Nýr Stormur


Nýr Stormur - 21.01.1966, Blaðsíða 2

Nýr Stormur - 21.01.1966, Blaðsíða 2
Wörmör FÖSTUDAGUR 21, janúar 1966. Stórfellt hneyksli — Framh. af bls. 1. góð sambönd hér á landi og margir af þeim og þeirra ætt- um töldust til fína fólksins. Auður kaupmannsins jókst og trúnaður landa hans að sama skapi. Meðal hinna nýju sam landa þótti kaupmaðurinn hinn sæmilegasti pappír og tóku þeir hann 1 sinn hóp möglunarlaust og ekki sist eft ir að vinaþjóðin landar hans, tóku að krýna hann orðum og titlum. Til að innsigla verðleika sína á hinu æðra plani hinn- ar jarðnesku tilveru, sótti hann um og þótti mjög hæfur til að vera félagi í hinni ís- lenzku deild þeirra alþjóðlegu reglu, sem Frímúrararegla nefnist. Mun hann hafa starf að þar af dugnaði og dreng- skap, svo sem staða hans í þeim félagsskap segir til um, en hann er þar mjög háttsett- ur. Ekki er við því að búast að þessu blaði sé kunnugt um störf hans í þeim ágæta félags skap, því að vitneskja um starf og stefnumið þeirra heldri manna, sem þar ráða ríkjum* liggur ekki á lausu. Yfir þeim félagsskap hvílir einhver hulinn verndarkraft- ur og er hann eins og stendur i höndum Forseta íslands! AðalræÖismaðurinn Eins og hér hefir að framan verið lýst, liggur í augum uppi, að ekki er um neinn meðalmann að ræða, enda höfðu, eins og áður er sagt, landar hans komið auga á það. Gerðu þeir hann því að aðalræðismanni sínum á ís- landi. Þessi metorð voru hin æðstu sem kaupmaðurinn gat vænst af löndum sínum, því sendi- herrastöðu gat hann ekki feng ið. Þjóð sú, er hann er af, ráð- stafar ekki eins gálauslega slíkum embættum og vina- þjóðin á sögueyjunni. Maður- inn hafði ekki starfað í utan- ríkisþjónustunni, enda fésýsla kaupmannsins honum svo kær komin og umsvifamikil, að hann mun ekki hafa rent aug unum til slikrar tignar. Nú veitti aðalræðismanns- starfið honum „rauðann“ passa, sem veitir mikinn diplo matiskan rétt. Kaupmaðurinn var mjög virtur meðal bur- geisastéttarinnar. Auður hans jókst með degi hverjum eins og sjá má af þvi, að hann lét sig ekki muna um að senda símskeyti frá Grænlandi, þar sem hann var að laxveiðum, og láta bjóða í og kaupa nokkra fermetra af landi í náerrenni við sig, fyrir tvær og hálfa milljón króna! Fjárhagsvandræði Með hinu síðasttalda mun ræðismaðurinn hafa ver.„ að láta í ljósi ást sína á hinni nýju fósturjörð. Tvær og hálf milljón króna er allmikið fé, jafnvel á mælikvarða efnaðs kaupmanns íReykjavík. Vilji hans til að eiga sjálfur örlít- inn hluta af fósturjörðinni til að ganga á, mun hafa gengið svo nærri fjárhag hans, að hann varð til einhverra ráða að grípa til að ekki færi illa. En þar sem ást hans til landsins var um að kenna, var ekki nema sanngjarnt að hin nýja þjóð hans umbunaði hon um í einhverju. En þar sem laun heimsins eru vanþakk- læti, fór að sjálfsögðu bezt á því að leynd væri um slíka hluti. Ræðismaðurinn hafði einn ig fengið það uppeldi í hinum göfuga félagsskap, sem hann er þátttakandi í, að góðverk og göfugmennzka ætti ekki að bera á torg. Allt slíkt á að gera í leyn- um. Hann varð þvi sjálfur að taka málin í sínar hendur, enda var hann þvl vanastur, er erfiðleikar steðjuðu að. Skattsvikin Hafi ræðismaðurinn keypt hina islenzku jörð til að öðl- ast leg í íslenzkri moldu, er það illa metið, því að honum er gert að greiða' kr. 1.425,00 í kirkjugarðsgjald. Tekjuskatt- ur hans er rúmar 16 þúsund krónur og tekjuútsvar tæpar 37 þúsund krónur. Liggíir hér ljóst fyrir að íslenzka rikið er hér, eins og fyrri daginn, aðgangshart við sína heldri menn, jafnvel þótt þeir leggi á sig miklar fórnir, af ein- skærri ást til föðurlandsins. Ræðismaðurinn mun hafa verið farinn að telja sig góðan son hins nýja lands og farið að temja sér hina íslenzku háttu hinna heldri manna, enda í þeirra stétt. Mun hon- um hafa þótt nærri sér geng ið í skattlagningu, þvi auð- vitað eiga slíkir menn, sjálfir máttarstólpar þjóðfélagsins, að vera skattfrjálsir, Mun hann því hafa hagrætt skattaframtali eftir því sem honum hefir sanngjarnt þótt, hafandi í huga að hinn „rauði passi diplomatíunnar“ veitir viss forréttindi. En nú eru, því miður, ekki allir íslendingar jafngóðir menn og þeir félagar ræðis- mannsins i leynifélagsskapn- um. Á því flaskaði ræðismað- urinn. í heimalandi sínu hefði hann aldrei vogað sér að gera slíka hluti, jafnvel þótt hann hefði ekki haft neina ræðis- mannstign. Þar eru slíkir menn settir út í yztu myrkur, dæmdir I fé og fjörtjón. Að sjálfsögðu liggja ekki lífláts- hegningar við, en fangelsin eru fljót að opnast fyrir slik- um mönnum. En ræðismaðurinn var borg ari hins unga íslenzka lýðveld- is og umboðsmaður erlendrar hátignar, en slíka menn hafði landinn oft augum litið og haft náin kynni af, þótt stund um væru þau ekki ljúf.. Venju lega höfðu hinir nýju landar hans orðið að láta í minni- pokann. Umboðsmenn hátign arinnar höfðu einnig verið því vanir að sækja fé í vasa mörlandans, en hann í þeirra og þótti því ræðismanninum skjóta hér skökku við. Er það í hæsta máta eðlilegt. Því tók hann til sinna ráða til að forð ast rangsleytni islenzku sam- ferðamannanna, sem um langt árabil, höfðu orðið hefð ar hans aðnjótandi. Sjá hér hve illan endi . . . Og svo komu hinir svörtu dagar. Hjn nýstofnaða skatta lögregla fór að hnýsast í það, sem henni kom ekki við, að áliti ræðismannsins og fjöl- margra hinna nýju samborg- ara hans, en ekki landa. Og skattalögreglan rð raun um að fjárhagur ræðis- mannsins var í raun og veru það blómlegur, að honum bar að greiða miklu meira í hinn sameiginlega sjóð, sem hann var nú orðinn hlutgengur aðili að. Þrátt fyrir uppruna hans og ræðismannstignina, veitti hið íslenzka bióðfélag bonum starfsskilyrði og lífsafkomu. Efni sín hafði hann öðlast af viðskiptum við íslendinga, hina nýju samborgara sína. íslenzka ríkið veitti honum vernd og öryggi af hinum veika mætti sínum, og sem endurgjald fyrir allt þetta bar honum að greiða lögboðinn hluta af tekjum sínum í hinn sameiginlega sjóð. Hann naut sjálfur í ríkum mæli þeirra framfara, sem voru að ske í hinu nýja landi, og velferð hans var samtvinnuð velferð samborgaranna. Yfirmenn skattamálanna urðu reiðir, begar þeir sáu að hinn vamm lausi maður, fulltrúi erlendrar vinaþjóðar, launaði svo góða gistivináttu hinnar íslenzku þjóðar, að svíkjast um að greiða rétta og lögboðna skatta, þrátt fyrir allan sinn auð. Ræðismaðurinn var dæmd- ur fyrir skattsvik við hið ís- lenzka ríki og bæjarfélag hans. Hefðarmennska hans og titlar, heiðursmerkin sem hin- ar tvær þjóðir, sú sem ól hann — og hin er fóstraði vel- gengi hans, höfðu sæmt hann, dugðu nú ekki, því hann var sekur um svik, sem fordæmd eru í landi hans. Lokaorð Þáttur ræðismannsins er hér nú allur í þessu máli. Nafn hans hefir ekki verið nefnt og er það ekki gert af hlífð við hann, heldur hina erlendu þjóð, sem hann er fulltrúi fyrir. íslenzka ríkis- stjórnin hefir í þessu máli sýnt að hún kann vel að meta friálst framtak og frelsi ein- staklingsins. Að vísu er ekki sama hvaða einstaklingur er, en ræðismað urinn hafði til að bera þá kosti, sem hæst eru virtir á þeim stað. Hann var auðugur og fínn maður! Á hann mátti ekki falla blettur eða hrukka. Svik hans voru að vísu upp- götvuð af mönnum, sem ekki er svo auðvelt að losna við. Ráðherrann, sem skóp starf þeirra var að vísu rekinn, en brottrekstur hinna yrði of ^vinsælt verk. Það ráð hefir verið tekið að vísu, að torvelda og takmarka starf þeirra eins og mögulegt er. Laun eru skorin við nögl og fjárveiting lítil oe ekkert tillit tekið til þess óhemju hagnaðar, sem ríki osr sveitar- félög ha.fa af því að fá greidd MiSilsfundur — Framh. af bls. 3. sálir og ekkert Himnaríki, þeg ar þeir fóru fyrst upp í gervi- hnettinum. Sálip er ekki í kjöti og beinum, en er hún þá í heil- anum? Ég held ekki, hann rotnar eins og hitt, en er efa- laust mjög góð hirzla og skipti borð. Hvað gerist þá á þess- um fundum? Mér virðist tvennti til, annað hvort kem ur þarna fólk framliðið raun verulega fram, eða þá að mið illinn dregur með einhverj- um hætti alla þessa vitneskju úr okkar huga. ' "'—A'úðvitað skiptir miklu máli hvér er. En þó. Sé hægt að ganga um garða í þínu innsta hugskoti' og grafa þar upp löngu gleymd atvik, þá er það víst að þar er ekki forgengi- legt efni að verki. Hér er eitt hvað að verki, óháð því efni sem við greinum um venju- leg skilningarvit. Við getum kallað það sál, anda, sjálf eða eitthvað ann' að. Þetta er sjálfstætt, gott eða illt og óháð líkamanum. Það er þetta, sem spíritistar rannsaka og því ættu þeir ekki að gjöra það? Ég sé enga ástæðu til að rengja Biblíuna fremur enn önnur fornsöguleg rit og hún er ómetanleg heimild um þann tíma, sem hún nær til, hitt er svo annað mál að hún er rituð af mönnum og það fleiri en einum og það lýtur nú sínum augum hver á silfrið eins og gengur og mannlegir hafa þeir verið rétt eins og við. Hún sýnir þvi viðhorf til hlutanna þá, en ekki eins og við lítum á þá nú. Ég sé enga ástæðu til að rengja krafta- verkasögur Biblíunnar. Þau gerast enn í dag. Ekki heldur sé ég neina ástæðu til að rengja, að Kristur hafi talað við Móses og Elías á fjallinu. — Út af hverju er þá allt þetta moldvirðri. Því megum við ekki eins sjá og hafa afskipti af framliðnum eins og þeir þrír, sem voru með Kristi? Grikkir hinir fornu trúðu því, að Pallas Aþena hefði stokkið hertyjuð úr höfði Sevs. Við eigum að trúa þvl, rétt og lögboðin gjöld. Skatt- svikararnir eru hinsvegar vin ir ríkisstjórnarinnar og innstu koppar í búri í stjórnmála- flokkunum. Þess vegna verð- ur að setja upp silkihanska. Þátýverður að sýna diplomati í viðskiptum við sterka menn. Völd og auður fara venjulega saman. Enginn nöfn má birta begar slíkir menn brjóta lög. Það má ekki falla blettur á nöfn þeirra, sem svíkja þjóð sína. Það líður óðum a ðþví að krafa almennings um að leik- tjöldum loddaranna, sem skrípast frammi fyrir þjóð- inni, dg nefna sig stjórnmála menn, verði svipt frá. Það verður ekki endalaust hægt að blekkja með fögrum orðum. Verkin verða að tala. að heimurinn hafi verið skap- aður á sjö dögum, maðurinn þar með talinn. Hvort er nú fráleitara? Ég veit ekki. Auðvitað hefir maðurinn verið að þróast í milljónir ára, og takmarkað siðgæði hefir hann víst haft lengst af, það er áunnið gegn um aldirnar. Upphaflega var maðurinn ekk ert annað en villidýr, er enn, ef nokkuð er slakað á taumn- um En reiður Guð gyðinganna á ekki að halda um þann taum, heldur Kristur. Full- komnasti maðurinn, sem á þessari jörð hefir lifað. Ég tel að Kristur sé sonur Guðs á sama hátt og við. ,séum öll börn Guðs. Ætt Krists er tal in frá Davíð konungi til Jósefs og þó er hann ekki sonur Jósefs. Ég skil nú ekki þessa ættfræði. Þetta skiptir mig þó engu máli. Kristur er mér samur fyrir því. Og er það ekki rétt að Kristur kalli sig mannsinsson. En nú fer að syrta í álinn: Ég trúi ekki á endurlausnina á þann hátt, sem hún er skil greind og tel hana siðspill- andi og blett á Kristinni kirkju. Ég trúi ekki á reiðan Guð Gamlatestamentisins, sem lætur drepa son sinn á kvalafullan hátt, til þess eins að óbornar kynslóðir, gætu rænt, drepið og svívirt ná- ungann, allt upp á náðina, ef þeir yðruðust með vörunum á dauðastundinni. Þá eigá þeir að vera endurleystir fyrir Krist. Ég trúi á réttlátan Guð. Guð sem geldur eftir verðleik um jafnt heiðnum sem kristn um. Eg tel að maðurinn sé full- sæmdur af að endurleysast fyrir Krist á þann hátt að breyta samkvæmt kenningu hans -og fordæmi. Vel má vera að þetta sé talið Guðlast, en þá það. Ég er þá ekki sá fyrsti sem Guðlastar á þessum síð- ustu og verstu tímum. Maður, sem les eitt póli- tískt blað og trúir öllu, sem að honum er rétt þar eins og fjöldi manna gerir. Hvað veit hann um stefnur eða póli- tík? Ekkert. — Kristinn mað ur, sem les og trúir Biblíunni orði til orðs, samkvaemt sín- Framh. á bls. 4.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.