Nýr Stormur - 17.12.1965, Page 3

Nýr Stormur - 17.12.1965, Page 3
FÖSTUDAGUR 17. desember 1965 “&TORMUR ÞÆTTIR ÚR SÖGU JESÚ Mannþyrpingin nálgaðist borgina með dynjandi hávaða eins og straumur, sem brotist hefur úr farvegi sínum. Fólk ið veifaði trjágreinum og söng áhrifamestu vers hinna gömlu sálma um þann, sem kemur í nafni drottins. Hinn fyrsti kristni her var nú við hlið Jerúsalemsborgar, og fagnað- arópin yfirgnæfðu allt: „Bless aður sé konungurinn, sem kemur í drottins nafni. Dýrð sé guði í hæstum hæðum!“ Þessi óp náðu einnig tll eyrna Faríseanna, og þeir komu út úr húsum stnum, virðulegir og alvarlegir, til þess að fá vitneskju um, hvernig á þess- um hávaða stæði. Ópin hafa vakið hjá þeim óhug og gremju. Sumir standa nú í síðkápum sínum mitt í múgn um og kalla til Jesú: Meistari, hafðu hemil á lærisveinum þínum! Veiztu ekki, að með þessum orðum má aðeins á- varpa drottinn sjálfan, eða þann sem koma á í hans nafni! En Jesús svaraði við- stöðulaust: „Ég segi yður, að ef þeir þegðu, mundu stein- amir tala“. Með þessu svari hefur Jesús staðfest að hann sé Kristur. Svarið er stríðstil- kynning. Og undir eins og hann er kominn inn í borg- ina, gefur hann merki til á- hlaups. Ræningjabælið Hann gekk upp í musterið. Óvinir hans voru þar saman komnir. Musterið var efst á hæð þeirri, sem borgin stóð á og hvítir múrveggirnir ljóm- uðu í sólskininu. Hirðingjanna gamla örk, sem uxar höfðu áður dregið gegnum eyði- mörkina, var nú þangað kom in. Reikandi vagn flóttamann anna var nú orðinn að kast- alabákni úr steini og mar- mara, skrautlegri þyrpingu af höllum, súlnagöngum og fögr um görðúm. Helgidómurinn mændi með bröttum múrum og háum turnum yfir dalinn eins og kastali. Hann var nú ekki lengur aðeins geymslu- fórna-altarisins, ekki lengur staður hins allraheilagasta og aðeins musterið þar voru varðturnar til íbúðar fyrir varðmennina, sölubúðir með fómavörum, fjárhirslur, verzl unarstaðir og skemmtistaðir, svo að musterið var orðið allt annað en hæli fyrir bæna- hald og guðsdýrkun. Það var kastali, ef borgin þurfti á slíkri byggingu að halda í ó friði. Það var banki og mark- aðsreitur á hátíðum og á þeim tímum, er pílagrímar heim- sóttu borgina, en á öllum tím um var þar kauphöll og sölu- búðir og samkomustaðir fyrir stjórnmálaumræðúr og hina skriftlærðu ræðumenn og rit skýrendur. Og þar voru sam- komustaðir letingja og þvað- urbera. Þetta musteri var reist af trúlausum konungi til þess að þóknast þrætugjarnri og óstýrilátri þjóð og vinna hylli prestastéttar hennar, sem var drambsöm og ágjörn, og þarna var bæði hermennskustöð og fjáraflastöð, hlaut staðurinn í Krists augum að vera ræn- ingjabæli, auk þess, sem hann líka hlaut að vera í hans aug- um griðastaður fjandmanna sannleikans. Jesús gekk upp í musterið til þess að eyðileggja það. — Hann eftirlét Rómverj anum Títusar að brjóta niður múr- veggina og brenna það, sem brunnið gat, að ræna brons- inu og gullinu, að breyta risa byggingu Heródesar konungs í rjúkandi steinahrúgu. En hann eyðilagði og hafði þeg- ar eyðilagt þau verðmæti, sem hið mikla musteri átti að vera tákn fyrir. Hann kemur þarna inn sem nýi tíminn gegn for tíðinni. Dagur árekstursins er uppruninn. Jesús gengur í broddi hins hrifna fylgiskara síns inn í kastala óvinanna. Hann þekkir leiðina. Frá því hann var barn hafði hann oft gengið þessa leið í hópi göngu þreyttra pílagríma, og oft hafði hann á unglingsárunum mænt upp á turna þessarar miklu byggingar og hugsað um þá helgidóma, sem ' hún hafði að geyma. En nú er allt breytt. Hann berst ekki lengur með Jesú kemur til Jerúsalem straumnum, heldur stjórnar hann honum. Hann er ekki kominn til þess að biðjast fyrir, heldur til þess að refsa. Hann gengur inn í garð heið- ingjanna, en hann var stærst ur og fjölmennið mest þar. Gangarnir voru lagðir marg- litum steinum. En þetta var ekki fordyri að helgidómi, heldur markaðsreitur. Þar var hávaði mikill og troðningur, og þar var selt og keypt, verzl að með uxa, kindur og fugla o. s. frv., og þama voru víxl- arabúðir og sífellt peninga- hringl. Dýrasalarnir héldu I fórnardýrin, sem þeir buðu fram, og struku þau, en stóðu með fætur í rjúkandi saur þeirra og kölluðu til pílagrím- anna og annara væntanlegra kaupenda. Menn töluðu og æptu hver í kapp við annan, en við og við yfirgnæfði ösk- ur frá óþolinmóðu nauti allt annað. Jesús hafði séð allt þetta áður. Hann vissi að guðs hús var orðið að ræningjabæli. En í þetta sinn bældi hann ekki niður gremju sína. Hann greip svipu og ruddi sér braut í mannþyrpingunni ásamt fylgdarliði sínu. Menn stóðu undrandi. Hann hratt um borðum og bekkjum, svo að peningar víxlaranna og þeirra sem seldu og keyptu, féllu niður og urðu af þessu óp og uppþot. Dýrasalarnir tóku að færa sig burt með dýr sín. Margir æptu af reiði, en aðr- ir af gleði, og frá öðrum görð- um musterisins streymdi fólk til þess að sjá og heyra, hvað um væri að vera. Jesús gekk um ásamt þeim djörfustu úr flokki sínum, með reidda svipu og rak út alla þá, sem seldu þarna og keyptu, :.lla kaupmennina og víxlarana. „Burt með allt þetta,“ hróp- aði hann hvað eftir annað; „guðs hús er bænahús, en þið hafið gert það að ræningja- bæli.“ í þessu verki Jesú kemur ekki aðeins fram löngun hans til þess að hreinsa helgidóm- inn, heldur lýsir sér einnig í því sú óbeit, sem hann hafði á allri Mammonsdýrkun. Verzl- unin, sem er guð okkar tíma, var í hans augum einskonar þjófnaður, hafði ætíð pretti og svik í för með sér. Og af þessum lögleyfða þjófnaði er peningaverzlunin allra verst. Bóndinn, sem sáir og uppsker, vefarinn og klæðskerinn o. s. frv. hafa rétt til að ábatast á verki sínu, því þeir framleiða nauðsynleg efni. En að pen- ingahrúga, án vinnu og fyrir- hafnar, fæði af sér nýja pen- ingahrúgu, það er svívirðilegt fyrirkomulag, og þeir menn, sem að því standa, eru djöf- ulsins verkfæri, sem elga mikla sök á þvi böli og þeirri eymd, sem mannkynið þjáir, koma af stað styrjöldum, svelta þjóðirnar og sjúga líf og lán frá fátæklingunum. Með framferði sínu í must- erinu egndi Jesús verzlunar- stétt Jerúsalems á móti sér. Þeir, sem urðu að hörfa fyrir honum út úr musterinu, kröfð ust verndar og fengu meðhald lagamannanna, sem af öðrum ástæðum voru Jesú reiðir. Og með árásinni á musterisverzl unina hafði Jesús ekki aðeins móðgað prestana heldur einn ig gert þeim skaða. Nánustu ættingjar Kaifasar æðsta- prests voru eigendur stærstu sölubúða musterisíns. Allar dúfurnar, sem seldar voru í Heiðingjagarðinum, komu frá Sedrusskógum þeirra og höfðu þeir miklai tekjur af dúfna- sölunni. Víxlararnir hö'ðu eng an rétt til þess að reka verzl- un sína í musterinu, en guldu hinum ríku Sadúsea-ættum háa skatta af henni, og þess vegna var hún látin óátalin. Tóku nú prestarnir og kaup- mennirnir höndum saman til þess að vernda hagsmuni sína og el^ki er ólíklegt að þeir hafi þá þegar sama kvöldið komið sér saman um, að kaupa mann til þess að svíkja Jesú. Kaup- mennirnir hafa að líkindum lagt fram peningana, en prest arnir tekið að sér að finna sök á hendur honum út af trú málaágreiningnum. Útlenda stjórnin, sem vill koma sér vel við klerkana og verzlunar- stéttina, ljær svo herlið til aðstoðar. En eftir að Jesús hafði lokið verki sínu í must erinu hélt hann áleiðis til Bethaníu. Eiturormar og nöðrukyn. Þegar hanh kom aftur næsta morgun, voru dýrasal- arnir og víxlararnir á gsegj- um úti fyrir innganginum, en í garðinum var fullt af fólki og æsing í mönnum. Fólkið hafði komist i uppnár um alla borgina út af því, ,em í musterinu gerðist daginn áð- ur, þeir fátæku voru með sjálf um sér ánægðir yfir því, sem gerst hafði, en margir hinir ríkari undrandi og geigur í þeim. Fjöldi fólks kom þegar um morguninn upp í musterið til þess að forvitnast um, hvað þar gerðist. Sumir bjuggust við kraftaverkum, aðrir við hefnd. Vesalingar og betlarar borgarinnar voru þar fjöl- mennir. En þar voru líka píla grímar, sumir langt að komn- ir, frá Sýrlandi og Egypta- landi, og svo Galíleumenn, sem verið höfðu í fylgd Jesú daginn áður. Svo komu hinir skriftlærðu og Farisearnir í smáhópum, fjórir og fimm 1 senn, og héldu saman, en skáru sig nokkuð úr fjöldan- um. Nær alir hinir skriftiærðu voru Farisear og fj öldi Farísea var skriftlærður. Þeir voru flestir í síðum kápum, vel bún ir og báru sig fyrirmannlega. Jesús vænti kornu þeirra. Hann hafði oft átt orðc.skipti við þá áður í smærrt bæjun- um til og frá um landið. Þeir væntu Messiasar til frelsunar. En þeim gat ekki til hugar komið, að hanr, væri só, sem koma, ætti. Utn hann bugsuðu þeir, að hann væn að ein- hverju lnyti vitsitHrt'ir, eða þá Framh. á bl& 4.

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.