Nýr Stormur


Nýr Stormur - 21.01.1966, Síða 3

Nýr Stormur - 21.01.1966, Síða 3
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1966. ^ÍIWMUR 3 Þórarinn frá Steintúni: MIÐILSFUNDUR „Trúðu á tvent í heimi tign sem æðsta ber. Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfum þér.“ Bjöm Gunnlaugsson „Hinn mikli siðabótahöfund ur Indverja Raja Ramohan Roy (1774—1833) stofnaði trú félagið Brahmo Samoj, er eingiðisstefna, en að veru- legu leyti byggð á hinu mikla helgiriti Indverja Upanishada, sem talið er ritað um 1000 árum fyrir fæðingu Krists. Æðsta boðorð þar var að á- fellast aldrei önnur trúar- brögð, þar eð innsti kjarn- inn væri einn og hinn sami: trúin á einn eilífan og sann- an Guð, skapara allra hluta. Æðsta boðorðið var kær- leikur til Guðs og alls hins skapaða og æðsta guðsþjón- ustan var í því fólgin að gera það sem Guði er þóknanlegt. ‘ Aldarminning Tagore. bls. 13. 26. nóv. nú í vetur, svo og 3. des. birtust greinar í viku- blaðinu Nýjum Stormi. Sú fyrri ber nafnið „Á miðils- fundi". Höfundurinn er Guð- laugur Einarsson hæstaréttar málafærslumaður. Hann segist hafa hrakist með hana milli flokksblaða sinna (telur sig góðan sjálf- stæðismann) en ekki fengið hana birta þar- og því leytað til óháðs blaðs. Mig furðar nú ekkert á því, þó félagar hans reyndu að hafa vit fyrir hon- um, því kauðalegri og óhönd uglegri ritsmíðar hefi ég sjald an séð. Til hliðsjónar um það hve vel höfundurinn hefir ver ið búinn undir setuna á þess- um miðilsfundi, sem hann gerir að umræðuefni í nefnd- um greinum, tek ég hér eina tilvitnun úr fyrri greininni. „Þá festist hjá mér frá blautu barnsbeini mikil andúð á þeim fyrirbærum, sem í dag teljast til spíritisma, sálar- rannsókna, guðspeki o.a.þ.u." Maðurinn leytast við að sanna, að orð Biblíunnar banni að mér skilst að leytað sé frétta af framliðnum eins og það er orðað. Hann segist hafa lesið Biblíuna og þá hlýt ur hann þó að vita, að hún inniheldur frásagnir af slíku og að því er virðist án at- hugasemda að minnsta kosti í þeim tilfellum, sem síðar verður getið um. Ég leyfi mér nú að taka eina tilvitnun hjá honum. „Eins og djöfullinn tók á sig ljósengilsmynd forðum, svo er einnig farið þeim andaverum vonzkunnar í himingeymn- um.“ Sem þjónusta börn myrk ursins á andatrúarfundum." Mér skilst á greininni að þessi $íðu*tu orð tilvitunarinnar séu frá höfundi sj álfum. Jæja, vondar verur virðast höf. trúa að séu til, þvi þá ekki eins góðar t. d. eins og slæmir og góðir lögfræðingar eru eflaust til svona eins og annað fólk, og því ættu þeir góðu þá að versna við um- skiptin. Og ef vondar verur mæta á miðilsfundum, því ættu þær góðu þá ekki að geta það eins. — Ég hélt að rök- fræði væri ein af höfuð náms greinum hjá lögfræðingum. Mér virðist satt að segja ekki fara mikið fyrir henni þarna. — Ég efa ekki að lögfræðing- urinn sé vel fær í sinu starfi (það er að vega og meta ver- aldleg málefni og dæma í þeim.) En eftir þessari grein hans virðist hann ekki vera spámannlega vaxinn til að skýra ritningarnar. Og ég reikna nú með að hvorugur okkar sé fær um það. Það er menn virði sína barnatrú, og ekki nema rétt og gott að1 það gera ýmsir, sem bera hana ekki á torg, til að troða sín- um viðhorfum, sem því eina rétta upp á aðra. Hitt er lakara, þegar vel vitibornir menn standa í and legum hleypidómum og segja hvítt svart. —- Jónas segir; „Mönnunum miðar annað hvort aftur á bak eða þá nokk uð á leið.“ Hefir ekki maðurinn verið að leita andlegra verðmæta frá örófi alda og á hann að hætta því nú? Hefir hann fundið sannleikann allan? — Ætli þessi orð Jónasar eigi ekki nokkuð jafnt við and- legann, sem efnislegan heim, hvar sem þau takmörk nú eru og að farsælast verði nú sem fyrr, að leyta meiri þekk mgar, meiri vizku. Fordæmingin, helyíti og hinn reiði Guð hirðingjanna í Sínaí eyðimörkinni, sem lét sína útvöldu þjóð drepa nið- ur konur og börn, er nokkuð sem mætti hverfa úr barna- trúnnl. — Fordæmi Krists, umburðarlyndi og kærleikur, ásamt leit að hærri markmíð um meiri þekkingu, er verð- ugra umþenkingarefni en greinin, sem er tilefni þess- ara athugasemda. Ég ætla nú eins og lögfræð ingurinn að taka tilvitnanir úr Biblíunni. Fyrst úr gamla testamentinu: — Fyrri Sam- úelsbók 7 m. „Þá sagði Sál til þjóna sinna: Leitið mér að konu sem hefir tök á að leita frétta af framliðnum, að ég fari til hennar og spyrji hana. Og þjónar hans sögðu við hann: Sjá kona nokkur er í Endor, sem getur leitað frétta af framliðnum. 11 Og konan sagði: Hvern á ég að vekja upp fyrir þig? Og hann svaraði: Vektu upp Samúel fyrir mig. 14.—16. v. Og hann sagði til hennar: Hvernig er hann útlits? Og hún sagði: Gamall maður stígur upp og er íklædd ur skykkju. — Þá sá Sál að það var Samúel og hneigði andlit sitt til jarðar og laút. Og Samúel mælti til Sáls: Hví hefir þú ónáðað mig og látið mig koma fram? Og Sál mælti: Nú er ég í kröggum, því Fílistear eru i ófriði við mig, og Guð er frá mér vik- inn og svarar mér ekki fram- ar, hvorki fyrir milligöngu spámanna eða í draumum því lét ég kalla þig, til að segja mér, hvað ég á að gjöra. Og Samúel mælti: Og hví spyrð þú mig þegar Drott- inn er frá þér vikinn. Svo tek ég aðra tilvitnun úr Nýjatestamentínu. Matthe usarguðspjall 17. kap. 1.—4. vers: „Að sex dögum liðnum tók Jesús, Pétur og þá bræður Jakob og Jóhannes, og fór með þeim einslega upp á hátt fjall. Og hann ummyndaðist að þeim ásjáendum og ásýnd hans skein sem sól, en klæði hans urðu björt. Og sjá, þá birtist þeim Móses og Elías, sem voru að tala við hann. í báðum þessum tilfellum virðist hér um líkamninga að ræða. En hvað sem um liað er, þá stendur þetta óumdeilan- lega í Biblíunni. Annað til- fellið í Gamla- én hitt i Nýja testamentinu. Segjum nú svo, að Sál hafi þarna verið að kalla fram ill-, an anda, en hvað þá um Krist, kallaði hann fram illa anda, vill lögfræðingurinn svara því? Lögfræðincrnvinn segist trúa hverju orði í Biblíunni. Látum svo vera. En veit hánn ekki af reynslu, að tveir menn, sem sjá sama atburðinn, skynja hann ekki á sama hátt, þar ræður ástand manna á hverjum tíma miklu um. Eins er með talað og ritað orð. Það orkar ekki á sama hátt. T. d. á Pétur og Páll skiln- ur þeirra og þær tilfinningar, sem það snertir, verður ekki það sama hjá báðum. Þvi aðeins er maðurinn skini gædd vera, að allir eru ekki steyptir i sama mót. — Þetta ætti að nægja til að sýna hvað þessir ofsatrúar- menn, hafa við að styðjast og hve mikils rök þeirra eru verð. En erfitt er sjálfsagt að ' vera svona umsetinn af ill- um öndum. Ofsatrúarmann kalla ég þann, sem kominn er 1 þá sjálfsheldu, að halda að hann einn viti allt. Það eru ekki þessir menn, sem hafa lagt leiðarmerkin á ferli manns- andans. — Það eru hinir, —! leitendurnir. mennirnir, sem j i réttu hlutfalli við aukinn þroska og vit hafa gert sér ljóst hve þeir vissu lítið. Þessi grein er ekki skrifuð, sem vörn fyrir þá, sem veittst er að í greininni „Á miðilsfundi" þeir eru fullfærir um það, ef þeir telja það þess virði. Það var andinn í greininni sem ég stóðst ekki. En þegar rikis- stjórn íslands er nú líka kom in í hóp þeirra fordæmdu, þykir mér nú skörin vera að færast upp í bekkinn. Og nú tek ég eina tilvitnun enn úr þessari kynlegu ritsmíð- „Ég get ekki fallist á að réttlætið fari til fjandans einungis til að stjórnin 11fi.“ Satt að segja átta ég mig ekki á hvað maðurinn mein- ar þarna. en pólitiskur oefur er af því og á tæpast hetma i ádeilugrein um trúmál. En hraustlega er þetta óneitan- lega mælt af flokksbundnum og sanntrúuðum ihaldsmannl. Guðlaugur Einarsson telur að mér skilst, að hann hafi verið plataður á miðilsfund I Erfðasyndin o.fl. Ösla í vindi orögnóttar. Elda kynda. sundrungar. ao <mUai- Ætla að syndir eldfornar, æri og blindi dyggðirnar. rrrtrí 1)5 igyv' Ljóður væri á lögfræði. lítið bæri á hagnaði. Ef syndinni færi á sjálfræði, sett ei væri að jafnaði. Leitt er og báglegt lögfræðing, sem lendir á válegt andaþing. Ekki er sjállegt í þeim hring. Engin sál á túskilding. Þórarinn frá Steintúni. hjá Hafsteini Bjöirnssyni og að fundurinn hafi mistekizt. Hann ver svo meira en heilli opnu í stóru blaði í að lýsa honum. Öll er lýsingin mjög rætin í garð þeirra sem fund inn sátu og mikið endurtekn- ingar. Annars geta þeir, sem áhuga hafa, séð þetta í 10.— 11. tölublaði af Nýjum Stormi. Þórarinn frá Steintúni Þó er líklega meira eftir, því hann lofar meiru seinna. Ég, sem rita þessa grein, hefi lengst af verið búsettur útl á landi og því ekki haft tækifæri til að kynnast þess- um málum (Sálarrannsókn- um) fyrr, en ég fluttist hingað til Reykjavíkur fyrir 7 árum. — En ég gerði tvennt: — Ég kynnti mér þetta af bók- um, en vildi alþrei koma ná- lægt tilraunum með glas éða bviumlíkt. — En ég ásetti mér að komast á fund hjá miðli þegar tækifæri biðist. Ég kom á þessa fundi algerlega hlut- laus. Nú ætla ég lítillega að lýsa því, sem þarna gerðist: Miðillinn vissi ekki hverjir vrðu á fundinum. þó kom þar í samband framliðið fólk víðs vegar af landinu og í einu til fellirm frá Kanada. Margir éinstaklingar. Allt var það nefnt með réttum nöfrmm og lýst sta.ðháttum og landslaei f mörgum tilfellum. svo og at- vikum, sem enginn vlgstadd- ur gat vitað um nema bá hver einst.akur út af fyrir sig, sem fundinn sat. Á sumum átt.uð- um við okkur ekki fyrr en daginn eftir. svo að djúnt hef ir verið á bvi f hugskotinu ef það hefir verið t.pkið baðan. Allt var rétt. sem þarna kom fram Ée bPkkt.i há sem barna komu fram að eóðu elnu f hér vistinni. Ée , tek fram „að eóðu ‘ vegna beirrar blindu hjá lögfræðinenum. a.ð halda. að pkkf geti birst nema illir andar á þessum fundum. Hafsteinn Bförnsson var miðillinn Og ég fa.nn har ekk ert af beim óhuenaði. sem lög fræðino-urinn telur sig hafa orðið fyrir Ég vildi kalla hann helgistund — Þeir. sem voru með mér á bessum fund um eeta hnrið um að hér er rét.t sagt frá. Læknarnir blessaðir kryfja oe kryfia. en finna hvergi sál ina og Rússarnir fundu engar Framh. á bls. 2.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.