Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 8. júlí 1966.
Ódeigur skrifar pistilinn:
I Morgunblaðinu hinn 5. þ.
m. segir frá sumarferð
„Landsmálafélagsins Varðar”
og er þess sérstaklega getið
að um 900 rnanns hafi tekið
þátt í ferðalaginú og þó færri
komizt með en vúldu!
Það er út af fyrir sig at-
hyglisvert. að Sjálfstæðisflokk
urinn skuli ekki hafa gert ráð
fyrir nægum farkosti til þess
arar sumax-ferðar Varðarfél-
agsins — og látið við það
sitja að færri kæmust en ósk-
uðu!!
Ekki skortir samt neitt á
um „glæsibrag fararinnar” í
frásögn Morgunblaðsins.
Ber þá hæst dómadags-
ræða, sem Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra kvað
hafa lætt yfir mannskapinn!
Birtist úrdráttur úr þessari
ræðu forsælisráðherra á for-
síðu blaðsins og er fyrirsögn-
in þessi:
„Kosningar að ári standa
um: VALFRELSI FÓLKS-
INS EÐA SKÖMMTUNAR-
VALD SKRIFSTOFU-
MANNA!!
í upphafi þessarar frásagn-
ar af ræðu forsætisráðherrans
er þetta haft eftir honum:
„EG HELD, að ef almenn-
fngur áttar sig á [>ví að þess
eigið valfrelsi er í veði þurf-
um við engu að kvíða. En
fólkið verður að skilja, hvað
er undir þess eigin atkvæði
komið. Þess eigin gæfa og
vellíðan er í húfi. Með því
að velja það sem því sjálfu
er fyrir beztu, velur það þann
veg, sem er íslandi farsælast
ur.”
$ ® &
„Forsætisráðherra hefur
fyllzt ótta af sinni skugga-
legu valdatíð ...! ”
Einmitt þessi orð forsætis-
ráðherrans þykir mér rétt að
taka til sérstakrar a.hugunar
í pistli mínum í dag — enda
tel ég vafalaust, að Bjami
Benediktsson hafi ekki í ann
an tíma komizt betur að
kjarna máls — né fyrr eða
síðar lýst jafn rækilega yfir,
hve mjög hann hræðist nú
orðið sína eigin persónu sem
stjómarherra og hina skugga
legu valdatíð, sem hann á að
baki! —
Forsætisráðherra er vissu-
lega slunginn í áróðri sínum
og honum er Ijóst, að víðles-
ið málgagn — eins og Morg-
unblaðið — getur verið beitt
vopn í höndum hans — sé
rétt á haldið! —
Það hefur verið sagt frá
því áður í Nyjum Stormi, að
ríkisstjórnin íslenzka riðar nú
til falls — og máske þess
vegna hleypur forsætisráð-
herra, ásamt þjónustuliði sínu
alla leið austur undir Skógar
foss?!
— Baldur Jónsson, vallar-
stjóri var fararstjóri, enda
mun ráðherra hafa þótt hent
ara að hafa einhvem þann
mann sér við hlið, sem kunn-
ugur er hvers konar íþróttum
— þegar þess er gætt, að
verið er að þjálfa gamla
smala á stjórnmálavelli! —
Ræða forsætisráðherra var og
hka öll við eitt miðuð - - -
að slá ryki í augun á sjón-
deprunni, sem gerði átakan-
lega vart við sig í srðustu
kosningum til bæjar-’ og
sveitastjórna!
%•> $
„Sumir eru aS plástra
opin kaun----------og
halda þaff nægi til aff
lækna banvæn sárin...!!”
Er vísast rétt að snúa sér
að ræðunni sjálfri, sem for-
sætisráðherra hafði mann-
skap sínum að flytja — og
sýna fram á, hvernig þessi
snargreindi stjórnmálamaður
bókstaflega þyrlar upp sand-
'skýi blekkinga — til að reyna
að hylja fólki sýn til gróandi
þjóðlífs á Islandi!
— Bjarni Benediktsson
gjörir sér lítið fyrir og snýr
við staðreyndum og væntan-
lega í trausti þess, að íslenzka
þjóðarheildin sé nægilega
skilningssljó — eða vitsmuna
legur öryrki, ef svo mætti að
orði kveða!
Hann ræðir um „kosningar
að ári” — og reynir þannig
að plástra yfir sín eigin kaun
á stjómmálasviðinu! Ráð-
lierra lætur sem ekkert sé 1
rauninni að hjá núverandi
ríkisstjórn — og einnig er
hann svo óvarkár gagnvart
almenningi — að hann leyfir
sér að tala um „valfrelsi fólks
ins eða skömmtunarvald skrif
stofumanna”!
Ekki nóg með það — held
ur keyrir ósvífni ráðherrans
um þverbak — þegar hann
treður því upp á fólk, að
„skömmtunarvald skrifstofu-
rnanna” sé eins konar ógn-
vald hinnar öflugu stjórnar-
andstöðu!
— Forsætisráðherra er orð
inn barnalegur í sér — vegna
óttans við hina óhyggilegu
og óforsvaranlegu stjórnar-
stefnu sína og þess vegna er
hann nú farinn að grípa til
örþrifaráða!
— Meðfædd stirfni hans
og einræðishneigð er alveg
að kæfa gáfur hans — en þó
eimir enn eftir af bragðaref
í honum!
Hann - reynir sífellt að
blanda þjóðinni göróttan
drykk öfugmæla og rangs-
leitni!
® ® ®
„Kvenhollur Skógarfoss-
maffur lýsir valfrelsi
Sjálfstæðisflokksins...!!
Og hvert er nú það val-
frelsi, sem forsætisráðherra
er allt í einu tekinn upp á að
hampa framan-í almennihg?
Skýrt er frá því í Morgun-
blaðinu að í Skógarfossræð-
unni hafi Bjarni mælt orðrétt:
„Að ári liðnu eigunr við að
kjósa um það, hvort valfrels-
ið eigi að vera borgaranna
sjálfra eða einhverra vfir-
valda. ÞÆR FJÖLMÖRGU
KONUR, SEM IIÉR ERU
GETA RÁÐIÐ ÞVÍ MEÐ
ATKVÆÐI SÍNU, IIVORT
ÞÆR FÁ AÐ VELJA SÉR
SÍNAR EIGIN VÖRUR EÐA
HVORT EINHVERJIR
MENN Á STJÓRNARSKRIF
STOFUM EIGA AÐ
SKAMMTA ÞEIM AÐ
SINNI VILD.”!!
— Þetta var þá allt val-
frelsið — sem forsætisráð-
herra hyggst bjóða íslending
um upp á í nútíð og framtíð!
— Hins gætti ráðherra
ekki, að meira fylgir VAL-
FRELSI í lýðræðisríki heldur
en það eitt, að fá að velja
sér vörur úr búðarglugga! —
Ég held að Bjarna Bene-
diktssyni hefði verið nær að
tjá kvenfólkinu, sem hann tal
aði til í Skógarfossferðinni
að í VALFRELSI felst margt
mikilvægara og meira —
heldur en hann vill vera láta!
Það er rétt að geta þess
lítillega — sem vert er um
að tala! —
Ég vil aðeins beina því
að lesendum mínum, að með
því að kjósa Bjarna Bene-
diktsson og kumpána hans er
í rauninni verið að firra fólk
öllu VALFRELSI------------i
þess orðs fyllstu merkingu!
Bjarni hefur nú verið
stjórnarherra um sjö ára bil
-----„þessi kvenholli Skógar
fossmaður” — og í verkum
sínum hefur hann sýnt wski-
legar en nokkur fyrirrennari
hans — að honum hentar vald
boðið eitt — en alls eigi að
þóknast raunvemlegu VAL-
FRELSI FÓLKS Á ÍS-
LANDI! —
® ® ®
„Hann skammtar oss
frelsi-----------hann
skammtar oss rétt...!!”
Enginn liefur verið gírugri
til að svipta menn réttindum
og frelsi — heldur en einmitt
sá maðurinn, sem fjálglegast
ræðir nú við kvenþjóðina um
valfrelsi!
— Bjarni Benediktsson hef
ur ekki vílað fyrir sér að
skammta hverjum og einum
þann ”rétt” — sem hann
sjálfur telur sérhverjum hæfa!
Hann hefur gjört þetta með
því að troða niður hinn eigin
lega og sanna RÉTT! —
Þessi þjóðholli ráðherra
' hefur sennilega haft fyrir sér
bráðskemmtilegar bollalegg-
ingar séra Árelíusar, sem ný-
lega hoppaði alla leið til
Lundúna og sendi íslenzku
kvenþjóðinni þaðan kveðjur
sínar! —
Má ekki á milli sjá hvor
muni hafa betur í sambandi
við hollustu sína við kven-
þjóðina — klerkurinn eða for
sætisráðherrann!
— Öllu gamni fylgir þó-
nokkur alvara. — íslenzka
kvenþjóðin á það sízt skilið
að vera með þessum eða
öðrum hætti óvirt — og sann
færður er ég um það, að þess
ir „tvíburar þjóðrækninnar”
— prestur og ráðherra —
munu báðir fá hryggbrot hjá
íslenzkum konum fyrir slíkt
athæfi sitt. —
Presturinn vill gjarnan
kenna kvenþjóðinni alla fjár-
málaóreiðuna hérlendis, þar
eð kröfuharka „veika kyns-
ins” sé að buga þjóðarheild-
ina — en forsætisráðlierra
gerir hins vegar að bjóða
kvenþjóðinni upp á límonaði
og danskt kex! —
Það má naumast á milli sjá
þvort hið andlega eða verald-
lega vald má sín betur í þess
um tilraunum sínum til að
stíga í vænginn hjá íslenzku
kvenfólki!! —
Eitt er þó vízt — að frum-
legar eru aðfarir þessara
„kvennagulla”!
— Hvað um það — þá
þykir ekki úrleiðis að beina
sjónum almennings að þeirri
staðreynd — að enginn kann
betur að vera yfirvald
skömmtunar — í hvers konar
skilningi — heldur en Bjami
Benediktsson!
® ®
,Reynt aff fanga kvenþjóð-
ina í Harem kórvilltrar
stjórnarstefnu ...!! ”
Hann skammtaði Gunnari
Thoroddsen sendiherrastöðu
í Kaupinhafn — til að bola
honum út úr innanlandsmál-
unum! — Hann tróð Einari
Ingimundarsyni inn í bæjar-
fógetaembættið í Hafnarfirði!
— Ilann óvirti forseta Hæsta
réttar — með því að bera
honum á brýn ávirðingar —
til að reyna að réttlæta Hafn
arfjarðar-hneykslið! — Hann
stóð að því að skammta Jó-
hanni Hafstein niðurlægingu
í starfi dómsmálaráðherra —
Hann er með nefið ofan í
öllu hjá meðráðherrum sín-
um, enda þótt honum komi
málefnin ekkert við! — Hann
stóð að því að klína fálka-
orðu á séra Jón Auðuns —
eftir að almennur kirkjufund-
ur hafði vítt þennan niður-
rifsmann Kristindómsins! —
— Síðast en ekki sízt þykir
rétt að nefna það — að þessi
sami ráðherra hefur með
stjómarstefnu sinni verið
valdur að því að rýra svo
verðgildi íslenzku krónunnar,
að fyrirsjáanlegt er að gengis
felling er á næsta leyti! Og
með sama áframhaldi og ver
ið hefur — þá er eigi annað
sýnna en að gjaldþrot verði
seinasti „rétturinn” á skömmt
unarseðli þessa yfirvalds og
skrifstofumanna hans! —
Slíkum manni hentar einkar
vel að ræða „skömmtunar-
vald skrifstofumanna” —
því sérhver er sjálfum sér
næstur!
Hins vegar þykir mér, sem
nokkuð skjóti skökku við —
þegar þessi sami stjórnmála-
maður biðlar nú til íslenzkra
kvenna — líkt og arabiskur
soldán — til að reyna að
„fanga kvenþjóðina í Harem
kórvilltrar stjórnarstefnu”!
Færi vissulega betur á því
að slíkur stjómarherra héldi
sér undir „vatnsbununni í
Skógarfossi” til að skola af
sér saurugleik misvitrar stjóm
ar í íslenzku þjóðlífi...
Máske þjóðin neytí VAL-
FRELSISINS — til að koma
slíkum þrifum í framkvæmd
við næstu kosníngar....?!
ÖDEIGUR.