Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 4

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 4
"ðfomtm 4 POSTUDAGfCR 1. október 1965 IN MEMORIAM Framhald af 2. síðu. on, þar sem flokksbróðir þinn, Wilson, á í vök aS verjast, og sýnir það drenglyndi þitt að vera þar til staðar, sem mest á reynir. Ef til vill gætir þú veitt leiðbeiningar um það, hvemig íhaldsflokkar og sósíal demókrataflokkar geta unnið saman og jafnframt kennt hon um leyndardóminn um að gera sósíaldemókrat að sósíal aritstókrata. Sagt er að Wilson berjist við skuldir stórar og erfiðar. Ekki er að efa að þú myndir geta kennt honum ráð við að leysa þann vanda. Mætti til dæmis benda honum á að véfengja skuldirnar, gefa loforð, svíkja þau æ ofan í æ. Hleypa síð an málunum fyrir dómstólana, fá fresti á frest ofan og nota sér seinagang þeirra til að draga að greiða í lengstu lög. Þegar svo fokið er í öll skjól, mætti benda honum á að gera tilraun að gera upp skuldirnar með 1/8. per. kontant, eins og Bör Börson myndi sagt hafa. Nú ef þetta gengi ekki að held ur, væri hægt að benda honum á lokaúrræðið, en það er að fá peninga til að greiða skuldirn ar hjá Bandaríkjamönnum, því að þeir hafa líka herstöðvar á Englandi. Meðan á öllu þessu gengi, myndi tíminn með geng isfellingum og óðaverðbólgu lækka svo skuldina, að hún yrði ekki tilfinnanleg. Ég veit að þú kannt öll þess heillaráð og mætti þá svo fara, að ekki yrði hátt risið á lánadrottnum Breta á eftir. Einnig myndir þú geta kennt Wilson ráð til að treysta eigin efnahag með 'hliðarráðstöfunum, því að sagt er, að hann sé fremur snauður maður. Ég vil svo að lokum minnast þín persónulega, kæri vinur! Þú hefur verið mér hugstæður frá því ég sá þig fyrst fyrir 28 árum, en þá varst þú á skrifstofunni hjá honum Stefáni Jóhann. í það sinn skuldaði ég þér. Stjama þín var að byrja að skríða upp á himininn, fyrir tilstilli Stefáns Jóhanns. í þá daga átti ég eina hugsjón og hún var að vinna fyrir Alþýðuflokk inn í baráttu hans fyrir hags- munum hins snauða manns. Ár ið áður hafið ég verið í hópi, sem smalað var upp í Alþýðu húskjallara (húsið þitt) á stofnfund Byggingafélags verka manna. Hópur þessi var úr Félagi ungra jafnaðarmanna, og þar hittum við marga góða Sjálfstæðismenn. Héðinn Valdi marsson var orðinn óhæfur um að hafa forgöngu um bygginga mál verkamanna þótt hann hefði áður haft þar alla forystu. Stef án var þá félagsmálaráðherra og þótti einsýnt, að þú værir einmitt rétti maðurinn til að taka við þessari forystu, en til þess þurfti bráðabirgðalög, og Stefán setti þau. Árið síðar var haldinn aðal fundur, en á hann gat ég ekki komið. Var það ástæð an til þess að ég kom síðan á þinn fund. Ég var með peninga handa þér, heilar fimm krón ur, aleigu mína, sem ég ætlaði að greiða þér til að halda rétt- indum mínum í félaginu, sem gat komið sér vel seinna meir. Þá kenndir þú mér fyrstu lexíuna um skilvísi, og þá fékk ég strax í fyrsta sinn að kynnast því hve þú ert rétt látur maður. Þú gazt ekki tekið við greiðslu á fimm krónunum, sem var félagsgjaldið, vegna þess að það skyldi greiða á aðalfundi. Þar með var fé- lagi nr. 43 strikaður út af félagaskránni. Það skiptir raun ar engu máli, fyrst réttlætinu var fullnægt. Mér þótti að vísu súrt í broti, þótt ég væri fimm krón- um ríkari. Mér fannst ég ekki sekur um vanskil, vegna þess að ég hafði lögleg forföll. Síðar hef ég verið að reyna að finna aðra skýringu á þessari breytni þinni, en hún er sú, að þú neitaðir að taka við þessum peningum, stafaði af meðfæddri andúð þinni á því að taka við peningum yfirleitt. Þegar þú nú hverfur á braut, minnumst við þín með óum- ræðilegu þakklæti fyrir allt, sem þú hefir fyrir þjóð þína og flokk gert. Þú hefir fórnað beztu ár- um ævi þinnar í þrotlaust strit og starf fyiir fólkið í landinu, og árangurinn hefir heldur ekki látið á sér standa. Alls staðar blasir við ró og friður, hagsæld og hamingja. Og svo er umhyggja og fyr irhyggja þín mikil fyrir landi og þjóð, að þú hefir svo frá öllum hnútum gengið, er þú sjálfur hverfur héðan, að þjóð þín er varin fyrir öllum óvinum, þótt að vísu ekki sé vitað til að hún eigi neina, Þótt ævistarfi þínu væri nú lokið, sem ekki er, gætir þú með stilti sagt: — Geri aðrir betur. Eins og kunnugt er, er Brezka krúnan ■ein hin dýrð legast í öllum heiminum, og fer vel á því, að þú gerist þar hirðmaður. Á sama hátt og brezka þjóðin mun blessa þann dag, er þú stígur þínum fróma fæti á enska grundu, blessar íslenzka þjóðin minn ingu utanríkisráðherra síns, sem leitt hefir hana farsællega gegnum brim og boða í heimi, þar sem veður eru öll válynd. Og í hinu nýja lífi þínu, sem varðmaður þjóðarinnar í fram- andi landi fylgja þér heilla- óskir landvætta og þjóðar innar allrar og vonir um, að Herveldið Kína Framhald af 5. síðu staðreynd, að kínverski flug flotinn mun smám saman dragast afturúr, því það sem sagt hefur verið hér að fram an ,mun valda því, að oft verður að taka sundur vélar, til þess að fá varahluti. í aðrar sem bilaðar eru. Kennsla nýrra flugmanna verður því að takmarkst af þessum orsökum. Talið er, að fullnaðar kennslu- stundir kínverska flugmanna séu í dag ekki meira en 10 flugtímar á mánuði á flugi, sem er helmingur þess tima, sem á amerískan mælikvarða er álitinn nauðsynlegur til þess, að halda flugmanni í fyrsta flokks æfingu. Bæði til sóknar og varnar er kín- verski flugflotinn því álitinn vera mjög veikbyggður. Það þú unir þar ævi þinni unz kvöldið kemur. Og er að skapa dægri þínu kemur, sem við von um öll að verði langt að bíða, erum við þess fullviss, að þér verður ekki skipaður ó- veglegri sess meðal útvaldra, en í höll drottningar. Ég kveð þig svo, kæri vinur og vel gerðarmaður — að eilífu. P.F. P.S. Væntanlega verður séð svo um, að þú haldir ráðherra launum þínum óskertum í næstu sex mánuði, án þess að Ambassadorslaun þín verði skert. Með eilífðarkveðjum. Sami. er skoðun manna sem taldir eru hafa þekkingu á þessum málum, að í þeim munu ekki verða neinar breytingar, nema Kínverjar geri eínhverj ar breytingar á stefnu sinni gagnvart Sovétríkjunum. Lítilfjörlegur floti. Flotastyrk Kína má kalla óverulegan í samanburði við 7 flota Bandaríkjanna, hinn volduga flota, sem ávallt hef ur bækistöðvar sínar á vest anverðu Kyrrahafi. Kínverski flotinn, sem skiftur er í norð læga, vestlæga og suðlæga flotadeild, samanstendur af átta tundurspillum, nálægt 25 kafbátum, um það bil 250 varðskipum og ca. 700 létt- vopnuðum fljótabátum. Stærsta skip flotans, sem fyr- ir löngu er orðið úrelt, liggur fyrir akkerum á höfninni í Shanghai og er notað sem kennsluskip fyrir nýliða. Framhald í næsta blaði. MADE IN U.S.A. „Camei stund er ánægju stund!u Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN. strax í dag!

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.