Nýr Stormur - 26.11.1965, Side 3
FÖSTUDAGUR 2G. nóvember 1965
^SlóRMUII
3
Ótímabær nafnbirtíng
Eins og kunnugt er ríkir
tvennskonar réttarfar í þessu
landi. Annars vegar réttarfar
hinna ríku og voldugu, sem
eiga að sér heila stjórnmáia-
flokka og geta leyft sér svo
að segja hvaS sem er. Þessir
menn svíkja undan skatti og
smygla og gera nákvæmlega
þaff sem þeim sýnist, þótt
þaff brjóti í bága viff lög. Þeir
vita sem er, að þeir eru vernd
aðir af yfirvöldunum, sem eru
yfirvöld fyrir náð peninga
þessara sömu manna.
Hins vegar er svo réttarfar
þeirra, sem minna mega sín.
Þeirra sem verða að vinna baki
brotnu til að eignast þak yfir
höfuðið eða atvinnutæki ,sem
rétt nægir til að þeir hafi at-
vinnu af og fjölskylda þeirra
lifibrauð. Þessir menn eru ekki
í náðinni, enda hafa þeir ekki
tök á að leggja stórfé fram i
kosninga- og flokkssjóði stjórn-
málaflokkanna.
Fyrir nokkru síðan birtist
fregn um að nokkrir menn
hefðu orðið uppvísir að skatt-
svikum og þeir dæmdir til að
greiða ógoldinn tekjuskatt og
stolinn söluskatt.
Þessir menn eru stórbrotleg-
ir við lög og hafa valdið miklu
tjóni og vafalaust hafa ckki öll
kurl komið til grafar hjá eúi-
hverjum þeirra eða öllum.
Nöfn þessara manna mátti
liins vegar ekki birta og njóta
þeir sérstaklega verndar hins
nýja fjármálaráðherra, Magnús
ar Jónssonar, en honum hefir
verið sagt að lílífa þessum mönn
um við öllu hnjaski, ef mögu-
legt er. IJið íslenzka ríki hefir
sérstakar mætur á þeim er ger
ast brotlegir við það, ef þeir
eru nógu vel efnum búnir.
Skattalögreglunni er sagt að
þegja og úr henni dregið allt
afl, með óvönum og ónógum
stárfskröftum. Hún mun samt
sem áður ckki sitja auðum hönd
um þótt erfitt sé um vik. Kom
að því að hún hugðist nota
heimild í lögum til að rannsaka
bankaviðskipti manna í sam-
bandi við athuganir sínar. Gaml
ar reglur eru hjá bönkum um að
hleypa engum í viðskipti sín og
viðskiptamanna sinna og taldi
Landsbankinn rétt að láta höfða
prófmál til að sannreyna hald
laganna.
Úrskurður var kveðinn upp í
samræmi við óskir skattalög-
reglunnar og þá springur sprengj
an. Morgunblaðið, og það blað,
sem mest hefir borið hag skatt-
svikaranna fyrir brjósti og ekki
hefir birt nöfn þeirra frekar en
önnur blöð, ríkur nú til og birt
ir nafn verzlunar- og kaup-
manns, sem athugun er gerð hjá
og bankinn notaði til að prófa
gildi laganna. Nú er þessi mað-
ur stimplaður skattsvikari í
augum almennings með þessari
illgirnislegu nafnbirtingu. *Eng-
in veit hvort maðurinn er í raun
og veru sekur um að hafa svik-
ið undan skatti, en því var sleg
ið föstu af Morgunblaðinu, með
því að birta nafn hans. Ef til
vill hefir verið ætlunin að leyna
sjónum almennings frá vinun-
um, sem uppvísir höfðu orðið
að skattsvikunum um daginn,
með því að draga athyglina að
lítilli smásöluverzlun, sem varla
hefir getað dregið stórar upp-
hæðir undan. Nú vill svo til að
kaupmaður þessi er óvenju dug
legur og vinnusamur og berst
lítt á. Morgunblaðið hefði áreið
anlega ekki birt nafn þessa
manns, ef hann hefði verið mjög
góður flokksmaður. Ekki er
þessu blaði kunnugt um stjórn
málaskoðanir kaupmannsins, en
mikill sjálfstæðismaður er hann
varla.
Hér er brotin, af blaðamönn-
um Morgunblaðsins, regla rétt-
arfarsins um, að menn séu ekki
sekir fyrr en búið er að finna
sökina. Þessi nafnbirting er
hneyksli, á sama tíma og vand-
lega er haldið leyndum nöfnum
manna, sem sannir eru að sök.
Það er ekki í fyrsta sinn að
bakari er hengdur fyrir smið í
þessu landi og má segja að nær
væri yfirvöldunum að takast í
alvöru á við skattsvikarana, þá
stóru fyrst og reyna að ná þann
ig einhverju af hinum stolnu
peningum, heldur en vera að
flagga með nöfn manna, sem ef
til vill eru ekki sekir.
Það er skýlaus krafa almenn
ings að nöfn skattsvikaranna
verði birt, svo að saklausir
menn liggi ekki undir orðrómi
og grun. Þessir menn eiga enga
hlífð skilið. Marírir þeirra hafa
safnað öllum auði sínum skatt-
sviknum, og það er þjófnaður
"oen rikinu og þeanunum. Það
lágmarkskrafa að þessir menn
'yr,rði ekki látnir sleppa fremur
við afleiðingar verka sinna, en
■’ðrir þegnar þjóðfélagsins. sem
minna hafa af sér brotið.
Á miffilsfundi —
Framh. af bls. 2.
ég held viti. Mörg ár eru liðin
frá þessari stundu og á þeim
árum hefi ég kynnst betur Biblí
unni og hinu lifandi orði Guðs.
Ég veit núna betur en áður,
að alls enginn Guðdómur býr
í þeim myrkviði, sem spiritism-
inn er. Drottinn er ljós í heim-
inn kominn, og hann býr ekki
í myrkrinu, sem umlvkur mið-
il og andatrúarfundi. Eins og
djöfullinn tók á sig Ijósengils-
mynd forðum, svo er einmg far-
ið þeim „andaverum vonzkunn-
ar í himingeimnum" sem þjón-
usta börnum m.vrkursins á anda
trúarfundum.
Það orð er satt
Fengitími okraranna —
Framh. af bls. 1.
þrengist æ meir eftir því sem
dýrtíðin vex og allar fram-
kvæmdir kalla á meira fjár-
magn. Þetta er óheillavænleg
þróun fyrir alla, því þessi mál
varða alla þegnana.
Vissir aðilar eru þó til, sem
fagna þessari þróun, en ]oað eru
hinir svokölluðu sjálf v;ouðu
bankastjórar. Þeim hafa verið
gerð nokkur skil í þessu blaði,
en það er þó aðeins bvrjunin,
því skal lofað. Nú er sannkall-
aður fengitími hjá jiessum mönn
um. Aðsóknin er mciri en
nokkru sinni fyrr og þeir selja
sig dýrar en nokkru sinni áð-
ur. Flestum hefir þótt nóg um
hin venjulegu 3% á mánuði, en
nú er ekki lengur um það að
tala. Prísinn hefir hækkað upp
í 5% á mánuði, að minnsta
kosti fram að áramótum, en á
þessum tíma eru bankar að
mestu lokaðir fyrir útlánum, og
reyna að kalla sem mest inn af
skuldum, vegna áramótaupp-
gjörs.
Fyrir nokkru leitaði maður
nokkur til þriggja slíkra banka-
stjóra hér í bænum, eftir að hafa
gengið bónleiður til búðar í
bönkunum, sem neituðu honum
um framlengingu fram yfir ára-
mótin. Upphæðin var tvö hundr
uð og fimmtíu þúsund krónur,
sem hann hefir vissu fyrir að fá
greiddar síðast í janúar. Hann
gat fengið þessa peninga, því
hann hafði nægar tryggingar
fyrir greiðslu á réttum tíma.
Kjörin voru hins vegar alls stað
ar hin sömu: 287.500 krónu víx-
il og tvö hundruð og fimmtíu
þúsund krónur greiddar út, =
15% vextir í þrjá mánuði og
eitt skilyrði ófrávíkjanlegt: má
ekki geja upp til skatts og
honum því ekki mögulegt að fá
vextina frádregna við skatta-
framtal.
Hvernig þetta mál fer, er enn
óvíst. en hann á vafalaust ekki
um annan kost að velja, en taka
þessi lán, eða komast á svart-
an lista hjá bönkunum, og hætta
þar með lánsstrausti sínu. Þann-
ig skapar peningaflóðið auðæfi
hjá sumum, en erfiðleika hjá
öðrum. Auðvitað ber bönkun-
um skylda til að koma í veg
fyrir að þessi svarti lánamark-
aður þrífist, en það gera þeir
síst með því að skera menn nið
ur við trog á erfiðasta tíma árs-
ins.
Við skipti jólamarkaðarins er
að byrja og krefst óhemju veltu
fjár. Það er ófáanlegt í bönk-
um landsins, en okrararnir taka
að sér hlutverkið og peningarn
ir hverfa samt sem áður úr
bönkunum og hagnaðurinn renn
Framh. á bls. 10
JOHN MACKINTOSH & SONS LTD., HALIFAX, ENSLANO
506 A
Einlcaumboð: ACTIVE
Islenzk erlenda verzlnnarfélagið
Tjarnargötu 18 — Sími 20400
$urla- smjörliki er heilsusamlegt og
bragðgótt, og því tilvalið ofan á brauð
og kex.
Þér þurfið að reyna $urla- smjörliki
til að sannfærast um gæði þess.
AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA