Nýr Stormur - 17.12.1965, Side 19

Nýr Stormur - 17.12.1965, Side 19
FÖSTUDAGUR 17. desember 1965 "Hmmiir Daníel fjósamaSur í Hvammi lét illa í svefni. — Blés þung- an og smáumlaði fyrst 1 staS, en herti síðan á rokunum, svo að hvert mannsbarn vaknaði í baðstofunni. Loks fékk hann hrundið af sér martröðinni, snaraðist fram úr rúminu, bölvaði myndarlega og hrækti í allar áttir. — Að því búnu lagðist hann fyrir aftur, las „Faðir vor“ í hljóði, sofnaði í miðjum blessunarorðunum og hraut ákaflega. Daníel hafði lengi verið fjósamaður í Hvammi og var nú tekinn að reskjast, kominn fast að sextugu, Hann var hverjum manni vandaðri, en þótti lítill vitmaöur, grobb inn í meira lagi, huglaus og ákaflega trúgjarn. Hann lifði í sífelldum ástadraumum. En litla alvöru sýndi hann í því að leytast eftir ástum kvenna. Hins vegar hafði hann orð á því, að stúlkur leituðu á sig að fyrra bragði. Sagði hann ýms um í trúnaði, að ekki væri á hvers manns færi að stand- ast freystingar og vélabrögð kvenna. Um fótaferðatíma var barið að dyrum í Hvammi. Hundarn ir ruku upp með gelti og ó- hljóðum, þutu fram að bæjar- dyrahurðinni og létu ófrið- lega. En þegar barið var öðru sinni, ruku þeir upp öll göng með ýlfri og skrækjum. Daní- el fullyrti að höggin hefðu ekki verið nema tvö, enda þætti sér ólíklegt, að nokkur maður væri á ferð um þetta leyti. Bærinn var ólokaður, því að sauðarmaðurinn var genginn til beitarhúsanna, — komumaður beið þess ekki, að gengið væri til dyra. Hann opnaði bæinn umsvifalaust og hélt til baðstofu. „Hér sé Guð og sælt veri fólkið“, var sagt í baðstofu- dyrunum. Ég þóttist heyra, að komumaður myndi vera Jón bóndi á Þverá. Jón var hinn mesti hæglætismaður, en nú var svo að sjá, að nokkur asi væri á honum. Hann var van- ur að heilsa hverjum manni með kossi. Nú brá hann af venjunni, skálmaði rakleitt inn til Guðmundar bónda, kyssti hann rækilega, skilaði kveðju frá Valgerði sinni, lét fallast niður á rúmið og dæsti. —Þú ert tímalega á ferli, kalla ég, sagði Guðmundur bóndi og steypti yfir sig prjónapeysunni. Það kemur nú ekki til af góðu, sagði Jón og saug upp í nefið. Mikil tíð indi, Guðmundur, mikil tíð- indi. Fækkaö á Þverá. Manga steindauð. „Jæja,“ sagði Guð mundur með hægð. Svo að hún er sáluð auminginn. Og með hverjum atvikum bar dauöa hennar að höndum? Það voru nú svo sem engin atvik, finnst mér. Ekkert nema bölvaður klaufaskapur. Við vorum á leiðinni úr fjós- inu í gærkvöldi. Allt í einu skellur sú gamla á hnakkann, rekur upp skaðræðis vein og dembdi niður allri mjólkinni — stífum 12 mörkum. Hún hafði þá endilega þurft að álpast út á eina svell glottann sem til var í öllu bæjarsund- inu — lófastóra glottaskömm. Mér varð svo mikið um það, að sjá mjólkina — blessaða spenvolga nýmjólkina, fossa niður sundið, að ég hefði hæg lega getað beðið Guð að hiálpa mér„ ef mér hefði bara 'iot.tið það í hug. Andaðist Margrét sáluga þegar í stað af byltunni? spurði Guðmundur bóndi. Nei, ekki aldeilis! Hún bijóðaði allt hvað af tók og kallaði á Valgerði mína og Guð almátt- ugan til skiptis. En mér varð náttúrlega fyrst fyrir', eins og þú getur nærri, að elta fötuna og sem betur fór, hafði hún ekkert skemmst. Svo labbaði ég inn í búr til Valgerðar, með fötuna í hendinni og sagði henni hvemig komið væri. Og upp úr því baslinu fórum við og drösiuðum kerl- ingunni í hús. En þá var hún oröin svo dösuö, aö ég skildi ekki baun af því sem hún sagði. — Og svona lá hún emjandi og stynjandi fram yf ir miðnætti. Þá kyrðist allt og Vala mín fullyrti, að hún væri skilin við. Og mér er nær að halda að hún hafi haft rétt fyrir sér, því að í morgun var sú gamla orðin alveg svell- köld. Þetta kemur mér aldeilis af- leitlega. Mér datt ekki annað í hug en að kerlingarálkan mundi slóra til vorsins. Og nú stöndum við uppi manneskju laus og allslaus. Vala mín kom in að falli, eins og vant er um þetta leyti árs og húskonu myndin óðum að gildna, — si og æ lasin og önug og skæl- andi, svo að engrar hjálpar er þar að vænta. Og Geiri bróðir hótar að fyrirfara sér eða hlaupast á annað lands- horn, ef nokkur stúlka gerist svo djörf, að bendla hann við óskilabörn. Ég er jafnvel ekki frá því, að hann ætlist til, að ég hlaupi undir baggann og meðgangi króann, en það finnst mér nú ekki sanngjarnt eða bróðurlegt. Ég hefi meira en nóg með það sem fellur til í hjónabandinu af því tagi. Jón gaut augunum á Guð- mund sem þagði og sneri tó- baksdósunum milli fingra sér. Og svo sátu þeir góða stund. Guðmundur bærði ekki á sér og Jón heyktist og lækkaði í sætinu við hvert andartak. Loksins hélt hann áfram. Það er nú fyrir sig með fátæktina og baslið, en þessi sífeldi ugg- ur um Geira ætlar alveg að fara með mig. — Margur mað urinn held ég að hafi nú glingrað við stúlkur og borið sig karlmannlega, þó að hann hafi brennt sig. Ég veit að þú trúir því ekki hvernig hann hegðar sér. Stundum tekur hann upp á því að brýna gæru hnífinn, hverfur síðan og læt- ur mig vera að ærast og leita. Einu sinni rauk hann upp úr rúminu um miðja nótt, þaut berlæraður út í skafl og þar rakst ég á hann grenjandi og skjálfandi. Það var mikið þú komst, sagði hann og svo fór hann að stimpast við og þótt- ist ekki vilja fara með mér heim. Og svo er Valgerður min að hinu leytinu þung á sér og lasin, vanstilt og hávær og refsingasöm — krakka þvagan síorgandi og ég er eins og varnarlaus í hershöndum. Rétt í þessu var komið með morgunkaffið. Guðmundur bóndi hellti brennivlni í boll- ann hjá Jóni, svo að út úr flóði. Hresstist hann mikið við drykkinn. Þegar hann Framh. á bls. 20. STEINAR OG STERKIR LITIR SVIPMYNDIR 16 M YN DLISTAR M AN N A SAMBÚÐIN við máttarvöldin Baldur Óskarsson skrifar eldfjörugt viðtal viS Jón Engilberts. STEINAR OG STERKIR LITIR er glæsileg gjafabók. ^feálíjolt ii.f. Halldór Laxness: Svavar Guðnason GuSmundur Daníelsson: Jóhann Briem Indriði G. Þorsteinsson: Jóhannes Geir Thor Vilhjólmsson: Þorvaldur Skúlason Hannes Pétursson: Sigurður Sigurðsson Matthías Johannessen: Gunnlaugur Scheving Sveinn Einarsson: Nína Tryggvadóttir Baldur Óskarsson: Jón Engilberts Sigurður A. Magnússon: Ásmundur Sveinsson Oddur Björnsson: Sverrir Haraldsson Sigurður Benediktsson: Jóhannes Kjarval Hjörleifur Sigurðsson: Sigurjón Ólafsson Steinunn Briem: Sveinn og Karen Agnete Þórarinsson Gísli Sigurðsson: Eiríkur Smith Jón Óskar: Kristjón DavFðsson Inngangsorð eftir Björn Th. Björnssón

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.