllu. Úrslit styrjaldarinnar var í augum kommúnista þáttur í út- þenzlustefnu þeirra. Rússarnir við urkenndu ekki neitt hlé á eftir storminum og þeir voru rissir um að Þeirra skoðun væri sú eina rétta. Þessi sjálfvirka og vélræna al stað gerði bandamenn þeirra ó- örugga og henni hafa þeir ekki enn kunnað að mæta. Hin kommúnistíska fullvissa, um hrun hins borgaralega þjóð- skipulags, snýzt aðeins um tíma og tækifæri, sem þeir eru ávallt til búnir til að notfæra sér. Löngu fyrir Potsdamráðstefnuna sáust merki um væntanlega erfiðleika. Moskva sýndi augljósa andstöðu gegn pólsku útlagastjórninni, en beitti óspari umboðsstjórn sinni í Póllandi til að gera stöðugt meiri og meiri kröfur. Eg reyndi löngu áður að ræða hið pólska vanda- mál, meðan á stríðinu stóð og bað utanríkisráðherra Bandarikj Framhald í næsta blaði GUNNAR HALL: Þættir úr stjórnmátasögu íslands eftir árið 1900 Hins vegar samÞykktu báðar deildir Alþingis Þingsályktunar tillögu til ríkisstjórnarinnar um málið. Það kom í Ijós á Alþingi í báðum deildum, að margir þing manna, kusu heldur að fara aðra leið, sumpart til þess að kom ast hjá þingrofi og einnig til þess ag leita samkomulags við stjóm ina. Þess vegna var frumvarpinu vísað frá með rökstuddri dagskrá í efri deild og báðar deildir sam þykktu svo í þess stað þingsálykt unartillögu Þess efnis, að þingið skoraði á stjórnina að koma sjálfa fram með endurskoðunarfrumvarp og voru í ályktunni um leið tek in fram þau undirstöðuatriði, er Alþingi áleit að mest riði á. Benedikt Sveinsson. Fæddist 20. janúar 1826 á Sand felli í Öræfum. Jón Sigurðsson og Benedikt voru góðir vinir og hélst sú vinátta jafnan, enda fylgdust , þeir oftast að málum á þingi, þótt stundum bæri á milli í einstökum . atriðum. Studdi hann Jón jafnan drengilega og öfundarlaust. í sjálfstæðisbaráttunni stóð Bene dikt stöðugur til hinztu stundar á þeim grundvelli sem hann og Jón Sigurðsson, ásamt öðrum beztu mönnum þjóðarinnar höfðu lagt. Að Jóni Sigurðssyni lántum varð Benedikt sjálfkjörinn arftaki hans í sjálfstæðisbaráttu íslend inga. f fjárkláðamálinu lét Benedikt jafnan mjög til sín taka.og stóð þar jafnan fremstur í flokki, sem framsögumaður þess máls og for mælandi á þingi. Lagaskóla og háskólamálið var eitt þeirra stórmála, er Benedikt hafði mikil afskipti af og lét sér mjög annt um. Á fyrsta þingi sínu 1861, varð hann einn nefndar manna í lagaskólamálinu og var jafnan síðan hinn öflugasti for- mælandi þess alla stund upp frá því. Benedikt beitti sér einnig fyrir ýmsum öðrum þýðingarmiklum málum og má þar nefna t. d. Bú Benedikt Sveinsson setu fastakaupmanna. Stofnun læknaskóla í Reykjavík, auk þess var hann fylgjandi því að reist yrði veglegt steinhús í Reykja- vík fyrir söfn landsins og hinar æðri menntastofnanir. Rit.gerðir Benedikts um stjórnar skrármálið eru prentaðar í And- vara 1885, 1888 og 1893. Ennfrem ur er sérprentað eftir hann „At- hugasemdir um sjálfstjórnarmál vort“ árið 1897 og vorið 1899 sér- stakur ritlingur ,Um Valtýzkuna*. Þar kom hann síðast fram á ritvöll inn í stjórnarbótamálinu, því hann andaðist þá um sumarið hinn 2. ágúst. Einnig má geta þess, að Benedikt var einn af stofnendum og meðútgefandum blaðsins ís- lendings á árunum 1860—65. Benedikt var kgk. þm. 1861 — 63. Þingmaður Árnesinga 1865 — 79. Annar þm. N. Mýl. 1881 — 85. Annar þm. Eyj. 1886 91. Þm. N. Þing. 1893 — 99. Forseti sam einaðs þings 1886 — 87 og 1893 — 94. Forseti Nd. 1889. 1893 og 1895. „Valtýzkan." Hinn 6. júlí 1897 bar þingmað ur Vestmannaeyinga Valtýr Guð mundsson í neðri deild Alþingis frumvarp til breytingar á stjórn arskránni, er síðan var kennt við hann og kallað „Valtýzka". Hinn 6. nóvember 1895 h%lt Valtýr Guðmundsson fyrirlestur í „Juridisk Samfund". sem hann nefndi SLandsréttindi Islands og stjórnarbaráttan" Erindið fékk mjög góðar undirtektir á fund inum og ákvað hann því, að bera fram á Alþingi frumvarp það, sem fyrr getur og farið var fram á 2 breytingar á stjórnarskránni. Valtýr túlkaði stefnu sína á þann hátt að hún fari aðeins fram á að gera þær einar breytingar á stjórnarskránni, er álíta má, að mesta Þýðingu hafi fyrir þjóðlíf j vort. Hann vill láta hina ytri um- igjörð stjónarfyrirkomulagsins vera í alla hina sömu og þá var. En ! hann vill gera stórvægilegar breyt jingar á hinu innra eðli stjórnar : fyrirkomulagsins og afstöðu stjórn arinnar til Alþingis. Hann vill að ; skipaður sé fyrir ísland sérstak i ur ráðgjafi, er ekki hafi öðrum : ráðgjafastörfum að gegna og sé ; íslendingur eða að minnsta kosti : skilji og tali íslenzka tungu. Epn- ' fremur að þessum ráðgjafa skuli i heimilt að sitja á Alþingi og ! ef hann vill, hafa þar annan mann I við hlið sér (t.d. Landshöfðingja). j Loks á ráðgjafinn að bera ábyrgð jfyrir Alþingi á öllum stjórnar- i störfum sínum (en ekki eins og jnú stjórnarskránni einni). Laun ráðgjafans eiga eins og hingað til að greiðast úr ríkissjóði og laun þau til fulltrúa stjórnarinn ar á Alþingi, sem nú eru greidd úr landssjóði, að falla niður. Auk þess er farið framá, að skjóta inn í 61. gr. stjórnarskrárinnar ákvæði, er fyrirgirði óÞörf aukaþing, þegar fyrir fram er víst að enginn árang ur getur af Þeim orðið.Annas ekki Hálfum öðrum mánuði eftir að Valtýr Guðmundsson hafði haldið fyrirlestur sinn í „Juridisk Sam- fund“ kom sama stefna fram í bréfi landshöfðinga til stjórnar innar dagsettu 20. desember 1895, en um tillögur hans varð mönnum þó ekki kunnugt fyrr en í þing byrjun 1897.. Þó ber þess að geta, að bæði tillögur landshöðingja og þingmanns Vestmannaeyja fóru að auki framá, að ráðgjafi íslands skyldi ekki sitja í rikisráðinu. En frá þessari kröfu hafði þingmað urinn horfið, er málið kom til kasta alþingis 1897, og munu á- stæður hans fyrir því verða Ijós ar af Því, sem hér fer á eftir. Á síðasta Alþingi bar þingmaðurinn breytingar sínar fram í frumvarps formi og hafðj stjórnin gefið full trúa sínum á þinginu umboð til þess að lýsa því yfir að frum varpið mundi ná staðfestingu kon ungs, ef það yrði samþykkt ó- breytt af þinginu. í fyrstu var frumvarpinu tekið mjög óstinnt, og þótti mönnum breytingamar fáar, er menn báru Þær saman við endurskoðunarfrumvarp Bene dikts Sveinssonar. Þó var frum varpið samþykkt fyrst í neðri deild með töluverðum breyting- um (og því af sumum kallað nýtt frumvarp) og síðan í efri-deild, er breytti því aftur í sama horf og það hafði upprunalega verið í. En þegar það kom til neðri deild ar aftur var það fellt þar, þó ein tvö atkvæði vantaði nú á, að Það næði líka samþykki þeirr ar deildar. En þó að málið fengi þessi úrslit að lokum, má þó svo að orði kveða, að allt þingið féll ist á stefnuna sjálfa (ef til vill að einum 4 mönnum undantekn um). Aðeins vildu þeir, sem urðu frumvarpinu að falli, halda fast við hina upprunalegu mynd stefnunnar, eins og hún kom fram í hinni fyrrnefndu ræðu 6. nóv. 1895 og tillögum landshöfð inga 20. des. s. á. Þeir vildu sem sé skjóta inn í frumvarpið því ákvæði, að ráðgjafi íslands skyldi ekki mega sitja í ríkisráðinu. Þetta ákvæði hefur síðan verið kallað „ríkisráðsfleygurinn“. Að þessu vildu formælendur frum- varpsins aftur ekki ganga, með því það var á allra vitorði, að Það hlyti að verða frumvarpinu að falli hjá stjórninni, samkvæmt ó- tvíræðum yfirlýsingum hennar í bréfi til landshöfðingja 29. tnaí 1897, er vísað var til í boðskap konungs til Alþingis. Þessi ágrein ingur um „ríkisráðsfleyginn* varð því einn málinu að fallL en um Framhald á bls. 7

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.