Nýr Stormur


Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 3

Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. {úlí 1966. ^ltOMIUR 3 starfi. Oft er kvartað undan framkomu matreiðslufólks og veitingahúsin borin sökum. Sannleikurinn er sá, að þau eru algerlega ofurseld duttl- ungum þjóna og framreiðslu- fólks og geta aðeins varið sig með þvi að láta það hætta sölumennzkunni. En samtök þjónanna eru sterk og auð- velt að setja húsunum stólinn fyrir dyrnar. í áðurnefndu verkfalli, ef af verður, er í raun og veru ekki verið að tala um kaup- greiðslu veitingahúsanna til þjónanna, heldur leyfi til að taka hærra þjónustugjald. — 15% þjónustugjald er yfirhöf uð allstaðar viðtekin venja. Nú fara íslenzkir þjónar fram á að hækka þetta gjald. Þeir hafa þegar hærri prósentur, en nú á að færa út kvíarnar. 3—400 þúsund króna árs- tekjur, sem hvergi nærri eru allstaðar tíundaðar, duga nú ekki þessu heiðursfólki. Störf þeirra eru svo mikils metin af þeim sjálfum, að hæstu laun opinberra embættis- manna, svo sem hæstaréttar- dómara og ráðherra, eru ekki boðleg þeim. Hneyksli Vinnutími þessarar yfirstétt ar er ekki í neinu samræmi við þá sem voru að semja um 3,5% hækkun, enda er það jafnan svo, að þeir er beztu aðstöðuna hafa, krefjast jafn an mest. Hvað mundu erlend- ir ferðamenn, sem nú þegar falla í stafi yfir verðlagi hér, segja er þeir þurfa að greiða hærra þjónustugjald hér of- an á hið háa verðlag, en nokk ursstaðar annarsstaðar. Franireiðslufólk hefir auk þess þau forréttindi að verð- lag á vöru þeirri er það selur, hækkar stöðugt og kaup þess eða þóknun hækkar því sjálf- krafa. Samt eru árlega gerðar kröfur um hækkanir. Þjónn, hefur 10 þúsund kr. laun, eftir þriggja til fjög- urra tíma vinnu á hátíðis- kvöldi, eftir að hafa tekið 30% þjónustugjald af viðskiptavin um sínum: ætti að hafa vit á að þegja! Almenningur hlýt- ur að fyllast fyrirlitningu á þessu fólki, sem er ákaflega misjafnt í mennt sinni og sumt, sem hvorki kann að halda á disk, eða umgangast gesti. Að vera þjónn á veit- ingahúsi er „kunst“ sem ís- lenzkir geta ekki státað af fullkomnun i. Það vita þeir er ferðast hafa. Að vísu eru undantekningar, en þær eru því miður alltof fáar, enn sem komið er. Þjónusta þarf að batna — verðlag að lækka! Ef ísland á að verða ferða- mannaland, verður þetta hvorttveggja að ske. Nú eru heldur litlar líkur fyrir því að svo verði, og þjónar eru að undirstrika að það er ekki ætlunin. Þessir hátekjumenn verða þó að skilja, að verkfall þeirra fær ekki samúð. Orð- stír þessarar stéttar er ekki það mikill, að fólk viðurkenni rétt þess til að bera meira úr býtum en aðrir og eru mörg dæmi sem sanna mishöndlun á gestum, ef þeir kaupa ekki áfengi í stórum stíl. Hækk- unarkröfunum er beint gegn gestum veitingahúsanna, inn lendum og erlendum, en ekki veitingahúsunum sjálfum. Þeir, sem verst eru settir verða að fá réttan sinn hlut, en hér eru menn á ferð sem vilja fá hærri álagningu á vör una en nokkurs staðar þekk- ist. Þannig er skrúfan og brjál- æðið í efnahagsmálunum á öllum sviðum. Þjóðfélagið mun ekki riða til falls, þótt brennivínssalar veitingahús- anna fari í verkfall, það er hinsvegar óhæfa, að þeir tekjuhæstu skuli nota verk- fallsréttinn til að knýja fram hærri álagningu á vöru þá 'er þeir selja, álagningu, sem þegar gefur þeim hærri tekj- ur en flestum öðrum stéttum þjóðfélagsins, og þjónar, sem eru atvinnurekendur og greiða aðstöðugjald vegna þessa, hafa lítinn siðferðilegan rétt, til að nota verkfallsréttinn til að knýja fram hærri hátekj- ur, sem ekki er í neinu sam- ræmi við gæði þeirrar vinnu, sem fram er lögð, og notagildi hennar fyrir þjóðfélagið. KOSNINGAR í HAUST Framhald af bls. 1 isstjórn, sem komst til valda með gullnum loforðum, sem flest hafa verið svikin. Það eina, sem ríkisstjórnin hefir af að státa, eru gjald- eyrisvarasjóðirnir, sem eru þó fyrst og fremst til orðnir sök um einstaks góðæris allan hennar valdatíma. Stöðugar verðhækkanir hafa verið á útflutningsframleiðsl- unni, en nú virðist vera að horfa i aðra átt. Þegar svo er komið, má ekkert út af bregða og er aö vonum að þeir, er á- byrgð þykjast bera, en bera í rauninni enga, reyni að halda völdum áfram í skjóli þess að almenningur átti sig ekki á því, sem í vændum er. Engan veginn skal því haldið ekki gert sitt bezta. Þeir voru fram að ráðherrarnir hafi aðeins ekki vandanum vakn- ir, það er allt og sumt. Mann- legast væri að ríkisstjórnin viðurkenndi vanmátt sinn án kosninga og leitaði samstarfs um stjórn landsins við aðra flokka. Stjórnarandstaðan ávallt Einkenni íslenzkra stjórn- mála er ábyrgðarlaus stjórn- arandstaða. Öllum stjórnmála flokkunum er svo mikið í mun um að komast í stjórnarað- stöðuna, að þeir svífast ein- skis til að fella þá stjórn, sem við völd er og það þótt að- ferðin til þess bitni fyrst og fremst á almenningi. Núverandi stjórnarflokkar hafa báðir verið í stjórnar- andstöðu og sýnt svo ekki verð ur um villst, að þeir eru sízt betri í þeim sökum. Þött stjórnarandstaðan sé talin hyrningarsteinn lýðræð- is og þingræðis meðal ann- ara þjóða og nágrannaþjóðir okkar hafi sýnt það svo ekki verður um villst, þá virðist ekki vera svo hér á landi. Hér er hún aðeins gagnslaus frið- arspillir. Það er því aðeins ein leið út úr ógöngunum, en hún er sú að allir flokkar verði ábyrg- ir um stjórn landsins, meðan verið er að kippa í lag mistök- um núverandi riki«stjórnar. Kosningar í haust hafa því enga þýðingu fyrir þjóðina, en myndu aðeins verða haldn- ar til að leyná hinu raunveru- lega ástandi og reyna að blekkja hana til að fela áfram þeim flokkum og mönnum stjórn landsins, sem svo á- þreyfanlega hafa sýnt að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Forsætisráðherrann er ekki huglaus, en flokksmenn hans eru uggandi um framtíð flokksins. Vafalaust kann hann sjálfur að taka ósigri, en flokksmenn hans margir,, sem hafa notaö stjórnaðað- stöðu flokksins sér til fram- dráttar á þjóðhagslega skað- vænlegan hátt, geta ekki til þess hugsað að missa aðstöð- una. Því má vera að ráðherrann verði þvingaður út í haust- kosningar í þeim tilgangi að freista þess að halda þeirri einokunaraðstöðu, sem flokk- urinn hefir haft á þjóðfélags- kerfinu undanfarin sex ár. STEFKRÓKUR Blaðinu hefir borist bréf frá landsþekktum Ijóðasmið þar sem hann býðst til að senda blaðinu þátt t bundnu máli, við og við. Blaðið fagnar þessum gesti sínum og býður hann velkominn í blaðið. Þessi landsfrœgi mað- ur hefir létt geð manna í bókum, blöðum og útvarpi og nýtur mikillar hylli. Hann nefnir þátt sinn „Stef- krók” og sjálfan sig „Grím”. Nýr Stormur er þess full- viss að þessi stefkrókur Gríms muni njóta mikilla vin- sœlda eins og hann sjálfur, hvar sem hann kemur eða lætur til sín heyra. Vertu velkominn Grímur! LÖGLEG LÖG Gott er að eiga lögleg lög í löngu og ströngu hokri, einkum- ef þar finnast fög með frjálsu vaxta-okri. Ef þig vantar aur í bráð inn í Kauphöll ferðu, færð þar lán og lausnarráð og — lánsins hjálpráð sérðu! Kannski er einhver annar til ef þig höllin svíkur, af hjálparþrá og innri yl og öðrum gæðum ríkur. 90 daga draum dreymir víxilhafann, lánið heldur trútt við taum og tjóðrar þig við klafann. Þú losnar kannski kofann við, kannski bílinn líka. — Greinir kannski gjaldþrotið gleði í sál hins ríka? Grímur. Aöalskattskrá Reykjavíkur árið 1966 Aðalskattskrá Reykjavíkur árið 1966 liggur frammi í Iðnaðarmannahúsinu vi8 Vonarstræti og í Skatt- stofu Reykjavíkur frá 30. þ. m. til 13. júlí n. k. atS bátSum dögum meðtöldum, alla virka daga nema Iaugardaga, frá kl. 9.00—16.00. « I skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignarskattur 3. Námsbókagjald 4. Kirkjugjald 5. Kirkjugarðsgjald 6. Almannatryggingargjald 7. Slysatryggingargjald atvinnurekenda 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 9. Gjald til atvinnuleysistryggingarsjóðs 10. Tekjuútsvar 11. Eignarútsvar 12. Aðstöðugjald 13. Iðnlánasjóðsgjald 14. Launaskattur 15. Sjúkrasamlagsgjald Jafnhliða aSalskattskránni liggja frammi á Skattstof- unni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfastir eru í Reykjavík. ASalskrá um söluskatt í Reykjavík fyrir áriS 1965. Skrá um Iandsútsvör fjrrir árið 1966. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Eignarskattur er miðaður við gildandi fasteignamat sexfaldað og eignarútsvar miðað við matið þrefaldað. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt ofan- greindri aðalskattskrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu skattstof- unnar eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24.00 hinn 13. júlí 1966. Reykjavík 29. júní 1966. Borgarstjórinn í Reykjavík. Skattstjórinn í Reykjavík.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.