Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 1. oktober 1965
flMMUR
Nýjasta flugvél Loftleiða h.f. ber nafnið ,,Guðríður Þor-
bjarnardóttir". í fyrstu för sinni hingað til lands flaug
henni hinn þekkti flugstjóri Jóhannes Markússon. Við það
tækifæri upplýstu Loftleiðamenn, að Jóhannes hefði náð
16 þúsund flugtímum. Vill nú ekki menntamálaráðuneytið
eða blaðafulltrúi rí'kisstjórnarinnar upplýsa til samanburð-
ar, hve marga flugtíma Gylfi Þ. Gíslason hefur?
★
Talið er fullvíst, að Björn Sveinbjörnsson fái ekki bæjar-
fógetaembættið í Hafnarfirði, enda þótt hann hafi gegnt
því embætti í rúmlega níu ár eða alla ráðherratíð Guð-
mundar í. Hlutur Björns er hér gerður afar-slæmur. Hann
er mjög fær dómari og vinsæll maður. í níu ár hefur hann
verið varaskeifa fyrir valdafíkinn ráðherra,sem ekki sá
sóma sinn í því að segja starfinu lausu. Þegar loks ráðherr-
ann hrökklast úr embætti, á Björn að taka við fyrri fulltrúa-
stöðu sinni. Ef hann hefði ekkiveriðbundinn við Hafnarfjörð
í öll þessi ár, hefði Björn vafalaust átt völ á betra starfi en
fulltrúastöðu þar. Það er ekki ofsögum af því sagt að allir
hafa einhvers konar bölvun af því að umgangast Guðmund í.
Guðmundsson.
★
Menn deila. um vegatoliinn á Keflavíkurveginum. Tollur.
inn er gagnrýndur af mörgum, einkum Suðurnesjamönnum.
Blaðið vill taka undir þessa gagnrýni. Tollgreiðslan sjálf
hlýtur að verða þunglamaleg og kostnaðarsöm í framkvæmd.
Þótt hér sé um dýran veg að ræða, sem segja má, að rí'kinu
sé þörf á að fá endurgreiddan, þá eru fleiri dýrir vegir á ís-
landi. Hvar á að setja mörkin? Hvenær á að innheimta vega-
toll og hvenær ekki? Eða má búast viið því í framtíðinni, að
tollheimtumenn ríkisins sitji við hver vegamót á þjóðvegum
með bauk til að aura í?
★
Skiptin í dánarbúi Sigurðar Berndsen ganga seint og illa.
Erfingjar skiptast í marga flokka, sem hver er upp á móti
öðrum og reynir að gera hver öðrum sem mestan óleik. f
sumar fékk dánarbúið stóran skell í skattáálagningu. Nú
eru liðin V-h ár frá því, að Sigurður lézt. Eignir hans hafa
á þessu tímabili verið að liðast í sundur og hvérfa til hins
opinbera, til allra lögfræðinganna, sem sjá um skiptin, og
til misjafnlega forsjálla erfingja. Segja má með sanni: Illur
fengur illa forgengur.
★
dagsms
Er það rétt að Pétri Benediktssyni
bankastjóra hafi ofboðið, er hann
kom í heimsókn til eins af starfs-
mönnum sínum, með húsráðanda
eftir sameiginlega gleðistund í bank-
anum, og hann hafi þá sagt: „það
er miklu líkara að hér búi banka-
ræningi, en bankastarfsmaður"<
í síðasta blaði var rætt um
hina kunnu stétt manna, sem
hafa rán og gripdeildir að at-
vinnu sinni. Sumir þessara
manna hafa þetta fyrir aðal-
starf og sinna engu öðru. Aðrir
hafa annan aðalstarfa, en grípa
til þessa ráðs til að drýgja tekj-
ur sínar og er þá oft aðalstarfið
harla illa launað, í samanburði
við aukastörfin. Sammerkt eiga
allir þessir menn urn það, að
forðast opinber lögbrot, en inna
þessi störf af hendi bak við
tjöldin. Filistear þessir eru oft
opinberir starfsmenn fyrir lág
laun, sem á engan hátt geta
„dekkað“ útgjöld þeirra og
eignasöfnun. Menn þessir vita
ofurvel, að þeir eru að brjóta
lög, bæði landslög og allan sið-
ferðilegan rétt. Þótt margir
menn viti um lögbrot þessara
manna, geta þeir ekki að gert.
Fórnardýrið verður sjálft að
kæra, en þess er venjulega ekki
kostur.
Filistearnir hafa náð svo
sterkum tökum á fórnarlömb-
um sínum, að þau eiga venju-
lega engra kosta völ til að ná
rétti sínum. Út yfir tekur þó,
þegar löglærðir menn nota
þekkingu sína svo að segja
eingöngu í þessu skyni. Lög-
fræðingastéttin íslenzka er vel
menntuð og í henni eru marg-
ir afbragðsmenn. Þó eru þar
nokkrir auðvirðilegir fjárplógs-
menn, sem einskis svífast og
setja þeir svartan stimpil á alla
stéttina. Er mörgum heiðvirð-
um lögfræðingum þungt í skapi,
þegar þeir verða fyrir aðkasti
vegna glæfraleikja þessara
Filistea, sem eru löglærðir. Og
víst er um það, að þjóðfélagið
hefur ekki ráð á að unga út slík-
um mönnum sem menntamönn-
um. Margir þessara manna láta
sér ekki nægja að féfletta and-
stæðinga sína, sem þeir eiga í
höggi við, heldur snúa þeir sér
að sjálfum skjólstæðingum sín-
um. Lögmannafélag íslands hef
ur ákveðinn greiðslutaxta til að
fara eftir við verðlagningu lög-
fræðilegrar vinnu. Þessi taxti
hefur verið og er margbrotinn
af sumum meðlimum þess.
Kvartað er yfir að þýðingarlítið
sé að kæra til lögmannafélags-
ins út af þessu, því að það hafi
tilhneigingu til að sjá í gegnum
fingur við meðlimi sína, á kostn
að þeirra, sem fyrir óréttinum
verða og er það smánarblettur á
stéttinni allri.
Fyrir nokkrum árum mun
félag þetta hafa skipað nefnd,
eða nokkurs konar dómstól inn-
an vébanda sinna, sem ber hið
virðulega nafn; „Codex-Edicus“
sem á að úrskurða um slíkar
kærur.
Enginn vafi er á að í þennan
dómstól hafi verið kosnir menn,
sem kunna skil á öllu réttlæti.
Því svívirðilegra er það, ef
þessi nefnd eða dómstóll, traðk
Þegar nú annað tölublað af
Nýjum Stormi kemur fyrir al-
menningssjónir, vill blaðið þakka
góðar viðtökur og hvatningar
fjölda manna. Ýmsir virðast hafa
átt von á blaði-fullu af svívirðing
um og slúðursögum, en eins og
frá var skýrt í upphafi, er það
ekki verkefni blaðsins. Aðrir verða
að fullnægja því. Blaðið mun
leita til þeirra fyrst og fremst,
sem vilja lesa. Þess vegna er í
blaðinu frahaldsefni, sem ætla má
að geti orðið til gagns og skemmt-
unar. Hins vegar mun framvegis
verða rætt um málefni og menn af
hispursleysi, en þess gætt að
koma ekki með getsakir, sem
hvergi eiga sér stað. Lesendur
eru beðnir um að snúa sér til
blaðsins með mál sem þörf er á
að fá skýringar við. Blaðið mun
halda algerlega leyndum heimild-
um sinum, svo framarlega sem þær
reynast réttar. Fólki er bent á að
kynna sér framhaldsgreinar þær,
sem blaðið flytur og einnig það
að halda þeim saman í samfelldri
heild. Áskriftargjald blaðsins er
kr. 450 á ári og gjalddagar 1. apr.
og 1. okt. ár hvert.
Sagan af Bör Börson verður all-
löng og er nú í fyrsta sinn birt,
sem myndasaga. Þessi bók er fræg
fyrir að bregða upp skemmtilegri
ar á réttíætinu, ræningjunum í
vil. Það er ömurlegt, að almenn
ingur, sem kostar alla menntun,
æðri sem lægri, skuli vera í
hættu fyrir þeim, sem á að gæta
réttar hans. Sögurnar um óbil-
gimi lögfræðinga í sambandi
við þóknun fyrir störf sín em
svo margar að ekki
væri úr vegi að lögfræð-
inga félagið gerði opinberlega
grein fyrir máli sínu. Hve marg
ar kærur hafa borizt nefndinni
og ekki verið sinnt? Og hve
margar kærur hafa borizt og
verið afgreiddar í samræmi við
taxta lögfræðinga? Þess verður
varla að vænta að svör berist,
en það verður þá til þess að
dæmi um féflettingu þessara
lögfræðinga, sem hiklaust má
telja meðal Filisteanna, verða
birt hér í blaðinu og fer þá tæp
lega milli mála við hverja er
átt.
Hér með er þeim tilmælum
beint til fólks, sem hefur orðið
fyrir órétti þessara manna og
annara Filistea, að koma að
máli við blaðið og skýra þvi ‘rá
málavöxtum. Engin ástæða er
að líða hvers konar órétt af ótta
einskærum.
Þessir menn eru líka hrædd-
ir. Þeir vita upp á sig skömm-
ina og almenningsálitið er harð
ur dómari, en til þess að dæma
þarf hann að vita málavexti.
mynd af persónuleika, sem við
þekkjum öll, en hún hefir einnig
sinn boðskap að flytja. Endurminn
ingar Sir Anthoy Eden gefur okk
ur tækifæri að skyggnast aftur
í tímann. Tími sem mörgum virð-
ist vera órafjarri, en er þó rétt á
hælum okkar, og gefur víðtækar
skýringar á undirrót þeirra at-
burða, sem nú hrellir okkur mest.
Mannkynssagan þarf ekki skýr
inga við. Hún er í raun og veru
kennslubók um fortíð okkar, ritfcð
á nútímahátt, sem dagblað. Marg
ir kennarar hafa látið í ljós ánægju
sína með þetta form — og skal
ungum og öldnum bent á að halda
þessu aðgengilega fróðleiksformi
saman. Það verður ekki gefið út
aftur. Stjórnmálasaga fslands hef
ir enn ekki verið rituð. Hér munu
birtast þættir úr henni framveg
is, til glöggvunar fólki, því sorg-
lega fáir eru kunnugir þeim at-
burðum sem standa að baki því
sem við sjáum vera ísland í dag.
Þetta blað mun reyna eftir
megni að veita lesendum sínum
fróðleik og möguleika á að fylgj-
ast á raunhæfan hátt með því,
sem er að ^erast í íslenzkum þjóð
málum. Það heitir einnig á les-
endur sína að veita því stuðning
með því að gerast áskrifendur.
ORÐSENDING
Margt er skrítið í....
Á stríðsárunum komu þýzk-
njenntaðir íslendingar oft
saman til funda og skemmtun
ar til að rifja upp minningar
námsáranna. Eftir að stríð
inu lauk, varð einn þessara
manna fyrstur til að fara út
til Þýzkalands. Þegar hann
kom heim aftur, mætti hann
á fundi hinna þýzkmenntuðu
íslendinga og sagði almæld
tíðindi að utan.
M. a. sagði hann, að karl
mannseklan væri nú slík í
Þýzkalandí, að konur þar í
landi grelddu 30 mörk fyrir
það að hafa karlmann hjá sér
í eina nótt. Kunnur stjórn-
málamaffur var meðal við-
staddra og fannst honum
þetta mikil og góð tíðindi.
„Maður getur bara lifað á
þessu“, sagði hann. Eigin-
kona stjórnmálamannsins
var þar og nærstödd. Með
þjósti gerði hún þessa athuga-
semd: „Mér er svo sem ég
sjái þig lifa á 60 mörkum á
mánöði."