Nýr Stormur - 17.12.1965, Blaðsíða 2
*
Él/ORMUR
FÖSTUDAGUR 17. desember 1965
Jólin gleymast —
Framh. af bls. 1.
ar nágrenni. Þrátt fyrir allt
þetta, þörfina til að gefa
og þiggja kærleika, aðstöð-
una til skilnings og mennt-
unar, verða æ færri trú-
lausir á kenningar Krists.
Að vísu eru ofbeldisverk ó-
víða framin í hans nafni
jafn ríkulega og áður fyrr,
en menn biðja þó faðirvor-
ið, áður en þeir fara út til
að drepa menn.
Mennirnir og Kristur
Yfirskriftin yfir þessari
grein er tekin úr Biblíunni.
Eina skipti, sem vitað er
til að Jesú hafi beitt ofbeldi
var þegar hann rak prang
ara og víxlara, sem við
myndum sennilega nefna
okrara nú á dögum, út úr
Guðshúsi. Svo megna fyrir-
litningu hafði sjálfur Jesú
Kristur á þessari starfsemi,
að hann hikaði ekki við að
beita líkamlegu ofbeldi og
kallaði vettvang þessarar
starfsemi ræningjabæli.
Á síðari hluta tuttugustu
aldar, sem liðin er frá fæð-
ingu Krists, er ástandið
þannig í hinum vestræna
Kristna heimi og þá ekki
hvað sízt hjá okkur, að
Kristur myndi víða verða
að beita ofbeldi og mörg
væru þau ræningjabælin,
spm hann ipyndi augum
líta. Nú má segja að hann
hafi talað um ræningja-
bæli í Guðshúsi, en myndi
ekki hafa skipt sér af þeim
annars staðar. Því miður
er þessi samanburður ekki
allskostar réttur. Ræningja
bælin eru starfrækt vegna
trúarinnar á Jesú Krist í
sambandi við fæðingarhá-
tíð hans. „Jólabissnessinn"
er beinlínis til orðinn vegna
hátíðar Krists. Fátt er
hægt að hugsa sér einfald-
ara og fátæklegra en fæð-
ingu Jesús. Hann fæddist í
lélegu fjárhúsi og þótt sagt
sé að honum hafi verið
fært gull í fæðingargjöf, þá
er það vafalaust helgisögn
út í loftið. Nú er sá hugsun
arháttur, að því aðeins sé
hægt að minnast þessa stór
kostlega, en einfalda og
fátæklega viðburðar, þurfi
gull, gull og meira gull!
Allt er klætt 1 ytra skraut
og ekkert nógu fint og dýrt.
Börnin eru gerð hálfærð i
tilstandi hinna fullorðnu.
Þau vita ekki lengur um
hvað hátíðin snýst í raun
og veru. Foreldrarnir segja
þeim ekki frá Jesú. Þau
fara ef til vill í kirkju og
horfa frá sér nurnin á allt
skrautið, en heyra ekki orð
prestsins. Þau hlusta á út-
varp heima hjá sér, en það
er þá helst í barnatímun-
um, að þau heyra talað um
Jesú, því að á jólum snýst
allt um annað, en tilefnið
til hátíðahaldanna.
Á heimilunum er hugsað
um skraut, fín föt, mat og
skemmtanir á jólum, en á
fæðingarhátiðina sjálfa eða
tilefni hennar, heyrist ekki
mynnst. Það er orðið gam-
aldags að segja börnunum
frá Jesú Kristi. Nú eru það
geimförin í himinhvolfinu,
en ekki Guð á himnum,
sem börnin heyra talað um.
Tízkan er miklu sterkara
afl en trúin. Jólin, trúar-
hátíðin er orðin nátengd
tízkunni. Á jólum er fín-
ustu tízkufötunum klæðst.
Konur og karlar, ungir
og gamlir klæðast sínu
bezta skarti á jólum og er
ekkert út á það að setja,
en jólin eru ekki tízkufyrir
brigði og föt og ytri búnað-
ur er aðeins aukaatriði, en
er nú orðið að aðalatriði.
Ágætt dæmi um fáfengi-
legheit og öfga hins nýja
tíma, er brúða nokk) , sem
nú er i tízku. Brúða þessi
er bæði lítil, dýr og ómerki-
leg. Hún er klædd fötum
eins og kvenmaður, yst og
innst og er hér um veru-
legan „fínan bissness“ að
ræða. Hér er afskræming
jólanna í essinu sínu. Leik
föng barna ganga svo úr
hófi fram, bæði að gerð og
dýrleika, að engu tali tek-
ur.
Gælt er við hernað og of
beldi i leikföngum drengja,
en glys, prjál og fínheit
einkenna leikföng telpna.
Allt er þetta gert í nafni
Jesú frá Nazaret.
Væri hann staddur hér
uppi nú, myndi hann á-
víta yður og segja:
Vel yffur, þér Farísear og
hræsnarar, þér hafiff á yff-
ur yfirskin guðshræffslunn
ar, en afneitið krafti henn-
ar. Þér eruff eins hiff innra
og kalkaðar grafir, fullar af
dauffra manna beinum!
Gleffile" i«”
I
| Qldiley }ó(!
Hdcu’ía Ét ndtt ár!
G. J. FOSSBERG, vélaverzlun
TRYGGVI GUNNARSSON
Fyrir 10 árum kom út I. bindi ævisögu Tryggva
Gunnarssonar. Að vonum hugðu menn gott til
framhaldsins, þar sem hinn þjóðkunni höfund-
ur, dr. Þorkell Jóhannesson, prófessor, bjóst til
að segja sögu eins umsvifamesta athafnamanns
landshöfðingjatímabilsins og um leið álitlegan
hluta af atvinnu- og hagsögu tímabilsins.
Þegar dr. Þorkell Jóhannesson féll frá 1960,
hafði hann safnað miklu efni til annars bindis
ævisögunnar og samið drjúgan hluta þess.
Það varð að ráði, að Bergsteinn Jónsson cand.
mag., tæki við þar sem þráðurinn féll úr hendi
dr. Þorkels. Er nú II. bindi ævisögunnar komið
út, 546 bls. að stærð. Hefur dr. Þorkell samið
fyrri hlutann (bls. 1—305), en eBrgsteinn Jóns-
son slðari hlutann (bls. 306—5466.
I. bindið af ævisögu Tryggva er ennþá fáanlegt
hjá útgefanda. Verð aðeins kr. 135,00 í skinnlíki,
165,00 í skinnbandi.
GESTUR PÁLSSON I—II
Út er komið mikið og vandað rit um Gest Pálsson
eftir Svein Skorra Höskuldsson, magister. Hér er
í senn um að ræða ævisögu Gests, ýtarlega rann-
sókn á skáldskap hans, fyrirlestra og annarra
ritstarfa, og glögga athugun á lífsskoðunum
skáldsins og viðhorfum í menningar- og þjóð-
félagsmálum. Verkið er allt reist á traustum,
vísindalegum grunni, enda hefur höfundurinn
kannað allar tiltækar heimildir um Gest Pálsson
hér á landi sem erlendis og kostað kapps um að
gera viðfangsefninu hin fyllstu skil í hvívetna.
Ritið er í tveim bindum, alls um 700 bls. á lengd.
Það er prýtt miklum og fróðlegum myndakosti,
og hafa margar ljósmyndanna ekki fyrr sézt á
prenti.
Bók Sveins Skorra Höskuldssonar er grundvallar-
rit, ekki aðeins um ævi og verk Gests Pálssonar,
heldur og um upptök og einkenni raunsæisstefn-
unnar í íslenzkum bókmenntum.
Verð kr. 645,00 í plastbandi, 731,00 í skinnlíki.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
KAUPMENN!
KAUPFÉLÖG!
Höfum ávallt fyrirliggjandi
mikið og fallegt úrval af
alls konar vefnaðarvörum frá
heimsþekktum framleiðendum.
KP ÞORVALDSSON & Cn
" f ' » *» p r 7 I ii n
Grettisgötu 6 — Sími 24730 og 24478
Gestur Pálsson