Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR >1. október 1965 HVERGI MEIRA HUSGAGNAURVAL LAUGAVEGI 26 - SÍMI 22900 Heldur hafa reykvísku blöðin verið bragðdauf seinustu dag- ana. í raun vita leiðarahöfundar þeirra ekki um hvað á að skrifa og er þetta ósköp skiljanlegt. Leiðarahöfundarnir eru yfirleitt leigupennar, sem ekkert mega segja eða gera nema eftir fyrir- skipun ofan frá. Og þar uppi er allt hljótt eins og stendur. Al- þingi kemur saman 10. október og þingmenn fara að skrim- skæla sig hver framan í annan að venju. Litlu hálfdálkamynd- imar fara að birtast í blöðunum- og þingfréttaritararnir teygja lopann tim einskisvert kjaftæði, því stóru málin koma ekki strax. Þingmennirnir hafa raun- ar ekki mikið um þau að segja, vegna þess að ráðum er ekki ráðið á Alþingi, nema að sára- litlu leyti. Allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar af ríkis- stjórninni 1 samráði við flokks- ráðin. Flokksráðunum er aftur stjórnað af hagsmunaklíkunum og eru þær margar í hverjum flokki. Hrærigrautnum, sem úr þessu öllu kemur, er síðan dembt yfir þjóðina og þing- mennirnir blása sig út af ætt- jarðarást, sem síðan birtist í blöðunum, með hálfdálka mynd. Hinir réttkjörnu fulltrúar þjóð arinnar á Alþingi, sem hafa svarið stjórnarskránni eið og þar með að hlýða engu nema samvizku sinni, hafa annað hvort mjög slæma samvizku eða alls enga, sem er öllu trúlegra og hafa þeir því, hvað það snertir, ekki svarið rangan éið. Þingfréttaritararnir verða að vera pennaliprir og mega að sjálfsögðu enga samvizku hafa. Þeim er gert að segja þannig frá orðum og gjörðum flokks- manna blaðanna á þingi, að allt líti það vel út og samvizkuleys- ið komi hvergi fram. Lesend- um blaðanna er svo ætlað að trúa. En þar bregzt oft boga- listin. Til er að vísu fólk, sem trúir öllu, sem í „þess“ blaði stendur, en því fer sífækkandi, guði sé lof. Lygin hefur heldur aldrei verið honum þóknanleg og bætir þar litlu um þótt þing menn hafi gengið til kirkju áð- ur en þeir settust á þingpall. Það er þó bót í máli, að þing- fréttariturunum er ekki gert að sækja kirkju, enda mun það fá- títt. Það er ömurlegt hlutskipti fyrir sæmilega greinda menn, að vera launaðir blekkingasmið ir. Þannig er það með þá blaða- menn, sem skrifa um pólitík í dagblöðin. Um leið og ráðamennirnir hafa ákveðið eitthvað mál, er pennum blaðanna skipað að skrifa. Og þeir skrifa án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að skrifa um, hvað þá að þeim hafi gefizt tími eða kestur á að kynnast málinu áður, hvað þá mynda sér skoðun um það, enda aldrei um þeirra skoðanir spurt. Vegna þessa m. a. leiðast þessir menn út í að skrifa alls konar endaleysu, sem þeir myndu annars aldrei gera. Má til gamans benda á nokkrar setningar úr leiðara Vísis þ. 24. þ. m. og eru þær svohljóðandi: „Bjart er nú framundan, þar sem áður var blika og sorti. Aldrei hafa gjaldeyrisvarasjóð- ir íslenzku þjóðarinnar verið svo gildir sem þessi misserin. Þama er nú hálfur annar mill- jarður í handraðanum. Lengur emm við ekki beiningamenn 1 gjaldeyrisefnum“. Svo mörg og brosleg eru þau orð. Ekki er minnsti vafi á því, að þessi maður er að skrifa fyrir peninga og veit ekki hvað hann á að skrifa. Yfirlætið er að vísu meðfæddur eiginleiki mannsins, en fyrr má nú vera. Sannleik- urinn er sá, að birta sú, sem ritstjórinn sér, er aðeins hræv- areldur. Eldur, sem logar án eldsneytis. Landið skuldar á fjórða hundrað milljónir í er- lendum gjaldeyri og þó öllu meir, ef með eru taldar lausa- skuldir kaupsýslumanna, sem bankarnir verða að leysa inn. Þær upphæðir nema hundruð- um milljóna. íslendingar fá stórar gjaldeyrisgjafir árlega frá Bandaríkjunum, sem síðan eru lagðarM svokallaðan mót- virðissjóð. Framkvæmdabank- inn er byggður upp á gjaldeyr- isgjöfum í formi matvæla. Ef gera ætti upp reikningana nú, væri ekki ein einasta króna til í gjaldeyri og gjaldeyrisskuld- irnar yrðu taldar í milljörðum. Hitt er svo annað mál, að ef vinir ritstjórans í kaupsýslu- stétt skiluðu þeim gjaldeyri, sem þeir hafa stolið undan á undanförnum árum og áratug- um, myndi sennilega vera hreint borð og vel það. Morgun blaðið talar um það á forsíðu sama dag, að víða sé deilt um en á íslandi og er tilefnið til- raun til stjórnarbyltingar i Saudi-Arabíu. Munu uppreisnar menn hafa haft hug á að ná sjónvarpsstöðinni á sitt vald ásamt öðrum fjölmiðlunartækj- um. Ekki er undarlegt þótt Morgunblaðinu þyki mikið við liggja að viðhalda sjónvarpinu af Miðnesheiði í heiðri meðal þjóðarinnar og er vonandi að andstæðingar þess hafi ekki lagt Morgunblaðsskilning i and stöðu sína við það, þvi eftir þessu að dæma jafngildir það stjórnarbyltingu að ónotast við Þsettir úr stjórnmálasögu. Framhald at 11. síðu. stefnuna sjálfa mátti heita að þingið væri allt á einu máli. Þó að þessi stefna fari ekki fram á margar breytingar, þá eru samt kostir hennar eigi allfáir. Til þess að gera sér vel ljóst, hverjir þeir eru, er nauðsynlegt, að athuga núverandi stjórnarfar vort til samanburðar og hverjir megingallar eru á Því. Jafnframt verða menn að hafa hinar aðrar umbótastefnur i huga og aðgæta, hvernig þessi stefna sneiðir fyrir öll þau sker, sem þær hljóta að stranda á. Mjólkárvirkjun Starfsmann vantar á Mjólkárvirkjun í Arnarfirði til gripahirðingar og ýmissa annarra starfa. Þarf a<5 vera fjölskyldumaður, en með litla fjölskyldu. Um- sóknir meS upplýsingum um fyrri störf sendist starfs- mannadeildinni fyrir 4. október. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Starfsmannadeild Laugavegi 116 — Reykjavík' ■■■■■■■■■■•■■■■■■ máli hans, en þeir voru alda vinir, og hófst sú vinátta vegna hinnar miklu þekking ar Jóns á rúnum. Árið 1658 var hinn ungi prestssonur Guðmundur Guð mundsson þá 15. ára að aldri sendur til Kaupmannahafnar til náms í Vor Frue skóla. Á þeim tíma var stríðið milli Svía og Dana og var hann tekinn til fanga af Svíum. Skip það, sem hann var stríðs fangi á var aftur hertekið af Dönum og eru líkindi til, að hér sé um að ræða skip það sem Jakob Nielsen Dannefer frá Mön hertók hinn 2. októ ber 1658. Eftir þetta hætti Guðmundur við nám sitt og lét skrá sig í herinn. Var hann þar í fjögur ár, en þá var hann leystur út af dönsk um herramanni, sem tók hann í þjónustu sína. Hús- bóndi hans mat hann míkils bæði vegna dugnaðar hans og ritleikni. Var Guðmundur í þjónustu hans fram til árs- ins 1666, en þá réði hann sig hjá Soffíu Amaliu, drottningu og náði mikilli hylli hennar. Árið 1674 var honum veitt sýslumanns embættið í Borg arfjarðarsýslu en þegar drottning frétti af þessu, lét hún í ljósi óánægju sína, og að hún myndi sjá til þess, að hann fengi betri stöðu hjá sér. Hann þorði ekki annað en verða við ósk hennar og var þá skipaður sem ráðs- maður eigna hennar á Lá- landi og giftist þar þýzkri stúlku af góðum ættum. Um 1680 fékk hann leyfi til að heimsækja föður sinn á ís- landi og færði honum að gjöf frá drottningu mjög dýrmæt an hökul. Þegar hann hafði verið um sex mánuði á íslandi fór hann aftur til Danmerk ur til bús síns og var í miklu áliti fyrir störf sín. Síðar var hann ákærður af bændum fyrir ofmikla sköttun. Málið kom fyrir rétt í Kaupmanna höfn, en hann var sýknaður af ákærunni. Eftir andlát drottningar (1685) var málið tekið upp að nýju. í þetta skipti tapaði hann málinu og var leystur frá störfum, þrátt fyrir að hann héldi því fram, að hann hefði aðeins hlýtt yfirboðurum sínum. Þar sem hann var einnig grunaður um að hafa skrifað ýms bréf sem rituð voru i nafni drottn ingar, en menn þóttust þekkja rithönd hans á þeim áleit hann bezt fyrir sig að hverfa á brott og fluttlst til Holsetalands og bjó þar í ár hjá mági sínum, sem var bryti konungs nálægt Gliick stad. Þýzkukunnátta hans var talin mjög góð, og sagt er, að meðan hann dvaldist þarna, hafi hann þýtt Pass íusálma séra Hallgríms Péturs sonar á þýzku. Hvarf Guðmundar. Árið 1688 hverfur hann ger samlega og eftir það hefur íslenzkum annálariturum ekki tekizt að hafa upp á honum. Það er ekki ólíklegt að hér sé um herforingjann að ræða. Ekki er vitað um annan ís- lending frá þessum tíma sem lýsingin ætti betur við. Þar sem Guðmundur á sínum yngri árum hafði verið í her þjónustu, er ekki ulíklegt að hann hafi farið lengra suður á bóginn og ásamt mörgum Þjóðverjum látið skrásetja sig í málalið hertogans af Savoyen og fljótlega verið hækkaður í tign og gerður að herforingja. Samkvæmt vitnisburði þeim sem annála- ritarar hafa gefið honum, þar sem talað er um miklar gáf- ur, þekkingu hans í herfræð um, sem hann aflaði sér í danska hernum og hina góðu þýzkukunnáttu hans, bendir allt til þess, að hér sé um hinn rétta mann að ræða. Að lokum má geta þess, að tímatalið bendir einnig til þess. Guðmundur var fædd ur 1643. Árið 1707 hefði hann þvi átt að vera 64 ára gamall og það er 19 árum eftir að hann hverfur frá Holseta- landi.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.