Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. okfóber 1965 5 tfMMUR Útg.: Samtök óháSra borgara Ritstj.: Gunnar HalL sími 15104. Páll Finnbogason. Augl. og áskr.s.: 22929. Afgreiðsla Laugaveg 30. Vikublað — útgáfudagur: föstudagur. Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h. f. Erlend tíðindi Ríkisafskifti Fræðilega lýsir meginmunurinn á sósíalisma og stefnu kapí- talista sér í því, að þeir fyrrnefndu vilja þjóðnýtinu á öllum atvinnurekstri þjóðarinnar og mikil ríkisafskipti á öllum svið- um þjóðlífsins. Sósíalistar hafa aldrei haft mikil áhrif í íslenzkum þjóðmál- um, og þeir sósíalistisku stjórnmálamenn, sem einhverju hafa ráðið, hafa ekki verið mjög róttækir. Þeir jafnaðarmenn, sem til valda hafa komizt hérlendis, hafa verið hógværir í kröfum sínum og lagað sig mjög að borgaralegri stefnu. Þeir hafa löngum lagt höfuðáherzluna á félagslegar umbætur, t. d. á sviði tryginga og byggingarmála hinna snauðari í þjóðfélainu. Baráttumál þeirra á þessu svið hafa fengið svo góðan hljóm- grunn hjá öðrum stjórnmálaflokkum, þótt á stundum gengi treglega, að mál þessi eru óvíða í betri farvegi, og vilja nú í rauninni allir tileinka sér þáu. Varðandi framkvæmd sósíalisma á sviði atvinnumála hafa íylgjendur hans ekki haft neitt bolmagn til áhrifa, enda vafa- samt um áhuga hjá hægfara jafnaðarmönnum í þeim efnum. Áhrif kommúnista á þessu sviði hafa, sem betur fer, ávallt verið lítil eða engin. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, er það þeim mun undarlegra, að íslendingar eru.. í dag flæktir og bundnir í meiri ríkisafskipti, heldur en nokkurt annað borgarlegt þjóðfélag. Til að ná samanburði í þessum efnum, þurfa menn austur fyrir járntjald. Fyrir utan lögþvinguð og hvim- leið ríkisafskipti á fjölmörgum sviðum, hefur hið opinbera rutt sgr leið inn í atvinnurekstur á mörgum sviðum. Spnjs staðar hefur ríkinu beinlínis verið áskilinn einkaréttur tjl ýmiss atvinnureksturs. Er þar t. d. átt við starfsemi póst- og símamála, rekstur áfengis- og tóbakseinkasölunnar og síðast en ekki sízt einkarétt ríkisins til útvarpsreksturs og viðtækja- verzlunar, sem er undarlegt og nánast einræðislegt fyrirbrigði. Ekki er nóg með það, að ríkinu hafi verið áskilinnn einkarétt- ur til starfsemi á mörgum sviðum, því að þegar þeim til- fellum sleppir, er komið að fjölmörgum tilvikum, þar sem hið opinbera hefur þrengt sér inn í atvinnugreinar, sem hljóta að eiga að vera í einkarekstri. Nærtækustu og stærstu dæmin eru síldarverksmiðjur ríkisins og togaraútgerðir bæj- arfélaganna. Ef nú þeirri spurnigu er varpað fram, hvað valdi þessum gífurlega ríkis- og bæjarrekstri hér á landi, þegar tillit er tekið til fylgisleysis sósíalistisku flokkanna, liggja svörin ekki á lausu. Borgaraflokkarnir, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn, bera þar auðvitað höfuðábyrgðina. Án vilja þeirra, annars hvors eða beggja, hefðu málin ekki fallið í þennan farveg. Nú er það einkennileg reynsla hér á landi, að ef á ein- hverju sviði hefur einhvern tíma þótt nauðsynlegt að grípa til ríkisafskipta, þá virðist það ófrávíkjanlegt, að þessi af- skipti haldist um aldur og ævi. Ef t. d. opinbert eftirlit á einhverju sviði hefur reynzt óhjákvæmilegt, er því ásamt viðeigandi skrifstofubákni haldið áfram, þótt forsendan fyrir afskiptunum sé niður fallin. Gott dæmi þessa er verðlags- eftirlitið. Það var nauðsynlegt, ill nauðsyn. á styrjaldartím- unum, þegar um takmarkaðan innflutning dg vöruskort var að ræða. Nú eru þessar forsendur brott fallnar. en samt sem áður trjónar verðlagsstjóri í embætti með kostnaðarsamt skrifstofubákn og fjölmennt starfslið, sem enginn veit, hvað á að hafa fyrir stafni, ekki einu sinni starfsmennirnir sjálfir. Sjálfstæðismenn telja það höfuðmarkmið sitt að berjast fyrir framtaki einstaklingsins. Hvenær hafa þeir neiðurs- menn í ríkisstjórn gert tilraun til að minnka ríkisafskiptin? Hvenær hafa þeir lagt til að ríkið seldi í hendur einstaklinga eitthvað af þeirri starfrækslu. sem það hefur með höndum? Er það ekki staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn i Reykjavík rekur stærstu togaraútgerð á fslandi og stærstu fiskverkunar- stöð borgarinnar? Við íslendingar erum illa á vegi staddir í þessum efnum. Við lifum ekki í sósíalistisku ríki, enda væri slíkt andsnúið hugs- unarhætti þjóðarinnar. En samt sem áður er meginhluti at- vinnulífsins bundinn á klafa hjá því opinbera. Líf hvers ein- staklings er og að meira eða minna leyti háð opinberum af- skiptum. Ef á íslandi framtíðarinnar á að þróast lýðræðis- og borgara- legt þjóðfélag með tápmiklu atvinnulífi og óhindruðu persónu- frelsi þegnanna, verður breyting hér á að verða. Lýðræðis- flokkarnir í landinu verða að taka ríkisrekstur og ríkisafskipti til alvarlegrar endurskoðunar á þann hátt, að þessum fyrir- bærum verði þokað til hliðar í ríkum mæli. Herveldið Kína Þegar amerískar flugvélar gerðu loftárásir á stöðvar í Norður-Víetnam þrumuðu kín verskar útvarpsstöðvar aövar anir til Bandaríkjamanna á þá leið, hvort þeir minntust ekki hrakfara sinna í KÓreu stríðinu og hvort þeir óskuðu eftir sömu útreið í „Indó- Kína“? Þetta var fróðleg ógnun, því hún kom upp um herstyrk Kína. Með því að leiða hjá sér átom vopnin staðfesti Kína algjörlega það sem hverjum hernaðarsérfræðingi var kunnugt um, að það eiga eftir að líða ár og dagur til þess, að Kína veröi atom- veldi, þrátt fyrir að Kínverj um tækist að sprengja atom- sprengju í október í fyrra. Erfiðleikar efnahagslífsins koma í veg fyrir fljóta fram leiðslu og birgðasöfnun á efna kjörnum sprengjuefna. Það eru heldur ekki líkindi til að Kína geti framleitt öll þau hráefni sem til þess þarf. Það er álit herfræðinga, að á árunum eftir 1970 munu Kínverjar ekki verða lengra kpipniri, framleiðslunni, e.n að þeií,,geti ,;framleitt flugvélar af Hiroshima gerðinni til vörpunar á atomsprengjum. Með því að minna á Kóreu stríðið og þær hjarðir fólks sem reknar voru yfir Yalu fljótið, hefur Peking stjórnin gefið vesturveldunum til kynna, í hverju herstyrkur Kínverja liggur, sem sé í hin um mikla .mannfjölda, sem hægt er að tefla fram. Enda þótt þetta hljómi gamaldags á atomöld, eru vel þjálfaðar liðssveitir fótgönguliðsmanna það ^sern kemur til með að ráða úrslitum í Asíustyrjöld. 13. milljónir manna undir vopnum. Fólksflesta land heimsins „Rauða-Kína“ hefur fleira fólk undir vopnum, en nokk- urt annað land á hnettinum. Frelsisher alþýðunnar hefur í sjó og lofther 2,7 milljónir manna. Hið vopnaða lögreglu lið til verdar íbúunum nemur % miljón manna. Heimavarn arliðið. sem að mestu l°vti er Mao Tse-tung Sfpðsett við landamæri ríkis ins og. strandvarnirnar nem- ur 10 mílljónum manna og kvenna. Hersveitir þessar eru vel þjálfaðar og skipulagð ar undir umsjón yfirmanna hersins. Veikasta varnarkerfi „Rauða-Kína“ liggur í nú- tíma tækni, flugvélum og flota. 3000 hernaðar-flugvélar. Kína er talið þriðja stærsta flugvélaveldi heimsins. Af hin um 3000 flugvélum sem þeir eru taldir eiga, er helmingur inn sovézkar vélar Mig 15 og 17, sem voru notaðar í herför- inni í Kóreu, 'að undantekn- um um 75 flugvélum, af hinni nýju gerð Mig 19. Flugflotinn af þotugerð eru um það bil 275 Iljushin vélar og eitthvað innanvið 10 Tupolev vélar, sem eru taldar færar um að flytja 3500 kgr. af sprengj. yf ir 6000 kílóm. svæði. Til við bótar eru flutningavélar, æf- ingar, nokkrar helikopter og úreltar sprengjuflugvélar. Ekkert hefur Kínverski flug herinn liðið eins mikið við og hið pólitíska stríð við Sovétríkin. Þau afgreiða ekki lengur til Kína flugvélar af Mig 21 gerð, sem er nýjasta og fullkomnasta gerð þota. Nýlega afgreiddu þau pant- anir þessara flugvéla til and- kommúnistiskra landa eins og Indlands og Indónesíu. Síð ustu niðurskurðir af ólíuaf- greiðslum til Kína, hafa or- sakað, að Kína vantar nú flugvéla eldsneyti. Einnig hef ur verið gefin út fyrirskipun í Sovétríkjunum, um að af- greiða ekki flugvélavarahluti, en það hefur orsakað að Kínverskar flugvélar hafa ekki getað flogið. Iönaðurinnn of veikbyggður. Kínverjar hafa ekki þann iðnaðarmátt, sem krafist verð ur til þess að geta fullnægt miklum hernaðarmætti. Þrátt fyrir hina Indonesísku hrá- olíu munu hreinsunarstöðvar þeirra ekki geta, eða hafa næga orku til að breyta henni í brennsluefni fyrir þotur. Þeir geta framleitt þotur en ekki framleitt rafmagnsút- búnað þeirra né siglingatæki fyrir flugvélar. Það er því Framhald á 4. síðu. K / N A AfortSur/orfttrucSaíerslns f*ó&6f/árnansneS/tt ■ Urmfamcert K/aer.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.