Nýr Stormur - 08.07.1966, Síða 7
FÖSTUDAGUR 8. júlí 1966.
JÚNAS JÖNSSON FRÁ HRIFLU:
7
Gullrós íslenzkra stjórnmála
Annar hluti:
A. Fyrsti áfangi var í síðasta
blaði: Síldarkóngar veita
harðsnúnum samvinnuforkólf
myndarleg verðlaun fyrir 25
ára afrek á síldarplani á Siglu
firði.
B. Hræðslubandalagið vann
mjög illa fenginn sigur og
gaf fyrirheit um að Ólafur
og Bjarni skyldu aldrei fram-
ar sjá sól eða mána á stjórn-
málahimninum.
C. Hermann missti rósina
og bændurnir töpuðu sínum
frægu kjördæmum. Eysteinn
bíður hnipinn, Bjarni vann
kosningu en tapaði samt von
inni um varanlegt flokksein-
ræðisvald. Spilum varð að
raða með nýjum hætti. Sveinn
síldarkóngur sendi rósina, sem
fyrsta leik á taflborðinu.
D. Nú vita allir að enginn
flokkur fær meirihluta og
allsherjarvald á íslandi. Jón
Sigurðsson hafði unnlð í sjálf
boðavinnu fyrir 20 ár. Þá felldi
Alþingi hann frá forsetadómi.
Fyrsta lýðveldi fslendinga
byggði allt á bandalagi hér-
aðanna og jafnvægi goðavalds
ins.
E. Stalín hafði einræði fá-
mennrar klíku. Sálgaði 30
milljónum bænda til að koma
á ríkisbúskap, en Rússar eru
alltaf brauðlausir, ef ekki
kemur korn frá Engilsöxum.
Bandaríkin velja valdamik-
inn húsbónda til 4 ára og
hlýða honum eins og lög
standa til. Þetta reynist vel,
ef þjóðin er samsvarandi í
senn hugkvæm og löghlýðin.
Svisslendingar hafa sam-
stjórn frá helztu flokkum
landsins. Einn úr stjórninni
er einskonar forseti eitt ár í
senn. Laun stjórnarmanna
eru lág og engin risna. Engar
veizlur á vegum borga- eða
stjórnar. Ekki hefir þjóðbank-
inn bíl vegna gesta. Eitt sinn
var erlendur bankastjóri gest
ur á heimili stéttarbróður. Að
skilnaði fylgdi Svisslending-
urinn gesti sínum niður stjga
þrepin og sagði um leið:
Bankinn á engan bíl, en stöð
strætisvagna er á þessu horni.
Ekki hafa Svisslendingar
krossa eða tilhaldsheiti. Yfir-
menn þeirra vinná vel fyrir
lögbundnu kaupi. Allar fjár-
reiður Svisslendinga eru í frá
bærlega góðu lagi. Énn er eft-
Nýlega er komin út all-
nýstárleg bók, sem vafalaust
mun mörgum verða kærkom-
in og nytsamur gripur. Er-
lendls, þar sem ferðalög eru
talin vera nauðsynleg hverj-
um manni, er mikil rækt lögð
við að kenna fólki að ferðast.
Þar er mönnum ljós þörfin á
útiveru, fyrir þá, sem annars
eyða mestum tíma sínum ínn
an fjögurra veggja.
Hinir, sem vinna úti, hafa
einnig þörf fyrir upplyftingu,
fjarri ys og þys vinnustaðar-
ins. Fyrir því hvetja flestar
þjóðir þegna sina til ferða-
laga og óhemju vinna er í það
lögð að auðvelda fólkí ferða-
lög og útiveru.
Hér á landi vinna ferðaskrif
stofur mikið og gott starf,
bæði í sambandi við ferðalög
ir síðasta stjórnarformiö —
kennt við Bessastaði. Maður
sem sótti um stöðuna sagði
réttilega: Þar þarf ekki ann-
ars með, en að knnna að
halda á hníf og gafli við veizlu
borð. Ekki fylgir vinnuskylda
eða forysta um félagsmál.
Öll fyrirtæki, nema lýðveldi
að ferðast og margir fara
langt yfir skammt, sjá lítið
og fræðast þeim mun minna.
Það er því mikið og gott
starf, að kenna fólki og auð-
velda því þessa hluti og þar
hefir útgefandi Ferðahand-
bókarinnar lagt drjúgan skerf
af mörkum.
Enska útgáfan af þessari
bók, var með þeim ágætum
að gerð, að erlend prentiðnað
arsýning hefir óskað eftír að
fá bókina til sýningar. Geta
má þess að Ferðahandbókin
er unnin í PrentsmiSjunni
Eddu h.f. Ritstjóri bókarinn-
ar, Örlygur Hálfdánarson, hef
ir lagt sig fram um alla gerð
hennar, svo sem sjá má. Hún
flytur margvíslegan fróðleik,
sem hverjum ferðamanni er
íslendinga, krefjast forystu
og vinnuskyldu af æðstu
mönnum sínum. Bessastaða-
formið er ófullkomnast af öll-
urti þjóðfélagsformum.
Þar eiga veizlur og vín að
stýra þjóðarbúskapnum.
tíma með því að notfæra sér
fróðleik bókarinnar.
Geta má og þess, að í bók-
inni eru leiðbeiningar um
gönguferðir í nágrenni borg-
arinnar eftir Eystein Jóns-
son, sem eftir því virðist
hafa ást á fleiru en stjórn-
málum. Þessum leiðbeining-
um fylgja 8 kort til skýringar
og má segja að þetta eitt, sé
góður fengur. Mætti um leið
beina þvl til annarra stjórn-
málamanna, að þeim væri
nær að skoða og virða land
sitt betur, en eyða minni tima
erlendis á tilgangslausum ráð
stefnum með tilheyrandi kokt
eilboðum. Það gæfi þeim ef til
vill tilefni til að huga betur að
störfum sínum í þágu lands-
ins.
Það er ástæða til að benda
á, að slíkar bækur eru algeng-
ar erlendis og telja menn því
fé vel varið er til slíkra kaupa
er lagt. Það er vert að þakka
það, sem vel er gert — og það
skal gert hér með.
erlendis ög innanlands. Það I nauðsynlegur, og gefur mögu-
er allmikill vandi að kunna leika á að spara bæði fé og
...__________________
Ferðahandbókin
flóans og frá þessum aðilum
streyma einnig peningar í
hinar troðfullu fjárhyrzlur
furstans í Kuwait.
Síðasta ár voru tekjur
Kuwaits af olíuvinnslunni 180
milljónir sterlingspunda - 23.5
milljarðar króna — þ. e. a. s.
um 110.000 krónur á hvert
mannsbarn, karla, konur og
börn, sem fædd eru í þessu
litla ríki. Heildartekjurnar á
mann eru því meiri en í
Bandaríkjunum og tvöfallt
meiri en í Bretlandi.
Fyrir velferð íbúanna
Margir aðrir staðir en
Kuwait í Austurlöndum nær,
hafa orðið auðugir af hinum
nýfundnu olíulindum og und-
antekningarlítið hafa allar
tekjur af þeim runnið í vasa
konunga, fursta, soldána og
sheika, sem nota féð í eigin
þarfir og lifa í óhemjulegum
óhófslifnaði. Hinn nýlátni
fursti í Kuwait, Abdullah al-
Salem al-Sabah, var ekki slík
ur. Hann var vitur og hygginn
maður, sem meir líktist ara-
biskum kaupmanni en sheik.
Hann lifði við einkvæpi og
sparsömu lífi og hann var
sannfærður um, að ef Sabah
fjölskyldan ætti að stjórna
Kuwait áfram, eins og hún
hafði gert síðan 1756, þá yrði
hún fyrst og fremst að hugsa
um velferð fólksins.
Eftirmaður hins látna fursta
varð bróðir hans, Sabah al-
Salim al-Sabah og þrátt fyr-
ir að hinn nýi fursti hafi
keppinaut um völdin meðal
fjölskyldu sinnar, þá benda^
öll sólarmerki til, að hann
muni halda uppi stefnu fyrir-
rennara síns.
Velferðaríki
Olíuauðæfin hafa gjörbreytt
lífi íbúa Kuwaits. Þar sem
kamelarnir áður fikruðu sig
eftir hinum þröngu stígum,
renna nú endalausar lestir
skínandi bifréiða, eftir breið-
um götum. Aðeins Bandaríkin
hafa fleiri bíla hlutfallslega
en fjölskyldurnar V Kuwait
hafa ráð á að eiga bíl, því að
benzínið kostar örfáa aura á
líter. Karlmennirnir sitja við
stýrið í hinum hvíta klæðn-
aði sínum, og líkjast einna
helzt brúði á leið til kirkju,
en konurnar sitja í aftursæt-
inu með sína svörtu slæðu fyr
ir andlitinu.
Eins og áður var sagt, er
heilbrigðismálum mjög vel
fyrirkomið í Kuwait og takist
sjúklingi ekki að fá lækningu
á epítölunum þar, er flogið
með hann til vesturlanda á
kostnað ríkisins. Skólakennsla
er auðvitað ókeypis og nem-
endurnir fá auk þess ókeypis
einkennisbúninga og bækur
og morgunmat í skólanum.
Telja má að l kennari sé fyrir
hverja 20 nemendur. Svo fram
arlega standa Vesturlönd
ekki. Þegar hinir ungu nem-
endur kveðja foreldra sína á
morgnanna, kveðja þeir fólk,
sem er á menntunarstigi 17.
aldar, en eru sjálfir á leið í
skóla, sem arkitekta hefir
dreymt um að myndu verða
byggðir um árið 2000.
Hver stúdent, sem sýnir
dugnað og hæfileika, á rétt á
að fá 130.000 króna styrk til
náms erlendis. Nú eru 800 stú
dentar við nám erlendis og
það er athyglisvert að af þeim
eru 150 stúlkur, sem hafa
kjark og sjálfstæði til að velja
þennan veg.
Eftirsótt land
Brakið frá hinni efnahags-
legu- og félagslegu . spreng-
ingu í Kuwait, hefir heyrzt
um ölf hin arabisku lönd og
víðar um heim. Hin háu laun
lokka númada frá sýrlenzku
eyðimörkinni, stolta, hrausta
saudi-araba, vélfræðinga frá
Pakistan, perlukafara frá
ýmsum smástöðum við persa-
flóa og handverksmenn frá
íran. Margir smjúga yfir
landamærin án vegabréfs í
skjóli myrkurs — eins og
rykið, sem síast gegnum all-
ar glufur þegar Shimalen blæs
úi- norðri. Velkomnari eru hin
ir hámenntuðu háskólamenn,
tæknimenn og stjórnfræðing
ar, sem koma til Kuwait. Það
eru kennarar og lögfræðingar
frá Egyptalandi, hagfræðing-
ar og lærðir verzlunarmenn
frá Indlandi og landbúnaðar-
kandidatar frá Líbanon.
Svo voldug hefir innrásin
verið af velmenntuðum vinnu
krafti, að yfir helmingurinn
af vinnuafli Kuwaits, er fædd
ur utan landamæranna. Inn-
flytjendurnir eru í meirihluta
meðal íbúanna og það varð að
setja strangar reglur um rik-
isborgararéttinn, til þess að
útlendingarnir næðu ekki yf-
irhöndinni í hinu pólitíska
lífi.
Á leið til lýffræðis.
Fyrrverandi fursti í Kuwait
var einstakur meðal arabiskra
sheika, og fyrir þrem árum
stofnaði hann þjóðþing með
50 fulltrúum. Það var skipað
fulltrúum úr atvinnugreinun
um auk nokkurra kennara og
lögfræðinga. Hin vaxandi á-
hrif þessarar samkundu kom
í ljós árið 1964, þegar það í
desember mótmælti ráðherra
útnefningu, sem forsætisráð-
herrann núv. fursti, hafði á-
kveðið. Sheik Abdulla hefði
án þess að brjóta gegn venj-
um getur leyst þingið unp, en
hann gerði það ekki. í þess
stað tók hann á móti afsögn
stjórnarinnar og fól forsætis-
ráðherranum að mynda stjórn
sem þingsamkundan gætí
sætt sig við.
Og á þennan hátt hefir
Kuwait skipað sér í röð hinna
mörgu ungu ríkja, sem ’eytast.
við að koma á hjá sér lýð-
ræði. Það gerðist án byltinga
og. blóðsúthellinga. Það eru
ekki mörg ríki, sem fá fram-
tíðina á gulldiski, en þessi litla
þjóð — eftir 60 ára vernd
Breta — skilur að auðæfi er
ekki nóg fyrir þann, er vill
standa á eigin fótum. Kuwait
hefir komið fram af skilningi
gagnvart hinum fátæku ná-
grönnum sínum og stofnað
„Kuwait stofnunina", til hjálp
ar efnahagsviðreisn hinna ara
bisku ríkja“, ög þessi stofn-
un hefir lánað Sudan, Jordan,
Líbanon og Alsír 4300 milljón-
ir króna.
í víðari merkingu er hiff
litla ríki of smátt og veikt, til
að hafa nokkur afgerandi póli
tísk áhrif I hinum arabiska
heimi. Ef til vill tekst því, eins
og Egyptalandi og Líbanon,
að verða miðstöð menningar
og menntunar fyrir hinn ara
biska heim, sem telur 50 millj-
ónir manna, sem tala arabiska
tungu og byggja á arabiskum
erfða- og menningarvenjum.
Verði hinu hyggna og hug-
myndaríka fólki, sem Sheik
Abdullah leiddi, stjórnað af
framsýnum stjórnanda, eru
miklir möguleikar á, að það
verði ekki aðeins olía, heldur
og einnig vaxandi' straumur
af hámenntuðu fólki, verk-
fræðingum, læknum, kennur-
um o. s. frv. til nágrannaland
anna og þar með framlag til
óhemjumikillar þróunnar í
Miðausturlöndum.