Nýr Stormur - 16.09.1966, Page 4
%rmiir
FOSTUDAGUR 16. sept. 1966
Ódeigur skrifar pistilinn:
Eins og vænta má hafa
áfengismálin verið mjög
umdeild og oft borið á
góma í íslenzku þjóðlífi!
Að sönnu er það eigi
nema eðlilegt, að svo mikil
vægur þáttur sé umræðu-
efni!
Þessi bölvaldur----sem
BAKKUS kóngur er með
hverri þjóð — hlýtur að
vekja deilur, þrætur og úlf
úð fólks á meðal, og enda
valdið meira kvalræði,
manndrápum og niðurlæg-
ingu meðal fjöldans------
heldur en hinar voðalegu
og mannskæðu orrustur
sverðseggj a, og annarra
morðtóla, á öllum tímum
og í öllum styrjöldum----
fyrr og síðar samanlagt ! !
í ölvímunni er þessi kóng
ur örbirgðar, vesaldóms og
eyðingar------ákaft hyllt-
ur------og ófá eru einnig
þau gleðiljóð, sem til hans
hafa verið ort frá örófi
alda!
Bakkus hefur einnig orð
ið að þola meira bölv og
ragn------heldur en nokk
ur annar--------en þrátt
fyrir allt þetta, hefur þessi
einvaldur ávallt staðið ó-
reikull í ráði — uppfullur
af grimmd og hatri til þegn
anna — en samt öruggur
um ævarandi harðstjórn
sína!!!
Þessi kóngur er sá hinn
eini — sem hefur reist sér
kastala og borgir á sér-
hverju byggðu bóli — —
og meginþorri mannfólks-
ins um veröld víða knékrýp
ur við fótskör hans------
ýmist fagnandi eða syngj-
andi!!
Allir eiga þegnar þessa
kóngs það sameiginlegt —
í vímunni sem gætir frá á-
hrifum hans — að „tigna“
hann óspart — þótt með
misjöfnum og margvísleg-
um hætti sé hjá hverjum
og einum!!
Sá sem einu sinni hefur
gerzt þegn í riki þessa ein
valds — — er í flestum
tilfellum „orðinn þræll í
kóngsins ranni“ — frekar
en sjálfstæður einstakling
ur------örfáir eru þeir —
sem nokkurn tímann kom
ast úr þrælabúðunum — þó
opnar standi dyr hverjum
þeim sem vill lausn!
Sjálfstæðir þrælar...!!“
Þegnréttur í ríki Bakk-
usar BYGGIST EKKI Á
NAUÐUNG . . . þó kynlegt
sé . . . heldur sjálfstæðum
vilja einstaklingsins! í!
Finnst ykkur ekki, sem
nokkuð skjóti skökku við
— að ÞRÆLLINN skuli
hafa fullkomið SJÁLF-
STÆÐI?!!
En þannig eru lög í ríki
Bakkusar kóngs — — að
SJÁLFSVILJI MANNSINS
HELDUR HONUM í
HLEKKJUM ÞRÆLA-
BÚÐA!!!
Þegar alls þessa er gætt
-----þá sýnist mér ugg-
laust að Bakkus, þessi guð,
kóngur og klerkur, sé í
rauninni sýkn saka — —
en þegnar hans og þrælar
séu hins vegar sekir gagn-
vart sjálfum sér og sín-
um!!!
Þessi niðurstaða er furðu
leg . . . EN SÖNN OG
RÉTT!!
Nú hefi ég í raun og veru
farið heilan hring í kring-
um sjálfan mig-----og þó
sagt það eitt — SEM ER
SATT OG RÉTT!!!
Þetta byggi ég á stað-
reyndunum einum----------
og hvað mýndi geta verið
ugglausari mælikvarði —
eða traustara bjarg til að
byggja á í nokkru máli —
heldur en órækar sann-
reyndir?!!
En ef betur er að gáð —
þá skulum við minnast þess
— að allt á sér skýringar og
orsakir!
„ÖL ER NEFNILEGA
ANNAR MAÐUR'!!
„ ... að forðast grand er
vandi ...!!“
Það er spakmæli í vísu
sr. Guðlaugs Guðmundsson
ar, er hann mælti af munni
fram í flæðarmálinu, undj-
an Stað í Steingrímsfirði
forðum — er prestur missti
vínflösku úr höndum sér —
og horfði niður á glerbrot-
in, sem geymt höfðu veig-
ar Bakkusar: .
„Örlög steðja að mér fast,
að forðast grand er vandi.
Mikð f jandi - flaskan brast
fór í sandinn andi“!!
ANDI mannsins algáðs er
allur annar en ANDI áfeng
isins —------og sá ANDI
— sem í SANDINN FÓR —
í fjörumálinu á Ströndum
-----var í rauninni ANDI
ANNARS MANNS — held-
ur en klerksins sjálfs!
Vízt er um það. að
„FORÐAST GRAND ER
VANDI“ — þegar rædd er
umgengni manns við Bakk
us!
Þetta snjalla vísukorn
lýsir eftirsjá sr. Guðlaugs
í — á þessari stundu — eft-
ir sínum ÖÐRUM MANNI
en vafalaust má fullyrða,
að á þessu augnablíki hafi
presturmn eigi leitt hug-
ann að því, að með orðun-
um:
„ÖRLÖG STEÐJJA AÐ
MÉR FAST,“ — þá hafi
gott á vitað — í stað hins
gagnstæða, sem á varð
raunin, þegar allt kom til
alls og „FÓR í SANDINN
ANDI“ — „hins annars
manns“, sem aldrei er
neins góðs af að vænta —
hjá einum eða öðrum!!!
Ég hefi hér að framan
„filosoferað" — ef svo
mætti orða mælgi mína —
en leyfi mér samt að taka
fram, að engar kröfur geri
ég aðrar, heldur en þær, að
hver og einn geri áfengis-
málin einungis upp við
sjálfan sig — enda fær
enginn maður lausn á
þessum vanda, nema hann
láti SJÁLFVIL.TA SINN
ráða fram úr málefnunum!
Holl ráð ættu þó ekki að
geta sakað neinn . . . ! !
„Að kíkja með öðru auga
---------í ákvæði laga...!
Mér þykir rétt að víkja
nokkrum orðum að því —
hvernig stjórnvöldin á ís-
landi hafa brugðizt við í
sambandi við áfengisbölið
svokallaða og þær hættur
og, þann háska, sem af því
kann að leiða — bæði fyrir
þann sem víns neytir — og
hina, sem á einhvern hátt
eru neyddir til að umgang
ast ölvaða menn, eða verða
á vegi þeirra!!
Að sjálfsögðu hlýt ég að
stikla á stóru og einungis
drepa niður á örfá atvik —
enda eru samskipti ölvaðra
manna við samborgara
sína svo margþætt — að ó-
teljandi hljóta að teljast!!
Svo margslungin er fé-
lagsskapur manna — að ó
gerlegt er að gera slíku
nema lítil skil!!
Ég hefi því látið mér
nægja að „kíkj^ með öðru
auga“ á nokkur ákvæði
landslaga, þar sem sérstak
lega er rætt um Ölvun og
meðferð áfengra drykkja!
Helztu lög sem geyma á-
kvæði varðandi þessi efni,
eru fyrst og fremst: —
ÁFENGISLÖG frá árinu
195ji — UMFERÐARLÖG
frá 1960 og LÖG UM MEÐ
FERÐ ÖLVAÐRA MANNA
OG DRYKKJUSJÚKRA frá
1964 . . . auk annarra laga
og reglugerða um þessi
máll!
Mér þykir rétt að vekja
fyrst athygli á því, hvað
sé „ÁFENGI“ eða „VÍN“!!
í Áfengislögunum segir i
1. gr., að tilgangur laganna
sé að vinna gegn misnotk-
un áfengis í landinu og út-
rýma áfengisbölinu. Skv.
skýringu laganna, segir í
beinu framhaldi af ofan-
greindum tilgangi, að
„áfengi telst . . . hver sá
Vökvi, sem meira er í en
2%% af vínanda að rúm-
máli. Duft, kökur og ann-
að, er þau efni eru í, sem
sundur má leysa í vökva og
hafa nefndan áfengisstyrk
leika, skal fara með sem
áfengan drykk“!! \
í sambandi við þetta ákv.
laganna vil ég geta þess, að
við blóðrannsóknir fæst
ekki úr því skorið — hvort
maður sá sem blóð er tek-
ið úr — hafi ótvírætt neytt
áfengis eða ekki!!!
Þetta þykir máske kyn-
legt — en ef nánar ert;^ð
gáð, þá skilur almenning-
ur betur en ella!
„Herra Adam stafar ávallt
stórhætta af--------
eplinu ...!!“
Þegar læknir hefur tekið
blóð úr manni, sem grun-
aður er um áfengisneyzlu,
— t. d. vegna vínþefs sem
þó segir ekkert um áfeng-
ismagn í blóðinu — þá
hljóðar vottorð læknisins
eitthvað á þá leið:
„í blóði N.N. fundust
„REDUSERANDI“ efni,
sem jafngilda 0,52%o af
alkohólmagni o. s. frv . ..“!
í þessu sambandi er rétt
að geta þess, að svokölluð
„redúserandi“ efni eru í
ýmiss konar öðrum vökv-
um en alkóhóli, svo og
þéttari lífrænum tegund-
um, t. d. EPLUM!!
Maður sem æti t. d. fimm
epli nokkru áður en hann
æki bifreið — gæti átt á
hættu að verða dæmdur
fyrir „ölvun við akstúr“!!!
Hvernig má slíkt vera —
kann fólk að spyrjá!!
JÚ — skv. Umferðalög-
um, segir f 25. gr., að „ef
vinandamagn í blóði
manns er 0,50%c til 1.20%c
(pro mille), eða hann er
undir áhrifum áfengis, þótt
vínandamagn í blóði hans
sé minna, telst hann ekki
geta stjórnað því örugg-
lega“!
Áður segir í sömu lögum:
„Enginn má aka Öku-
tæki, ef hann, vegna . . .
undanfarandi neyzlu áfeng
is, . . . er haldinn slíkri
þreytu eða sljóleika, að
hann geti eigi stjórnað öku
tækinu á tryggilegan hátt.
i t
• • • • •
En segir: <■
„Enginn má neyta áfeng
is við akstur vélknúins öku
tækis“ . . . !!
„Duft, kökur og ANNAÐ —
-----skal fara með sem
áfengan drykk...!!“
Þessi ákvæði laga eru
sjálfsögð, en hér kemur
annað til!!
Maðurinn sem át eplin
fimm getur átt það á hættu
að verða skotspónn lög-
reglumanna, án þess að lög
reglumennirnir þó geri
nokkuð annað, en að gæta
skyldu sinnar á heiðarleg-
an og vandaðan hátt!
T. d. gæti smávægilegt
umferðarbrot leitt til þess,
að „eplamanninum“ þætti
sér á einhvern hátt misboð
ið — og honum rynni í skap
— og fyrir það eitt féTK á
hann grunur um áfengis-
neyzlu — þó enga lykt væri
að finna!!
Ef „epla-maðurinn“ væri
síðan fluttur til blóðtöku
— þá er alls ekki fráleitt,
að niðurstaða læknisins
yrði þessi:
„í blóði (,,Eplamannsins“)
fundust „reduserapdi“ efni
sem jafngilda 0,58%c alkó-
hólsmagns . . . Enga áfeng
islykt Var af N.N. að finna.
. . . N. N. var mjög æstur
o. s. frv. . . .“!!
Og þá kemur til dómar-
ans . . . ! !
„Duft, kökur og ANNAÐ
o. s. frv. . . . skal fara með
sem ÁFENGAN DRYKK“!!
Skv. Umferðarlögunum
skal SKILORÐSLAUST
DÆMA „EPLA-MANNINN“
herra N.N., til ökuleyfis-
sviftingar og refsiógar, auk
sakarkostnaðar . . . AÐ-
EINS VEGNA ÞESS, AÐ
„VÍNANDAMAGNIГ —
reyndist vera umfram
0.50%,r, í blóðinu . . . “ ! ! !
Það spyr enginn um
EPLA-ÁTIÐ!!!
Þannig gæti auðyeldlega
farið . . . og ekki er ör-
grannt um að maðkur leyn
ist þegar í mysunni — e£ að
væri gætt . . . ! !
Látum þetta gott heita í
bili . . . !
ÚDEIGUR
I
I
t
$