Nýr Stormur - 17.12.1965, Page 5

Nýr Stormur - 17.12.1965, Page 5
‘’ÖSTUDAGUR 17. desember 1965 5 ^MdRMUR ^iiiiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiimmMmmiiiiiiinmniiminHmiiifnnniiiinmiiimimnwnniiiMMMiiuiinMmMraj^ .r 5TORMUR Útgefandi: SamtSk óháSra borgara I Ritstjórar: Gunnar HaU, sími 15104 og PáU Finnbogason, ábm. I = Ritstj. og aígr. Laugav. 30. Simi 11658 Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. i Prentsmiðjan Edda h.f. | ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiiiiiimmimmiiiiMmiiimnMiMimiiimmiimiiiiiiiiiMHiimiiMimiiuiiiiHimMiMiim't, JÓLAHÁTÍÐI N Enn einu sinni stendur jólahátíðin fyrir dyrum. Það hefur að vonum lengi verið siður kristmna manna að minnast á veglegan hátt fæðingar freis- ara síns. Þessi siður er svo fallegur og sjálfsagður, að hann er hafinn yfir allan vafa. Og vissulega hefur jólaboðskapur kristinnar kirkju komið mörgu góðu til leiðar, mildað hugi manna og komið á bróðurþeli, þar sem áður var fjandskapur. Þessu er vel farið, og hafi jólaboðskapurinn þessi gleðilegu áhrif, myndu menn óska þess, að jól væru allt árið. Hins vegar ber ekki fyrir það að synja, að á seinni tímum virðast margir hlakka til jólanna af öðrum ástæðum en þeim, sem rekja má til heilagrar ritn- ingar. Tíminn fyrir jólin hefur sem sagt verið not- aður í allt öðru skyni. Spákaupmennskan segir nefni- lega mest til sín í jólaönnunum. Sá hvimleiði siður hefur verið upp tekinn, að nota jólahátíðina sem auglýsingatíma fyrir alls kyns varning, misjafnan að gæðum. Jólagjafafarganið er sannast sagt orðin hin skæð- asta plága. Menn ganga svo nærri launum sínum og fjármunum til að verða ekki minni en aðrir, að þeir eru jafnvel fram á vor að rétta úr kútnum. Þessu þarf að breyta. Jólin eiga ekki að vera verzlunarhátíð. Þau eiga að vera hátíðleg minningarstund um þann frelsara, sem drottinn sendi okkur mönnunum í þeim tilgangi, að við mættum ganga veg ljóssins en ekki myrkursins. Um hitt má deila, hvort jólahátíð okkar sé hins vegar ekki um of fyrirferðarmikil. Að dómi þess, sem þessar línur ritar, virðist í meira samræmi við hug- sjónir kristninnar, að jólin stæðu aðeins yfir að- fangadagskvöld og jóladag með virðulegri, látlausri og kirkjulegri athöfn. Með öðrum orðum virðist ann- ar jóladagur að skaðlausu mega missa sig. í raun- inni þarfnast allt helgidaga- og frídagahald okkar íslendinga endurskoðunar. Þrátt fyrir gagnrýni á framkvæmd jólahátíðar- innar í nútíma þjóðfélagi, hlakka allir til jólanna eins og börn. Þegar kirkjuklukkumar boða jólahá- tíðina á aðfangadagskvöld, er sú klukknahringing táknræn. Við vitum, að þessi hringing er ekki inn- antómur hljómur, heldur að baki honum stendur háleitur boðskapur um heilög jól heims um ból. Þessi háleiti boðskapur minnir okkur fyrst og fremst á kærleikann gagnvart meðborgurunum, á þá skyldu að gera öðrum það, sem maður vill að sjálfum sér sé gert. Boðskapurinn minnir og á frið- inn. Friðinn til að lifa með fjölskyldu sinni og sín- um nánustu eina kyrrláta og heilaga stund í minn- ingu um Meistarann mikla. Blaðið óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. Jólainnkaup því fyrr því betra fyrir yður fyrir okkur Jólaávextir Mandarínur - Clementínur — Vínber — Delicious epli rauð og gul Rance beauty epli - Bananar - Ananas — Sítrónur - Melónur — Grapealdin — NiðursoSnir ávextir. allar tegundir. JOLASÆLGÆTI ,RT Valhnetur — Hezlihnetur —- Parahnetur — BI. hnetur — Peacanhnetur — Peanuts — Konfektkassar — Gjafakassar — Súkkulaðikex — Konkektrúsínur — Konfekt döðlur Gráfíkjur — Kex ótal tegundir. Sendum landsmönnum öllum okkar beztu óskir um Qieíiieg. fói! OG FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptamönnum okkar ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Rolf Johansen &Co. Laugavegi 178

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.